Búlgarsk­ur blaða­mað­ur seg­ir áhyggj­ur af lík­am­legu ör­yggi sínu of tíma­frek­ar

Rit­stjóri vef­mið­ils­ins Bi­vol í Búlgaríu ræð­ir við Fréttablaðið um frétt­ir sín­ar af fjár­svik­um og spill­ingu við með­ferð Evr­ópustyrkja í Búlgaríu og um morð­ið á fjöl­miðla­kon­unni Victoriu Mar­in­ovu sem fjall­aði um frétt­ir hans. Styrk­ir til Búlgaríu eru einnig

Fréttablaðið - - NEWS - NORDICPHOTOS/GETTY adal­heidur@fretta­bla­did.is

Victoria Mar­in­ova er þriðji starfs­mað­ur fjöl­miðla í Aust­urEvr­ópu sem fall­ið hef­ur fyr­ir hendi morð­ingja á þessu ári. Skömmu fyr­ir morð­ið birt­ist við­tal henn­ar við tvo blaða­menn um mis­ferli í Búlgaríu með styrk­fé frá Evr­ópu­sam­band­inu. Sömu blaða­menn voru hand­tekn­ir um miðj­an síð­asta mán­uð af búl­görsku lög­regl­unni og frels­is­svipt­ir í meira en 7 klukku­stund­ir eft­ir að þeir fylgdu eft­ir ábend­ingu um mik­ið af gögn­um sem kveikt hafði ver­ið í á túni ut­an við borg eina í Búlgaríu.

Rúm­lega tví­tug­ur búlgarsk­ur mað­ur af Róma­ætt­um er í haldi lög­reglu vegna máls­ins en rúm­ensk­um manni, sem fyrst var hand­tek­inn vegna máls­ins, var sleppt úr haldi skömmu áð­ur en Róma­mað­ur­inn var hand­tek­inn.

„Við þurf­um að sjá hvaða sönn­un­ar­gögn þeir hafa gegn þess­um manni áð­ur en við get­um dreg­ið álykt­an­ir,“seg­ir At­an­as Tchobanov rit­stjóri búlgarska mið­ils­ins Bi­vol.bg sem birti frétt­irn­ar af styrkjam­is­ferl­inu í Búlgaríu. Hann seg­ir fjöl­miðla í Búlgaríu ekki alltaf áreið­an­lega enda al­gengt að lög­regl­an leki röng­um upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Sam­kvæmt frétt­um þyki hinn búlgarski Róma­mað­ur passa full­kom­lega inn í prófíl kyn­ferð­is­lega brengl­aðs manns. Hann hafi ver­ið mjög drukk­inn og fal­ið sig í runna og beð­ið næsta fórn­ar­lambs þar. Eig­ur Victoriu hafi fund­ist heima hjá hon­um.

Ann­ar blaða­mann­anna sem Victoria tók við­tal við skömmu fyr­ir morð­ið er starfs­mað­ur Bi­vol og seg­ir At­an­as blaða­menn mið­ils­ins hafa feng­ið hót­an­ir eft­ir frétta­flutn­ing­inn. Eft­ir frétta­flutn­ing víða um heim af hand­töku blaða­mann­ana voru þrír hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn í Búlgaríu send­ir í tíma­bund­ið leyfi frá störf­um en At­an­as seg­ir að þar fyr­ir ut­an hafi frétta­flutn­ing­ur þeirra hvorki vak­ið mik­il við­brögð þar­lendra yf­ir­valda né stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki fyrr en eft­ir að mál­ið fékk al­þjóð­lega at­hygli vegna morðs­ins.

Sann­leik­ur­inn sigr­ar alltaf

At­an­as er sjálf­ur bú­sett­ur í Pa­rís og koll­egi hans á Bi­vol hef­ur hald­ið til í Leipzig. „Hann er í Búlgaríu núna, en ef við telj­um ör­yggi hans ógn­að með ein­hverj­um hætti þá kom­um við hon­um strax úr landi,“seg­ir At­an­as og ját­ar því að­spurð­ur að hafa áhyggj­ur af ör­yggi sínu og koll­ega sinna. „Auð­vit­að hitt­ir þetta okk­ur illa fyr­ir. Við vinn­um ekki við að hafa áhyggj­ur af lík­am­legu ör­yggi held­ur að afla og segja frétt­ir og það ét­ur upp bæði tíma og orku að hafa áhyggj­ur af ör­yggi okk­ar. Það sem held­ur okk­ur á floti er samt að sann­leik­ur­inn sigr­ar alltaf. Á end­an­um.“

Það vakti at­hygli víða hve snögg­lega yf­ir­völd í Búlgaríu full­yrtu eft­ir að lík Victoriu fannst að morð­ið tengd­ist ekki vinnu henn­ar með nein­um hætti. For­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Boy­ko Boris­sov hef­ur í fjöl­miðl­um far­ið hörð­um orð­um um þá sem tengt hafa morð­ið við um­fjöll­un Victoriu um spill­ingu og tal­að um ófræg­ing­ar­her­ferð gegn land­inu.

