Ástarfla­ekj­ur, loft­fim­leik­ar og sítr­ón­ur

Fréttablaðið - - MENNING - Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir

LEIKRIT Ahhh ... ★★★★★ úr textum og ljóð­um eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur Leik­hóp­ur­inn RaTaTam Tjarn­ar­bíó Leik­stjórn: Char­lotte Bøving Leik­ar­ar: Al­bert Hall­dórs­son, Guð­mund­ur Ingi Þor­valds­son, Hall­dóra Rut Bald­urs­dótt­ir og Lauf­ey Elías­dótt­ir

Leik­mynda- og bún­inga­hönn­uð­ur: Þór­unn Ma­ría Jóns­dótt­ir

Tón­list­ar­stjórn: Helgi Svavar Helga­son Ljósa­hönn­un: Arn­ar Ingvars­son Hreyf­ing­ar: Hild­ur Magnús­dótt­ir

RaTaTam-leik­hóp­ur­inn frum­sýndi sitt ann­að verk í Tjarn­ar­bíói síð­ast­lið­inn föstu­dag. Fyr­ir tveim­ur ár­um, í sýn­ing­unni Suss!, tókst hóp­ur­inn á við heim­il­isof­beldi en nú bein­ir hann sjón­um sín­um að ást­inni, en í baeði skipt­in hef­ur Char­lotte Bøving set­ið í leik­stjórn­ar­stóln­um. Sýn­ing­in Ahhh … er byggð á textum Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ir sem spanna tíma­bil­ið frá ár­inu 1989 til árs­ins 2014 og er úr miklu að spila enda höf­und­ur þekkt­ur fyr­ir að nálg­ast efni sitt á frum­leg­an, fynd­inn og stund­um fá­rán­leg­an hátt.

Ást­in birt­ist hér í flókn­um og fjöl­breytt­um mynd­um enda get­ur fyr­ir­baer­ið ver­ið hvers­dags­legt, epískt, óheil­brigt, nátt­úru­legt, nauð­syn­legt og allt þar á milli. Aft­ur á móti kem­ur ást­in sem hér er fjall­að um frek­ar úr gagn­kyn­hneigð­ari átt­inni, þó að hinseg­in ást­in fái eitt­hvert pláss. En Elísa­bet smíð­ar samt sem áð­ur undra­verða heima þar sem allt get­ur gerst líkt og mann­eskj­an öðlist nýja haefi­leika með kaer­leik­an­um, sem er kannski ekki fjarri lagi.

Char­lotte laet­ur sýn­ing­una dansa á milli kaba­retts­ins og trúða­forms­ins, líkt og all­ir leik­ar­ar verks­ins séu siða­meist­ar­ar í þess­um heimi ástar­inn­ar sem áhorf­end­um er boð­ið inn í. Slík nálg­un hent­ar textum Elísa­bet­ar svo sann­ar­lega vel og er listi­lega út­faerð. Fram­setn­ing­in er lif­andi en mjög skýr og af­mörk­uð rým­is­notk­un leyf­ir text­an­um að njóta sín. Sviðs­hreyf­ing­ar Hild­ar Magnús­dótt­ur smjúga í gegn­um sýn­ing­una, gefa text­an­um þyngra vaegi og faera sýn­ing­una á betra plan.

Leik­hóp­ur­inn vinn­ur all­ur vel sam­an en þrjú þeirra komu að Suss! á sín­um tíma. Nú syngja þau og spila á hljóð­fa­eri að auki, svo ekki sé nú minnst á loft­fim­leik­ana sem þraeða verk­ið sam­an. Allt þetta fram­kvaema þau af krafti. Hall­dóra Rut Bald­urs­dótt­ir er kank­vís á sviði og með góða tíma­setn­ingu. Guð­mund­ur Ingi Þor­valds­son nýt­ur sín best í tón­list­ar­sen­un­um og þeg­ar hann faer laus­an taum­inn. Þarna sjá áhorf­end­ur nýja hlið á reynd­um leik­ara. Lauf­ey Elías­dótt­ir var svo­lít­ið óör­ugg í byrj­un en dafn­aði með hverri senu þar sem baen henn­ar til guðs stend­ur upp úr. En það er Al­bert Hall­dórs­son sem stel­ur sen­unni hér með virki­lega góð­um leik þar sem hann ferð­ast lip­ur­lega á milli húm­ors­ins og ein­la­egn­inn­ar. Lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir hon­um á sviði eft­ir út­skrift úr Lista­há­skóla Ís­lands en hann á svo sann­ar­lega skil­ið fleiri taekifa­eri á fjöl­un­um.

Listra­ena teym­ið skil­ar af sér gríð­ar­góðu verki, öll sem eitt. Þór­unn Ma­ría Jóns­dótt­ir hef­ur ein­fald­leik­ann í fyr­ir­rúmi hvað varð­ar leik­mynd og bún­inga en gaet­ir þess að hvert smá­at­riði sé vel unn­ið. Sviðs­mynd­in sjálf stend­ur þó upp úr í öll­um sín­um ein­fald­leika þar sem silkimjúk tjöld­in umbreyt­ast í urm­ul ástar­tákna og litl­ir stein­ar verða að fjall­görð­um. Helga Svavari Helga­syni fer tón­list­ar­stjórn­un­in vel úr hendi, hún er baeði frum­lega út­faerð og gríp­andi. En óþa­egi­legt er að vita ekki úr hvaða átt tón­list­in er

sam­kvaemt leik­skrá. Á ein­hverj­um tíma­punkti virt­ust tón­ar Anne Dudley úr þátt­un­um um Jeeves og Wooster óma um sal­inn en stór hluti tón­smíð­anna hljóm­aði þó eins og frum­sam­inn.

Ahhh… er fram­fara­skref fyr­ir RaTaTam-hóp­inn og er slíkt gleðifrétt­ir, því oft eru leik­hóp­ar lands­ins fast­ir í sama far­inu. Hér meitl­ar hóp­ur­inn sína fram­setn­ingu, sterk­ur texti og leik­stjórn leika þar stórt hlut­verk. Sýn­ing­in hef­ur kannski ekki línu­lega fram­vindu en kaer­leik­ur­inn kem­ur alltaf á óvart líkt og sýn­ing­in sjálf.

NIÐURSTAÐA: Öðru­vísi og ögr­andi sýn­ing um af­kima ástar­inn­ar.

Sýn­ing­in dans­ar á milli kaba­retts­ins og trúða­forms­ins, líkt og all­ir leik­ar­ar verks­ins séu siða­meist­ar­ar í þess­um heimi ástar­inn­ar sem áhorf­end­um er boð­ið inn í, seg­ir í dómn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.