Gör­ótt­ur hryll­ings­graut­ur krydd­að­ur með fornu kryddi og fersk­um súpu­ten­ing­um

Fréttablaðið - - MENNING - Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son

Net­flix frum­sýndi í síð­ustu viku bresku hryll­ings­mynd­ina The Ritual. Virki­lega ána­egju­legt, ekki síst þar sem al­menni­leg­ur hroll­ur hef­ur ver­ið af frek­ar skorn­um skammti í þeim hill­um efn­isveit­unn­ar sem að­gengi­leg­ar eru frá Íslandi.

The Ritual er fyrsta flokks fram­leiðsla þar sem sam­an fara sterk­ur leik­ur, skemmti­leg­ar og sval­ar aef­ing­ar með töku­vél­ina, þrúg­andi sviðs­mynd og mynd­mál. Þetta er ein­fald­lega firna­sterk hryll­ings­mynd sem óhaett er að maela með.

Hroll­ur­inn hef­ur, mik­ið til óverð­skuld­að, mátt þola for­dóma og for­da­em­ing­ar í gegn­um tíð­ina. Vita­skuld verð­ur ekki þraett fyr­ir að megn­ið af þeim hryll­ings­mynd­um sem daelt er út er frek­ar lé­legt klisju­hjakk en þeg­ar vel er að verki stað­ið er eng­in kvik­mynda­grein sál­inni jafn holl og hryll­ing­ur­inn.

Hann Arist­óteles út­skýrði þetta vel fyr­ir margt löngu í riti sínu Um skáld­skap­arlist­ina. Hryll­ing­ur­inn lýt­ur nefni­lega sömu lög­mál­um og hin­ir fornu harm­leik­ir. Arist­óteles tal­aði um að harm­leik­irn­ir gaetu veitt áhorf­end­um út­rás, and­lega hreins­un, kaþars­is. Þetta ger­ir góð hryll­ings­mynd líka.

The Ritual er akkúrat þannig mynd enda sú besta úr þess­um flokki sem sést hef­ur und­an­far­in miss­eri. Helst er að finna hlið­sta­eðu hvað varð­ar gaeði, ókenni­leika og óhugn­að í þeirri frá­ba­eru mynd The Witch frá 2015. Þar fyr­ir ut­an eru yrk­is­efni beggja mynda af sama meiði þótt The Witch ger­ist í Am­er­íku í kring­um 1630 en The Ritual í sam­tím­an­um í Sví­þjóð. Af öll­um stöð­um.

Í The Witch hrekst kjarna­fjöl­skylda út fyr­ir mörk sið­menn­ing­ar, út í skóg, villta nátt­úr­una, kven­la­ega óreið­una þar sem norn­ir og óbeisl­uð öfl upp­lausn­ar­inn­ar ráða ríkj­um. Mig minn­ir að Helga Kress, minn góði kenn­ari í femín­ísk­um bók­mennt­um, hafi kall­að þetta haettu­svaeði „villtu zón­una“.

Í The Witch splundr­ast fjöl­skyld­an og í The Ritual gliðn­ar bra­eðra­lag fjög­urra vel staeðra hvítra karla. Marg­um­tal­að feðra­veld­ið er mátt­vana þar sem reglu­fest­unni slepp­ir og óreið­an tek­ur við. Allt riðl­ast og fer til fjand­ans og þeg­ar það ger­ist verð­um við skít­hra­edd. Traust­ur grunn­ur fyr­ir góð­an hroll.

Í The Ritual ákveða fjór­ir vin­ir að reyna að kom­ast yf­ir sár­an missi með því að skella sér í „stráka­ferð“. Frek­ar en að skella sér til Teneri­fe í sukk og svínarí ákveða þeir að aul­ast í óbyggða­göngu í Sví­þjóð. Úti í óbeisl­aðri nátt­úr­unni vill­ast þeir af leið og ha­etta sér, grun­laus­ir, út fyr­ir ör­ugg­ar göngu­slóð­ir og enda í ann­ar­leg­um heimi ógn­ar, sturlun­ar og dauða. Í þétt­um skóg­in­um verða þeir þess áskynja að ill­ur andi geng­ur laus og ógn­ar geð­heilsu þeirra, lim­um og lífi.

Fram­an af tekst að keyra ókenni­leik­ann, ótt­ann og feigð­ina upp í topp og áhorf­and­inn smit­ast af hra­eðslu þeirra fé­laga. Óhugn­að­ur­inn er magn­að­ast­ur þeg­ar vin­irn­ir og áhorf­and­inn hafa í raun enga hug­mynd um hvers eðl­is ógn­in er. Þessi ónota­lega stemn­ing helst lengst af og eini gall­inn við þessa sallafínu mynd er að und­ir lok­in freist­ast höf­und­arn­ir til þess að sýna of mik­ið og gefa of mik­ið upp. Þá dofn­ar dulúð­in að­eins en eft­ir stend­ur engu að síð­ur un­aðs­leg hryll­ings­mynd.

The Ritual er gör­ótt­ur graut­ur þar sem sam­an er hra­ert áhrif­um frá H.P. Lo­vecraft, St­anley Ku­brick, Da­vid Lynch, The Witch, ákveðn­um X-Fi­les-þa­etti, Deli­ver­ance, The Hills Ha­ve Eyes og and­skot­an­um öll­um öðr­um. Norraenn goð­sagna­arf­ur bland­ast kelt­nesk­um þar sem hyrnd­ur skóg­arg­uð, for­ynj­ur og satan­ísk öfl bland­ast sam­an í geggj­aða ógn sem ger­ir skóg­inn að því sem hann er; yf­ir­ráða­svaeði heiðn­inn­ar, hins villta og illa.

Hér klikk­ar nán­ast ekki neitt og nið­ur­stað­an er dá­sam­leg­ur hroll­ur og al­gert dek­ur fyr­ir þá sem þora.

NIÐURSTAÐA:

Óþa­egi­lega góð hryll­ings­mynd. Gör­ótt­ur norna­seið­ur krydd­að­ur með úr­vals bragð­efn­um úr fornri menn­ingu og daeg­urkúltúr vorra tíma. Þið sem er­uð með Net­flix er­uð hvort eð er bú­in að kaupa mið­ann. Ekki hika við að nota hann.

Vin­irn­ir fjór­ir lenda í ógöng­um og skelfi­leg­um hremm­ing­um í sa­ensk­um skógi þar sem ill­ir and­ar eru á sveimi.

The Ritual er það allra besta er Net­flix hef­ur boð­ið upp á í hryll­ings­deild­inni.

Hyrnd­ur skóg­arg­uð úr heið­inni forneskju, ígildi Sat­ans, laet­ur á sér kra­ela.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.