Far­veita og vatns­veita

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sig­urð­ur Odds­son verk­fra­eð­ing­ur

Hjálm­ar Sveins­son, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, kemst oft skemmti­lega að orði, eins og t.d. að ekk­ert vit sé í að byggja mislaeg gatna­mót. Þau fyll­ist bara af bíl­um.

Í Fbl. 1. fe­brú­ar ber Hjálm­ar sam­an vatns­veitu Reykja­vík­ur og gatna­kerf­ið, sem hann kall­ar far­veitu. Í stuttu máli lík­ir hann ákvörð­un um Borg­ar­línu við ákvörð­un um bygg­ingu vatns­veitu Reykja­vík­ur fyr­ir 110 ár­um.

Hjálm­ar tek­ur fram, að ein­hverj­um kunni að finn­ast lang­sótt, að einka­bíll­inn sé eins og að bera vatn í föt­um frá brunni inn í hús og Borg­ar­lín­an aft­ur á móti álíka fram­för og vatns­veit­an var fyr­ir 110 ár­um.

Sam­an­burð­ur­inn er kannski ekki svo lang­sótt­ur verði hald­ið áfram að þrengja að og tefja bílaum­ferð, sem stífl­ast naest­um al­veg löngu áð­ur en Borg­ar­lín­an kem­ur og svo al­veg með Borg­ar­lín­unni.

Ekki að furða að í upp­sigl­ingu sé nýr skatt­ur til upp­bygg­ing­ar inn­viða. Skatt­ur sem sér­stak­lega mun leggj­ast á þá, sem verða svo ólán­sam­ir að búa nála­egt Borg­ar­lín­unni.

Þá munu marg­ir nauð­ug­ir taka sér far með henni þrátt fyr­ir mik­ila tíma­sóun í ferð­ir til og frá stoppi­stöðv­um Borg­ar­línu. Ekki að furða að í upp­sigl­ingu sé nýr skatt­ur til upp­bygg­ing­ar inn­viða. Skatt­ur sem sér­stak­lega mun leggj­ast á þá, sem verða svo ólán­sam­ir að búa nála­egt Borg­ar­lín­unni.

Sem bet­ur fer voru þeir sem stjórn­uðu baejar­mál­um fyr­ir 110 ár­um ekki á sama plani og heim­spek­ing­ur­inn Hjálm­ar Sveins­son í dag, því þá hefðu þeir sagt: Það þýð­ir ekk­ert að leggja vatns­rör. Þau fyll­ast bara af vatni!

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.