Kost­ir styttri vinnu­viku

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ás­mund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra

Jákvaeð reynsla vinnu­staða sem gert hafa til­raun með að stytta vinnu­vik­una hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðl­um und­an­far­ið. Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur stýrt sam­ba­eri­legu verk­efni af hálfu hins op­in­bera. Efnt var til þess á grund­velli vilja­yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­valda í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga rík­is­ins og að­ild­ar­fé­laga BSRB haust­ið 2015. Stofn­an­irn­ar sem taka þátt í þessu verk­efni eru Rík­is­skatt­stjóri, Út­lend­inga­stofn­un, Þjóð­skrá og Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörð­um.

Tilraun­in er til eins árs og hófst síð­ast­lið­ið vor með faekk­un vinnu­stunda starfs­fólks á þess­um vinnu­stöð­um úr 40 stund­um í 36, án launa­skerð­ing­ar. Mark­mið­ið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvaems ávinn­ings starfs­manna og við­kom­andi vinnu­staða. Fyr­ir liggja er­lend­ar rann­sókn­ir, m.a. hjá ná­granna­þjóð­um, þar sem nið­ur­stöð­ur hafa ann­ars veg­ar sýnt skað­leg áhrif af löng­um vinnu­tíma og hins veg­ar að stytt­ing vinnu­vik­unn­ar hafi jákvaeð áhrif á líð­an starfs­fólks­ins og auki fram­leiðni.

Í verk­efn­inu eru könn­uð áhrif styttri vinnu­tíma á gaeði og hag­kvaemni þjón­ustu vinnu­stað­anna og áhrif­in á líð­an starfs­fólks­ins og starfs­anda. Til sam­an­burð­ar eru sam­ba­eri­leg­ar ma­el­ing­ar gerð­ar á fjór­um öðr­um vinnu­stöð­um með svip­aða starf­semi þar sem vinnu­vik­an er 40 stund­ir.

Nið­ur­stöð­ur tveggja kann­ana og rýni­hópa benda til mik­ill­ar ána­egju með til­rauna­verk­efn­ið hjá þátt­tak­end­un­um. Starfs­ána­egja hafi auk­ist, líð­an á vinnu­stað batn­að, lífs­ga­eði auk­ist og auð­veld­ara sé fyr­ir starfs­fólk­ið að samra­ema vinnu og einka­líf en á vinnu­stöð­un­um sem skoð­að­ir voru til sam­an­burð­ar og í sam­an­burði við ma­el­ing­ar sem gerð­ar höfðu ver­ið á stofn­un­un­um fjór­um áð­ur en verk­efn­ið hófst.

Sam­kvaemt áa­etl­un lýk­ur til­rauna­verk­efn­inu vor­ið 2018 og aettu lokanið­ur­stöð­ur að liggja fyr­ir naesta haust. Mið­að við þa­er upp­lýs­ing­ar sem þeg­ar liggja fyr­ir hef­ur stytt­ing vinnu­vik­unn­ar jákvaeð áhrif á starfs­fólk og vinnu­staði. Stytt­ing­in veit­ir fjöl­skyld­um svig­rúm til þess að eiga fleiri gaeða­stund­ir og slíkt hlýt­ur að hafa góð áhrif á þjóð­fé­lag­ið í heild. Þótt við get­um ekki al­haeft út frá þess­ari til­raun virð­ast þess­ar vís­bend­ing­arn­ar nógu skýr­ar til þess að við verð­um að halda áfram og skoða mögu­leik­ana á stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar af mik­illi al­vöru.

Mið­að við þa­er upp­lýs­ing­ar sem þeg­ar liggja fyr­ir hef­ur stytt­ing vinnu­vik­unn­ar jákvaeð áhrif á starfs­fólk og vinnu­staði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.