Sa­mein­ing í kort­un­um

Fréttablaðið - - NEWS - – þfh

Ráð­herra­nefnd um efnahagsmál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins hef­ur ákveð­ið að hefja end­ur­skoð­un lagaum­gjarð­ar um pen­inga­stefnu, þjóð­hags­var­úð og fjár­mála­eft­ir­lit. Sú vinna mið­ar að því að sam­eina Seðla­banka Ís­lands og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið að því er fram kom í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu í gær.

„ Meg­in­leið­ar­ljós vinn­unn­ar verð­ur að efla traust, gagn­sæi og skil­virkni við yf­ir­stjórn efna­hags­mála. Mið­að skal við að við­halda verð­bólgu­mark­miði sem meg­in­mark­miði pen­inga­stefn­unn­ar og sjálf­stæði Seðla­bank­ans og pen­inga­stefnu­nefnd­ar hans til að beita stjórn­tækj­um til að ná því en gera við­eig­andi breyt­ing­ar sem efla traust og auka gagn­sæi. Enn­frem­ur skal mið­að við að sam­eina Seðla­banka Ís­lands og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið með þeim hætti sem efl­ir traust og trygg­ir skil­virkni við fram­kvæmd þjóð­hags­var­úð­ar og fjár­mála­eft­ir­lits,“seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verð­ur yf­ir­stjórn verk­efn­is­ins í hönd­um ráð­herra­nefnd­ar um efnahagsmál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins sem í sitja for­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Á veg­um nefnd­ar­inn­ar starfar verk­efn­is­stjórn um pen­inga­stefnu, þjóð­hags­var­úð og fjár­mála­eft­ir­lit, skip­uð af for­sæt­is­ráð­herra.

Verk­efn­is­stjórn­in skal skila drög­um að laga­frum­vörp­um til nefnd­ar eigi síð­ar en 28. fe­brú­ar 2019.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.