Fleiri til­felli hjá Strætó en upp­gef­ið var

Fréttablaðið - - NEWS - – aá

Strætó hef­ur ráð­ið sum­araf­leys­inga­fólk í gegn­um starfs­manna­þjón­ust­una Elju síð­ustu þrjú sum­ur en ekki ein­ung­is ný­lið­ið sum­ar eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla í gær. Í yf­ir­lýs­ing­unni er því hafn­að að brot­ið sé á rétt­ind­um og kjör­um starfs­manna Strætó eins og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks Ís­lands, hef­ur hald­ið fram.

Í minn­is­blaði Strætó dag­settu 26. fe­brú­ar 2016 seg­ir að illa hafi geng­ið að ráða í sum­araf­leys­ing­ar. Ástæð­urn­ar sem sagð­ar eru vera fyr­ir þeim erf­ið­leik­um eru skort­ur á bíl­stjór­um með meira­próf á Íslandi og nei­kvæð fjöl­miðlaum­fjöll­un um fyr­ir­tæk­ið. Vegna sí­vax­andi yf­ir­vinnu starfs­manna og riðl­un­ar sum­ar­leyfa vegna mann­eklu hafi það ráð ver­ið tek­ið að leita til starfs­manna­þjón­ust­unn­ar Elju um ráðn­ing­ar til sum­araf­leys­inga. Starfs­menn­irn­ir fóru á launa­skrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyr­ir hús­næði og var leiga fyr­ir það dreg­in af laun­um þeirra.

„Jú, við höf­um gert þetta frá 2016 en mál­ið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváð­um að vera ekk­ert að fara aft­ur í tíma, enda stærð­ar­gráð­an allt önn­ur nú en þá,“seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó. Hann seg­ir að um hafi ver­ið að ræða fjóra til fimm starfs­menn fyrstu sumr­in en þörf­in hafi ver­ið mun meiri síð­ast­lið­ið sum­ar.

Að­spurð­ur seg­ir Jó­hann­es Strætó hafa tek­ið út það hús­næði sem starfs­menn­irn­ir fengu hjá Elju. Um hafi ver­ið að ræða hefð­bund­ið íbúð­ar­hús­næði. „Þetta eru ekki nein­ir kústa­skáp­ar eins og mað­ur hef­ur heyrt tal­að um.“

Hann seg­ir að eft­ir á að hyggja hafi ekki ver­ið rétt að draga kostn­að þriðja að­ila af laun­um við­kom­andi og muni það ekki verða gert aft­ur. Þá eigi eft­ir að skoða vand­lega hvort þessi leið verði yf­ir­höf­uð far­in aft­ur í fram­tíð­inni.

Þetta eru ekki nein­ir kústa­skáp­ar eins og mað­ur hef­ur heyrt tal­að um

Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Jó­hann­es Rún­ars­son er fram­kvæmda­stjóri Strætó.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.