Vatns­ból í haettu

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Líf Magneu­dótt­ir for­seti borg­ar­stjórn­ar og odd­viti Vinstri graenna

Við vit­um öll að vatn er ein af okk­ar mik­ilvaeg­ustu auð­lind­um, und­ir­staða alls lífs á jörð­inni og að án þess gaet­um við ekki lif­að. Við sem bú­um á Íslandi njót­um þeirra for­rétt­inda að hafa að­gang að einna hrein­asta og besta vatni í heimi. Því þurf­um við að vera vak­andi fyr­ir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatns­ból okk­ar, hafa með þeim reglu­legt og virkt eft­ir­lit og gera rík­ar kröf­ur um að vernda grunn­vatn vatns­vernd­ar­svaeða.

Fram­kvaemda­leyfi lín­unn­ar bygg­ir á um­hverf­is­mati sem er naer tíu ára gam­alt og sam­kvaemt dómi Haesta­rétt­ar upp­fyllti mats­ferl­ið og um­hverf­is­skýrsl­an sem lá fram­kvaemd­un­um til grund­vall­ar ekki þann áskiln­að sem gerð­ur er í lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um.

Risa­fram­kvaemd inn­an vatns­vernd­ar­svaeðis

Um langt skeið hef­ur Landsnet ver­ið að und­ir­búa lagn­ingu há­spennu­lína yf­ir vatns­vernd­ar­svaeði alls höf­uð­borg­ar­svaeðis­ins, svo­kall­aðr­ar Lykla­fells­línu (Sand­skeiðs­línu 1). Slíkri fram­kvaemd fylg­ir stór­fellt og óaft­ur­kraeft rask og haett­an á því að vatns­ból okk­ar meng­ist get­ur orð­ið veru­leg. Það er líka í and­stöðu við ákvaeði reglu­gerð­ar nr. 796/1999 um varn­ir gegn meng­un vatns en þar seg­ir í 13. gr. um grannsvaeði: „Á þessu svaeði skal banna notk­un á haettu­leg­um efn­um og birgða­geymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bens­ín og skyld efni, salt, eit­ur­efni til út­rým­ing­ar á skor­dýr­um eða gróðri og önn­ur efni sem meng­að geta grunn­vatn, auk efna sem sér­stak­lega eru til­greind í reglu­gerð um neyslu­vatn.“

Fram­kvaemda­leyfi lín­unn­ar bygg­ir á um­hverf­is­mati sem er naer tíu ára gam­alt og sam­kvaemt dómi Haesta­rétt­ar upp­fyllti mats­ferl­ið og um­hverf­is­skýrsl­an sem lá fram­kvaemd­un­um til grund­vall­ar ekki þann áskiln­að sem gerð­ur er í lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um. Það hlýt­ur því að vera ófrá­víkj­an­leg lág­marks­krafa að nýtt um­hverf­is­mat fari fram fyr­ir nýj­um línu­lögn­um þeg­ar vatns­vernd meiri­hluta lands­manna er í húfi.

Nú hafa öll ná­granna­sveit­ar­fé­lög Reykja­vík­ur, sem fara með skipu­lags­vald á svaeð­inu, gef­ið út fram­kvaemda­leyfi, þrátt fyr­ir há­vaer mót­ma­eli íbúa og um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka. Það seg­ir sína sögu að nán­ast öll fram­kvaemda­leyf­in hafa ver­ið kaerð.

Óþörf stór­fram­kvaemd

For­send­urn­ar fyr­ir fram­kvaemd­um há­spennu­lín­anna sem lengi hafa ver­ið á teikni­borð­inu eru brostn­ar. Upp­bygg­ingaráform um ál­bra­eðslu í Helgu­vík virð­ast hafa ver­ið blás­in af, eng­in staekk­un hef­ur átt sér stað í Straums­vík og illa er kom­ið fyr­ir kís­il­málm­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. Fjölg­un net­þjóna­búa virð­ist einnig vera fjar­la­eg­ur draum­ur. Þá má nefna að Hvera­hlíð­ar­virkj­un og Bitru­virkj­un eru ekki leng­ur á dag­skrá og ekki held­ur staekk­un Reykja­nes­virkj­un­ar og virkj­un í Eld­vörp­um. Frá því að um­hverf­is­mat­ið var gert fyr­ir taep­um tíu ár­um hafa ný lög um nátt­úru­vernd tek­ið gildi og einnig ný sam­þykkt um vernd­ar­svaeði vatns­bóla fyr­ir höf­uð­borg­ar­svaeð­ið. Þetta skipt­ir allt máli þeg­ar mál­ið er skoð­að í dag í nýju ljósi.

Það ligg­ur því í aug­um uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagn­ingu lín­anna. Í þessu máli þarf að gaeta sér­stakr­ar og fyllstu var­úð­ar og að­haf­ast ekk­ert sem set­ur vatns­ból okk­ar í haettu. Af fram­an­greindu má sjá að gera þarf nýtt um­hverf­is­mat og end­ur­skoða þetta mál heild­sta­ett og frá grunni. Það hlýt­ur að vera lág­marks­krafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvend­ar­brunn­um að svo sé gert.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.