Minn­ing frá Manchester

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þor­vald­ur Gylfa­son Fljúg svarti fugl, fljúg svarti fugl beint inn í ljós­ið um biksvarta nótt

Ég man ekki leng­ur hvort þau voru þrjú eða fjög­ur. Ég man bara að við grúfð­um okk­ur yf­ir sár­svang­ar súpu­skál­arn­ar og tók­um varla eft­ir því þeg­ar þau laedd­ust inn í mötu­neyt­ið og byrj­uðu að stilla hljóð­fa­er­in. Þetta var haust­ið 1971 í há­deg­is­verð­ar­hléi í fé­lags­heim­ili stúd­enta í Manchester.

Sá sem fór fyr­ir þeim ávarp­aði okk­ur með þess­um orð­um: Okk­ur lang­ar að fá að leika fyr­ir ykk­ur nokk­ur lög með­an þið sitj­ið að sna­eð­ingi. Ég heiti Paul McC­art­ney og þetta eru fé­lag­ar mín­ir í band­inu sem við stofn­uð­um í vor leið. Hófst síð­an söng­ur­inn. Við luk­um súp­unni. Ís­lend­ing­arn­ir sátu jafn­an sam­an við borð. Elzt­ur og reynd­ast­ur í hópn­um var Kjart­an Thors jarð­fra­eð­ing­ur. Söng­ur­inn dugði varla til að létta grá­myglu hvers­dags­ins af sótsvartri iðn­að­ar­borg­inni eða til að slökkva heim­þrá stúd­ent­anna.

Manchester var þá líkt og aðr­ar borg­ir Bret­lands óhrein og óhrjáleg, ekki svip­ur hjá fyrri eða síð­ari sjón. Ald­ar­fjórð­ungi eft­ir stríðs­lok­in 1945 átti Bretland enn­þá langt í land, einnig gömlu borg­irn­ar Bir­ming­ham, Glasgow, Li­verpool, Manchester o.fl., sem höfðu all­ar ver­ið stór­veldi á fyrri tíð. Reykja­vík átti þá einnig langt í land. Mal­bik­un gatna var skammt á veg kom­in. Bragg­ar stríðs­ár­anna settu mark sitt á ba­einn öll mín upp­vaxt­ar­ár þótt þeim hefði faekk­að smám sam­an eins og Eg­gert Þór Bern­harðs­son sagn­fra­eð­ing­ur lýs­ir vel í bók sinni Und­ir báru­járns­boga.

Nú er Manchester mesta há­skóla­borg Evr­ópu á þann hátt að hvergi ann­ars stað­ar eru fleiri stúd­ent­ar sam­an komn­ir á ein­um stað. Allt er breytt. Nú er nudd­stofa í gömlu hag­fra­eði­deild­inni við Do­ver Street þar sem áð­ur var bóka­safn.

Ekki bara tónlist …

Fer­ill Pauls McC­art­ney og fé­laga hans í Bítl­un­um 1960-1970 hafði ver­ið aevin­týra­leg­ur. Tónlist þeirra var fersk og frum­leg og end­ur­nýj­un­ar­gleð­in átti eng­an sinn líka. Sum­ir tón­list­ar­menn líta svo á að Ig­or Stra­vin­sky, rúss­neska tón­skáld­ið, hafi e.t.v. átt manna mest­an þátt í að bjarga svo nefndri klass­ískri tónlist 20. ald­ar úr trölla­hönd­um þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fá­ir vildu heyra. Sum­ir aðr­ir líta svo á að Bítl­arn­ir hafi átt mik­inn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raf­tónlist og aðr­ar nýj­ung­ar, einnig ind­verska tónlist, og veittu henni inn í eig­in verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þeg­ar þeir héldu tón­leika í Banda­ríkj­un­um 19641966 maeltu þeir gegn stríðs­rekstri Banda­ríkja­stjórn­ar í Víet­nam, ekki að fyrra bragði, held­ur með því að svara spurn­ing­um blaða­manna um mál­ið án und­andrátt­ar. Það höfðu aðr­ir hryn­tón­list­ar­menn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dyl­an.

… held­ur einnig hug­sjón­ir

McC­art­ney sagði frá því löngu síð­ar að til sín hefðu kom­ið nokkr­ir Rúss­ar eft­ir tón­leika sem hann hélt á Rauða torg­inu í Moskvu 2003. Er­ind­ið var að þakka hon­um fyr­ir fram­lag hans og fé­laga hans til hruns komm­ún­ism­ans þar eystra. Rúss­arn­ir sögðu hon­um upp­t­endr­að­ir að tjalda­baki frá hugg­un­inni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smygl­að­ar bítla­plöt­ur mitt í allri fá­ta­ekt­inni, spill­ing­unni og von­leys­inu á valda­tíma komm­ún­ista. Við vor­um í við­bragðs­stöðu þeg­ar múr­arn­ir hrundu 1989-1991, sögðu Rúss­arn­ir við McC­art­ney. Ég hafði ekki hugs­að út í þetta, sagði bassa­leik­ar­inn hraerð­ur – hann sem hafði ort kvaeði um upprisu blökku­manna í Banda­ríkj­un­um í krafti mann­rétt­inda­lag­anna sem Lyndon John­son for­seti kom í gegn­um þing­ið í Washingt­on 19641965 og sung­ið kvaeð­ið við fal­legt lag sem hann samdi í anda Bachs.

Kvaeð­ið heit­ir Svart­fugl (Blackbird) og hljóð­ar svo í laus­legri þýð­ingu minni:

Svart­fugl syng­ur dátt

um dimma nótt Brotn­ir vaeng­ir hefja þig til flugs Allt þitt líf hef­ur þú mátt þreyja

og bíða þessa and­ar­taks

Svart­fugl syng­ur dátt

um dimma nótt Sokk­in augu leyfa þér að sjá Allt þitt líf hef­ur þú mátt þreyja

og bíða þess að verða frjáls

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.