Mik­il fjölg­un keis­ara­skurða

Tíðni keis­ara­skurða í heim­in­um hef­ur auk­ist veru­lega á und­an­förn­um ár­um. Slík að­gerð get­ur haft áhrif á heilsu móð­ur og barns til skemmri og lengri tíma. Mark­visst unn­ið að því að fækka óþarfa keis­ara­skurð­um á Land­spít­ala. Meira um að kon­ur biðji um að­ger

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - kjart­anh@fretta­bla­did.is

„Þetta er ná­kvæm­lega það sem við er­um að vinna að alla daga, að halda fjölda keis­ara­skurða niðri eins og við get­um,“seg­ir Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í fæð­inga- og kven- sjúk­dóma­lækn­ing­um. Tíðni keis­ara­skurða í heim­in­um hef­ur auk­ist veru­lega. Að­gerð­in get­ur haft áhrif á heilsu móð­ur og barns til skemmri og lengri tíma en meira er nú um beiðn­ir um óþarfa að­gerð­ir seg­ir Ebba.

Keis­ara­skurð­ur var gerð­ur í 21 pró­senti allra fæð­inga í heim­in­um ár­ið 2015. Hlut­fall­ið var 12 pró­sent ár­ið 2000. Þetta kem­ur fram í um­fangs­mik­illi rann­sókn á tíðni keis­ara­skurða í 169 lönd­um en nið­ur­stöð­ur henn­ar voru birt­ar í þrem­ur vís­inda­grein­um í lækna­rit­inu The Lancet í gær­kvöld.

Í loka­orð­um fyrstu grein­ar­inn­ar, sem tek­ur til hnatt­rænn­ar far­alds­fræði keis­ara­skurða, ít­reka rann­sókn­ar­höf­und­arn­ir að þrátt fyr­ir ótví­ræða kosti keis­ara­skurð­ar sé auk­in tíðni hans veru­legt áhyggju­efni. Þá sér­stak­lega í ljósi þess að fjölg­un síð­ustu ára megi að stór­um hluta rekja til til­fella þar sem lækn­is­fræði­leg rök eru ekki meg­in­for­senda ákvörð­un­ar um keis­ara­skurð.

„Þung­un og fæð­ing­ar­hríð­ir eru eðli­leg ferli, sem í flest­um til­fell­um heppn­ast vel. Auk­in tíðni keis­ara­skurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efn­uð­um lönd­um og ekki í lækn­is­fræði­leg­um til­gangi, er mik­ið áhyggju­efni vegna þeirr­ar auknu áhættu sem fylg­ir að­gerð­inni fyr­ir móð­ur og barn,“seg­ir dr. Mar­leen Tem­merm­an, að­al­höf­und­ur grein­ar­inn­ar. „Keis­ara­skurð­ur get­ur bjarg­að manns­líf­um í þeim til­fell­um þar sem vand­kvæði koma upp. Því verð­um við að auka að­gengi að þessu úr­ræði í fá­tæk­ari lönd­um. Hvarvetna á að vera hægt að fram­kvæma keis­ara­skurð, en við verð­um að var­ast það að of­nota hann.“

Áætl­að er að þörf sé á keis­ara­skurði í um 10 til 15 pró­sent­um fæð­inga. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar sýna fram á að í einu af hverj­um fjór­um lönd­um er hlut­fall keis­ara­skurð­ar und­ir þess­um við­mið­un­ar­mörk­um. Aft­ur á móti er hlut­fall­ið yf­ir við­mið­un­ar­mörk­um í flest­um lönd­um, eða 106 af 169 lönd­um. Í að minnsta kosti 15 lönd­um er keis­ara­skurð­ur fram­kvæmd­ur í yf­ir 40 pró­sent­um fæð­inga. Hlut­fall­ið er hæst í Dóm­in­íska lýð­veld­inu eða 58 pró­sent. Þar á eft­ir kem­ur Bras­il­ía þar sem hlut­fall­ið er tæp­lega 56 pró­sent.

Höf­und­arn­ir benda á að þeg­ar vand­kvæði koma upp á með­göngu eða í fæð­ingu get­ur keis­ara­skurð­ur auk­ið lífs­lík­ur. Aft­ur á móti fel­ur keis­ara­skurð­ur í sér skamm­tíma- og lang­tíma­áhrif fyr­ir móð­ur og barn. Höf­und­arn­ir ít­reka að þetta sé ekki mik­il áhættu­aukn­ing, en þó mark­tæk. Hjá móð­ur tek­ur þetta til áhætt­unn­ar sem fylg­ir op­inni skurð­að­gerð, ör­mynd­un­ar í móð­urkviði, óeðli­legs þroska fylgj­unn­ar, ut­an­legs­fóst­urs og and­vana fæð­ing­ar.

Þeg­ar barn­ið er ann­ars veg­ar eru ný­fram­komn­ar rann­sókn­ir sem sýna fram á að keis­ara­fæð­ing geti haft áhrif á heilsu barns­ins, þó óvíst sé hversu mik­il þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru með­al ann­ars breytt starf­semi ónæmis­kerf­is­ins sem auk­ið get­ur lík­ur á of­næmi og ast­ma og einnig breytt bakt­eríuflóru í melt­ing­ar­vegi.

Tíðni keis­ara­skurða á Íslandi hef­ur hækk­að hratt í byrj­un ní­unda ára- tug­ar síð­ustu ald­ar en nokk­uð hef­ur hægt á þeirri aukn­ingu á und­an­förn­um ár­um. Á tíu ára tíma­bili, frá 2006 til 2016, voru fram­kvæmd­ir 7.839 keis­ara­skurð­ir, eða um 16 pró­sent allra fæð­inga. Mark­visst hef­ur ver­ið

unn­ið að því á Land­spít­ala að fækka óþarfa keis­ara­skurð­að­gerð­um.

„Þetta er ná­kvæm­lega það sem við er­um að vinna að alla daga, að halda fjölda keis­ara­skurða niðri eins og við get­um,“seg­ir Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, formað­ur lækna­ráðs Land­spít­ala og sér­fræð­ing­ur í fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ing­um. Hún er stödd í Bras­il­íu á þingi Al­þjóða­sam­taka fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækna. Á þing­inu verða vís­inda­grein­arn­ar þrjár kynnt­ar.

Ebba Mar­grét seg­ir mun meira um það nú en áð­ur að kon­ur séu að biðja um keis­ara­skurð sem ekki er lækn­is­fræði­lega nauð­syn­legt að gera.

„Það eru marg­ar ástæð­ur fyr­ir beiðn­inni. Sum­ar kon­ur hafa orð­ið fyr­ir of­beldi í æsku og vilja ekki fæð­ingu, aðr­ar eiga erf­ið­ar fæð­ing­ar að baki. Svo eru ekk­ert all­ar kon­ur sem líta á fæð­ing­una sem nátt­úru­legt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Land­spít­al­an­um vilj­um við gera allt út frá lækn­is­fræði­leg­um og fag­leg­um við­mið­um, það er okk­ar markmið.“

Svo eru ekk­ert all­ar kon­ur sem líta á fæð­ing­una sem nátt­úru­legt ferli, þær vilja ekki finna til. Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ing­um

Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir.

NORDICPHOTOS/GETTY

Meira er um að kon­ur biðji nú um keis­ara­skurð­að­gerð sem ekki er lækn­is­fræði­lega nauð­syn­legt að gera. Ástæð­ur þess eru af ýms­um toga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.