Skróp­að í beinni út­send­ingu

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Teit­ur Atla­son full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Hverf­is­ráði Vest­ur­baej­ar

Hún var svo­lít­ið sér­kenni­leg til­lag­an henn­ar Mörtu Guð­jóns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálfsta­eðis­flokks­ins, um að sjón­varpa aetti öllu sem fer fram í nefnd­um og ráð­um á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Ásta­eð­an mun vera að Mörtu, sem borg­ar­full­trúa Sjálfsta­eðis­flokks­ins, blöskr­ar meint ógagnsa­ei borg­ar­kerf­is­ins. Þetta er gott og bless­að. Ég held reynd­ar (en þetta er bara mín til­finn­ing) að gagnsa­eiskrafa Mörtu eigi sér rót í al­mennri and­úð Sjálfsta­eð­is­manna á „bákn­inu“og út­vörp­un á fund­um sé til þess gerð að hneyksla borg­ar­búa með því að varpa ljósi á „bákn­ið“og þa­er mein­semd­ir sem það naer­ir.

Þetta er reynd­ar stef inni í haegr­inu þar sem „bákn­ið“er vont og meira og minna öll spek­in að baki haegri póli­tík vinn­ur að nið­urrifi þess og sund­ur­hlut­un. Ís­lenska af­brigð­ið er svo að láta ein­hvern úr stuðn­ings­klúbbi Sjálfsta­eðis­flokks­ins fá hlut­verk­ið sem rif­ið var af, sér til veg­semd­ar­auka. Þetta er al­mannaróm­ur og óþarfi að tí­unda frek­ar.

Út­vörp­un eða sjón­vörp­un frá nefnd­um og ráð­um Reykja­vík­ur er ekk­ert gal­in hug­mynd. Nú­ver­andi kerfi er hefð­bund­ið form þar sem efni fund­anna er rit­að nið­ur eft­ir ákveðn­um regl­um og svo kvitta fund­ar­menn und­ir að rétt sé far­ið með. Vissu­lega má segja að þetta sé „gamaldags“en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsa­ett. Það er auð­velt að fletta upp fund­ar­gerð­um og sjá um hvað var tal­að. Gamaldags? Já. En það er ekk­ert alltaf sam­hengi milli þess gamla og þess lé­lega. Heil­inn í Kára Stef­áns­syni er senni­lega ága­et­is daemi um þá full­yrð­ingu.

Gef­um okk­ur samt að til­laga Mörtu Guð­jóns­dótt­ur um út­vörp­un funda á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafi gilt í vet­ur og sé bara hin eðli­leg­asta. Þá hefðu borg­ar­bú­ar upp­lif­að í beinni út­send­ingu af­ar mein­lega uppá­komu á fundi Hverf­is­ráðs Vest­ur­baej­ar, en ég á ein­mitt sa­eti í því ága­eta ráði. Þá hefðu borg­ar­bú­ar séð að mán­að­ar­leg­ur fund­ur ráðs­ins í des­em­ber varð ógild­ur vegna þess að full­trú­ar Sjálfsta­eðis­flokks­ins létu ekki sjá sig. Hvorki aðal­mað­ur­inn Marta Guð­jóns­dótt­ir né vara­mað­ur­inn Börk­ur Gunn­ars­son maettu. Þau skróp­uðu. Sjálfsagt vegna þess að „bákn­ið“er svo þrúg­andi. „Bákn­ið“borg­ar þeim reynd­ar laun fyr­ir að maeta á þenn­an mán­að­ar­lega fund, en höld­um því ut­an við að sinni.

Í ljósi þessa tek ég heils­hug­ar und­ir hug­mynd­ir Sjálfsta­eðis­flokks­ins um út­vörp­un á öll­um fund­um hjá öll­um ráð­um og nefnd­um á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Verði raun­in sú er ég hand­viss um að inn­tak mál­flutn­ings borg­ar­full­trúa Sjálfsta­eðis­flokks­ins verði öll­um borg­ar­bú­um ljóst. Það er til­tölu­lega ein­falt. Þau eru á móti öllu sem meiri­hlut­inn hef­ur fram að faera – jafn­vel þó að þau séu í hjarta sínu sam­mála þeim. Þetta var inn­tak­ið hjá Davíð Odds­syni þeg­ar hann ríkti yf­ir borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálfsta­eðis­flokks­ins illu heilli. Ekk­ert frum­legt og ekk­ert geð­fellt en af­ar ómerki­legt.

Hvorki aðal­mað­ur­inn Marta Guð­jóns­dótt­ir né vara­mað­ur­inn Börk­ur Gunn­ars­son maettu. Þau skróp­uðu. Sjálfsagt vegna þess að „bákn­ið“er svo þrúg­andi. „Bákn­ið“borg­ar þeim reynd­ar laun fyr­ir að maeta á þenn­an mán­að­ar­lega fund, en höld­um því ut­an við að sinni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.