Dag­ur fer í veik­inda­leyfi

Borg­ar­stjóri er í leyfi með­an hann nær sér af sýk­ingu. Hann greind­ist með al­var­leg­an gigt­ar­sjúk­dóm eft­ir að hafa feng­ið sömu sýk­ingu síð­asta haust, en sú var al­var­legri. Hann ætl­ar ekki í langt veik­inda­leyfi og er von­góð­ur um fram­hald­ið.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - olof@fretta­bla­did.is

Dag­ur B. Eg­gerts­son hóf í fyrra­dag lyfja­með­ferð við kvið­ar­hols­sýk­ingu. Síð­asta haust fékk hann al­var­lega sýk­ingu sömu gerð­ar og greind­ist í kjöl­far­ið með sjald­gæf­an gigt­ar­sjúk­dóm. Dag­ur er von­góð­ur um að sýk­ing­in gangi ekki jafn langt og síð­ast. Hann verð­ur að minnsta kosti frá vinnu í nokkra daga, að sinni. Að­spurð­ur seg­ir hann ekki á dag­skránni að fara í lengra veik­inda­leyfi. „Ég von­ast til að vera orð­inn betri eft­ir helgi, en þarf auð­vit­að að meta það með mín­um lækn­um.“Mik­ið hef­ur mætt á meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Bragga­mál­ið svo­kall­aða, hundraða millj­óna króna framúr­keyrsla í fram­kvæmd­um á veg­um borg­ar­inn­ar, hef­ur vak­ið at­hygli sem og starfs­manna­mál Orku­veit­unn­ar, en á hvor­um tveggja víg­stöðv­um fer fram út­tekt á því sem þar fór úr­skeið­is. Hann seg­ir þau mál kom­in í far­veg og vill ekki slá því föstu að vinnu­álag spili inn í veik­ind­in. „Vik­urn­ar eru ólík­ar, en það er alltaf álag í þessu starfi.“

Alvar­leg sýk­ing, sem Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri fékk í kvið­ar­hol­ið síð­asta haust, hef­ur tek­ið sig upp að nýju. Í sam­ráði við lækna var Dag­ur sett­ur á við­eig­andi með­ferð í fyrra­dag til að sýk­ing­in gangi ekki jafn langt og síð­ast. Hann tek­ur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dag­ur greind­ist í sum­ar með sjald­gæf­an gigt­ar­sjúk­dóm í kjöl­far kvið­ar­hols­sýk­ing­ar­inn­ar, svo­kall­aða fylgigigt, sem skerð­ir hreyfigetu hans og get­ur flakk­að á milli liða og lagst á líf­færi.

Hann seg­ist ekki ætla í lengra veik­inda­leyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörð­un að ég þyrfti að jafna mig og fékk stað­gengla til þess að sinna mín­um skyld­um á með­an. Ég bý svo vel að eiga góða sam­starfs­menn. Ég von­ast til að til að vera orð­inn betri eft­ir helgi, en þarf að meta það með mín­um lækn­um.“

Mik­ið hef­ur mætt á meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Bragga­mál­ið svo­kall­aða, hundraða millj­óna króna framúr­keyrsla í fram­kvæmd­um á veg­um borg­ar­inn­ar, hef­ur vak­ið at­hygli sem og starfs­manna­mál Orku­veit­unn­ar, en á hvor­um tveggja víg­stöðv­um fer fram út­tekt á því sem þar fór úr­skeið­is. Álag­ið er mik­ið og fjöl­miðl­ar liggja á borg­ar­stjór­an­um. Hann vill ekki slá því föstu að vinnu­álag spili inn í veik­ind­in. „Vik­urn­ar eru ólík­ar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hef­ur fund­ist með­ferð­in ganga vel við gigt­inni,“seg­ir Dag­ur, sem er á sterk­um krabba­meins­lyfj­um til að halda henni niðri.

„Mér hef­ur þótt ganga vel að sam­eina þetta allt vinn­unni. Kannski hef ég geng­ið á lag­ið og hlað­ið á mig. En ég bind von­ir við það að ná sýk­ing­unni nið­ur á ein­hverj­um dög­um, þó að ég verði á lyfj­un­um í ein­hverj­ar vik­ur, og að ég verði kom­inn fljót­lega aft­ur til vinnu,“út­skýr­ir hann. „Þetta núna teng­ist ekki ein­hverj­um fjöl­miðla­mál­um. Það er verra að vera ekki í hringið­unni þeg­ar svona er,“en bent hef­ur ver­ið á í pistl­um að það sé óheppi­legt að nú þeg­ar bragga­mál­ið sé í há­mæli sé ekki hægt að ná tali af borg­ar­stjóra.

„Ég tók það skref í sum­ar að segja frá því að ég væri með þenn­an sjúk­dóm og vissi ekki hvernig fram­hald­ið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oft­ar með stað­gengla eða legði lín­urn­ar öðru­vísi. Það eru von­brigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft sam­særis­kenn­ing­ar. Ég vona að lær­dóm­ur­inn sé ekki sá að manni hefn­ist fyr­ir að vera op­inn. Ég vil ekki að það gangi trölla­sög­ur um að ég liggi fyr­ir dauð­an­um.“

Þetta núna teng­ist ekki ein­hverj­um fjöl­miðla­mál­um. Það er verra að vera ekki í hringið­unni þeg­ar svona er.

Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri

Eg­gerts­son borg­ar­stjóri.

Dag­ur B.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Dag­ur er með al­var­leg­an gigt­ar­sjúk­dóm.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.