Hver ber ábyrgð­ina?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sirrý Hall­gríms ráð­gjafi

Laesi er grund­vall­ar­at­riði fyr­ir allt nám. Ef börn eiga að ná ár­angri á öðr­um svið­um mennt­un­ar er nauð­syn­legt að þau hafi náð góð­um ár­angri í lestri og lesskiln­ingi, um þenn­an þátt er ekki deilt.

Al­þjóð­leg­ar ma­el­ing­ar sýna að lesskiln­ing­ur barna á Íslandi fer versn­andi. Ég held að flest­ir hljóti að vera sam­mála um að áfram­hald­andi þró­un í þessa átt sé ekki bara ávís­un á efna­hags­leg vandra­eði held­ur er þessi þró­un líka ógn við lýðra­eð­ið.

Hvernig eiga ein­stak­ling­ar með slaem­an lesskiln­ing að geta tek­ið upp­lýst­ar ákvarð­an­ir þeg­ar kem­ur að því að kjósa til Al­þing­is eða taka þátt í þjóð­ar­at­kvaeð­a­greiðsl­um sem daemi? Þess vegna hef­ur áhersla á lest­ur í grunn­skól­um sjald­an ver­ið mik­ilvaeg­ari.

Um síð­ustu alda­mót þró­aði Há­skól­inn á Akur­eyri nýja lestr­ar­kennslu­að­ferð sem kall­ast byrj­endalaesi. Þessi nýja að­ferð við lestr­ar­kennslu var inn­leidd í um helm­ing allra grunn­skóla á land­inu og um helm­ing grunn­skóla í Reykja­vík, sam­kvaemt upp­lýs­ing­um frá Mennta­mála­stofn­un. Það hef­ur kannski ekki far­ið fram hjá mörg­um að þessi ákvörð­un er veru­lega um­deild. Vit­an­lega er erfitt að maela svona hluti en sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um það að hin nýja að­ferð sé ekki að skila betri ár­angri en sú sem áð­ur var not­uð, jafn­vel að ár­ang­ur hafi versn­að þar sem að­ferð­in hef­ur ver­ið tek­in upp.

Það er risa­stór ákvörð­un að breyta að­ferð við lestr­ar­kennslu, enda hef­ur það veru­lega áhrif á sam­fé­lag­ið okk­ar. Því verð­ur að taka slíka ákvörð­un að vel at­hug­uðu máli á grund­velli próf­ana og ít­ar­legra rann­sókna. Því verð­ur vart trú­að að slík ákvörð­un hafi ver­ið tek­in hér í Reykja­vík, án þess að fyr­ir laegju hald­góð­ar rök­semd­ir og ma­el­ing­ar

Hvernig eiga ein­stak­ling­ar með slaem­an lesskiln­ing að geta tek­ið upp­lýst­ar ákvarð­an­ir þeg­ar kem­ur að því að kjósa til Al­þing­is eða taka þátt í þjóð­ar­at­kvaeð­a­greiðsl­um?

um að þessi að­ferð vaeri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla.

Sp­urn­ing­in er því þessi: Þeg­ar þessi ákvörð­un var tek­in hvaða gögn, ma­el­ing­ar og rann­sókn­ir lágu fyr­ir?

Þeg­ar Mennta­mála­stofn­un upp­lýsti for­eldra og starfs­menn grunn­skól­anna um að ým­is­legt benti til að að­ferð­in skil­aði verri ár­angri, hvernig var brugð­ist við þeim upp­lýs­ing­um af hálfu borg­ar­inn­ar?

PISA-próf­in eru ekki maeli­kvarði á gaeði skóla­starfs og það er mjög var­huga­vert að full­yrða um skóla­starf­ið al­mennt út frá PISA-rann­sókn­um en PISA mael­ir lesskiln­ing sem er einn af grund­vall­ar­þátt­un­um í mennt­un barn­anna okk­ar og þess vegna eig­um við að taka nið­ur­stöð­urn­ar al­var­lega.

Lestr­ar­vand­inn snýr sam­kvaemt mael­ing­um fyrst og fremst að strák­um. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erf­ið­leik­um með að ná tök­um á laesi. Í ljósi þess að byrj­endalaesi hef­ur ver­ið inn­leitt í um helm­ing skóla í Reykja­vík þá rís sú spurn­ing hvort það hafi ver­ið kann­að sér­stak­lega hvort byrj­endalaesisað­ferð­in henti strák­um.

Nið­ur­stað­an úr nýj­ustu PISA­könn­un­inni er nán­ast sú sama í laes­inu og var í PISA 2012. Í raun ligg­ur fyr­ir að lesskiln­ingi barna hafi hrak­að jafnt og þétt frá ár­inu 2000. Það er því ótrú­legt að loks­ins núna, rétt fyr­ir kosn­ing­ar, glitti í ein­hvers kon­ar stefnu í mennta­mál­um í Reykja­vík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvaeði um að ekki verði tekn­ar ákvarð­an­ir um breyt­ing­ar á kennslu­hátt­um fyr­ir stór­an hluta af skóla­kerfi borg­ar­inn­ar án þess að það liggi fyr­ir rann­sókn­ir sem bendi til þess að þa­er breyt­ing­ar skili ár­angri. Við skuld­um börn­un­um það.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.