Lík­ur á sam­floti VR og SGS hafa auk­ist til mik­illa muna

Formað­ur VR er bjart­sýnn á að sam­flot með SGS verði að veru­leika í kom­andi kjara­við­ræð­um. Mun bjóða sig fram sem fyrsta vara­for­seta ASÍ. Formað­ur Efl­ing­ar er ánægð með kröft­uga kröfu­gerð SGS.

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

„Mið­að við kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins finnst mér lík­urn­ar á sam­floti hafa auk­ist til mik­illa muna. Ég sé mik­inn sam­hljóm milli okk­ar og ekki nein efn­is­leg at­riði sem við mynd­um setja okk­ur upp á móti,“seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR.

Stjórn VR hef­ur sam­þykkt kröfu­gerð fé­lags­ins en hún var í gær kynnt fyr­ir full­trú­um VR á þingi ASÍ sem fram fer eft­ir um tvær vik­ur.

Ragn­ar Þór hef­ur ákveð­ið að gefa kost á sér í embætti fyrsta vara­for­seta ASÍ á þing­inu.

„Ég von­ast til að þing­ið marki tímamót og það verði dreg­ið strik í sand­inn varð­andi þau átök sem ver­ið hafa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þannig get­um við ein­beitt okk­ur að því að fara að vinna sam­an.“

Kröfu­gerð VR verð­ur lögð fram til form­legr­ar sam­þykkt­ar hjá trún­að­ar­ráði fé­lags­ins næst­kom­andi mánu­dags­kvöld.

„Það hafa aldrei jafn marg­ir kom­ið að kröfu­gerð fé­lags­ins. Um 3.700 fé­lags­menn svör­uðu könn­un og svo var um 120 manna hóp­ur í bakland­inu sem vann úr þeim nið­ur­stöð­um.“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, sem er stærsta að­ild­ar­fé­lag SGS, seg­ir sam­flot með VR al­gjört lyk­il­at­riði til þess að ár­ang­ur ná­ist í kom­andi kjara­við­ræð­um.

„Ég er ánægð með að við náð­um að móta svona kröft­uga kröfu­gerð og leyfi mér að vera bjart­sýn á fram­hald­ið því þetta eru eðli­leg­ar og sann­gjarn­ar kröf­ur. Fé­lags­menn hafa lýst yf­ir mik­illi gleði og ánægju með kröfu­gerð­ina.“

Hún seg­ir að samn­inga­nefnd SGS muni hitta Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í næstu viku til að kynna þeim kröfu­gerð­ina.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir að sér sýn­ist kröfu­gerð SGS ekki taka mið af þeim launa­hækk­un­um sem orð­ið hafa á síð­ustu ár­um.

„Það eyð­ist sem af er tek­ið. Laun hafa hækk­að um 30 pró­sent og lægstu laun um 40 pró­sent á gild­is­tíma nú­ver­andi samn­ings. Þetta hef­ur skil­að sér í 25 pró­senta aukn­ingu kaup­mátt­ar.“

Geta fyr­ir­tækja til að standa und­ir launa­hækk­un­um sé nú minni en hún var þeg­ar síð­asti kjara­samn­ing­ur var gerð­ur.

„Kröfu­gerð­ir verða að taka mið af efna­hags­leg­um raun­veru­leika. Það ger­ir kröfu­gerð SGS ekki.“

Hall­dór bend­ir þó á að ým­is­legt fleira sé að finna í kröfu­gerð­inni. „Það eru fjöl­marg­ir flet­ir á þessu sem við mun­um ræða. Ég hef nefnt hús­næð­is­mark­að­inn en einnig stytt­ingu heild­ar­vinnu­tíma og auk­inn sveigj­an­leika. Það er já­kvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra að bæta lífs­kjör Ís­lend­inga. Um það snýst verk­efn­ið.“

Kröfu­gerð­ir verða að taka mið af efna­hags­leg­um raun­veru­leika. Það ger­ir kröfu­gerð SGS ekki.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA

Björn Snæ­björns­son, formað­ur SGS, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, kynntu kröfu­gerð SGS á mið­viku­dag­inn. Verði af sam­floti við VR myndi það ná til um 100 þús­und fé­lags­manna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.