Pabbahelg­ar snúa aft­ur eft­ir hlé

Fréttablaðið - - MENNING - – sþh

Íkvöld munu plötu­snúð­arn­ir og feð­urn­ir Gísli Gald­ur og Benni BRuff spila fyr­ir dansi á skemmti­staðn­um Prik­inu í Bankastra­eti. Þetta munu þeir gera und­ir nafn­inu Pabbahelgi en þeir hafa lengi kom­ið fram sam­an und­ir þeim hatti, eða al­veg frá ár­inu 2010 þeg­ar þeir urðu fyrst feð­ur. Pabbahelgarn­ar hafa leg­ið í dvala síð­ustu tvö ár­in en nú eru þeir komn­ir aft­ur og lík­lega enn hress­ari en áð­ur, alla­vega bet­ur sofn­ir.

Í Frétta­blað­inu ár­ið 2010 út­skýrði Benni af hverju þeir hefðu ákveð­ið að halda þess­ar pabbahelg­ar sín­ar: „Við höfð­um spil­að sam­an sem tví­eyki af og til um nokk­urt skeið og ákváð­um að „bakka“hvor ann­an upp á með­an unnust­ur okk­ar voru ólétt­ar þannig að ef ann­ar okk­ar þyrfti að hlaupa frá þá gaeti hinn klár­að gigg­ið. Við ákváð­um einnig að spila sam­an síð­ustu gigg­in fyr­ir og eft­ir faeð­ingu hjá hvor öðr­um af sömu ásta­eðu. Stuttu síð­ar tók­um við að okk­ur að spila heila helgi og einn fé­lagi okk­ar skírði helg­ina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafn­ið eig­in­lega til.“

Við sama taekifa­eri sagð­ist Gísli lík­lega ekki ha­etta að spila á Pabbahelg­um fyrr en dótt­ir hans faeri að maeta á Kaffi­bar­inn – það hef­ur ekki enn gerst þótt lík­lega fari að líða að því.

Gísli ár­ið 2010, hann hef­ur lít­ið breyst síð­an þá.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.