Eft­ir að seinni mað­ur­inn var hand­tek­inn vegna morðs­ins birti Je­an Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu, yf­ir­lýs­ingu og fagn­aði ör­ugg­um við­brögð­um for­sæt­is­ráð­herr­ans og búlgarskra yf­ir­valda sem leitt hefðu til hand­töku manns­ins. Aðr­ir hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn í Brus­sel hafa hins veg­ar lýst áhyggj­um af ör­yggi fjöl­miðla­fólks í Evr­ópu og segj­ast munu fylgj­ast ná­ið með rann­sókn máls­ins.

Ís­lenskt skatt­fé í Búlgaríu

At­an­as vek­ur at­hygli á að Búlgaría þiggi einnig styrki frá upp­bygg­ing­ar­sjóði EES og ferli þeirra styrkja sé mjög áþekkt Evr­ópu­sam­bands­styrkj­un­um. Upp­bygg­ing­ar­sjóð­ur EES er fjár­magn­að­ur með skatt­fé frá Nor­egi, Íslandi og Liechten­stein. Í fjár­laga­frum­varpi sem ný­ver­ið var lagt fram er gert ráð fyr­ir að fram­lag Ís­lands á næsta ári verði meira en hálf­ur millj­arð­ur, eða 566 millj­ón­ir króna og gert er ráð fyr­ir stór­felldri aukn­ingu á næstu ár­um þannig að fram­lag­ið verði kom­ið yf­ir millj­arð ár­ið 2021.

At­an­as tek­ur fram að hann hafi ekki orð­ið var við mis­ferli með styrk­fé úr EES-sjóðn­um en rann­sókn­in hafi hins veg­ar ekki beinst að þeim sjóði eða verk­efn­um sem njóta styrkja úr hon­um.

Fréttablaðið greindi um mitt síð­asta ár frá rann­sókn­um Gunn­ars Thor­en­feldt hjá Dag­bla­det í Nor­egi á mis­ferli með styrk­fé úr upp­bygg­ing­ar­sjóðn­um í lönd­um í Aust­ur-Evr­ópu. Eft­ir að hafa kom­ið að lok­uð­um dyr­um í Brus­sel og Nor­egi leit­aði hann til ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins með upp­lýs­inga­beiðni en var synj­að um að­gang að upp­lýs­ing­um á þeim grund­velli að upp­lýs­ing­arn­ar vörð­uðu milli­ríkja­sam­skipti og væru þar af leið­andi und­an­þegn­ar upp­lýs­inga­rétti. Fréttablaðið fékk loks­ins upp­lýs­ing­ar eft­ir beiðni þar um, en ein­ung­is með list­um yf­ir verk­efni og eft­ir­lits­skýrsl­ur sem unn­ar eru í styrk­þega­ríkj­un­um.

Gunn­ar seg­ir lít­ið hafa breyst frá því að hann birti frétt­irn­ar í fyrra. „Þetta er enn ótrú­lega fal­ið allt sam­an. Á yf­ir­borð­inu virð­ist gegn­sæ­ið vera gott en um leið og mað­ur fer að skoða þetta þá vant­ar allt inni­hald í þær upp­lýs­ing­ar sem eru veitt­ar.“

At­an­as tek­ur und­ir þetta og seg­ir hafa kom­ið sér mest á óvart að vera synj­að um upp­lýs­ing­ar hjá stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Full­kom­in yf­ir­sýn erf­ið

„Það sem hjálp­ar okk­ur í þess­um sjóði er að fjár­hæð­irn­ar eru mun minni en hjá styrkja­sjóð­um Evr­ópu­sam­bands­ins, en á móti kem­ur að á síð­asta styrkja­tíma­bili voru verk­efn­in sjö þús­und, og það er ekk­ert auð­velt að hafa fulla yf­ir­sýn yf­ir svo mörg verk­efni og erfitt að skapa full­kom­ið gegn­sæi,“seg­ir Árni Páll Árna­son, vara­fram­kvæmda­stjóri upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES.

Árni seg­ir marg­hátt­að eft­ir­lit haft með styrk­veit­ing­un­um. „Við ger­um samn­inga við rík­in og not­um þá að­ferða­fræði sem al­mennt er not­ast við í þró­un­ar­að­stoð. Það eru yf­ir­völd í ríkj­un­um sjálf­um sem fara með end­ur­skoð­un­ina. Þessi ríki eru að­il­ar að Evr­ópu­sam­band­inu og við verð­um að ganga út frá því að þau hafi sjálf­stæða dóm­stóla og sjálf­stæða rík­is­end­ur­skoð­un.“Einnig séu tekn­ar stikkpruf­ur til nán­ara eft­ir­lits. Árni seg­ir eft­ir­lits­að­ila í ríkj­un­um senda skýrsl­ur um ósam­ræmi hjá styrk­þeg­um og oft séu gerð­ar end­ur­kröf­ur í kjöl­far slíkra skýrslna.

Eft­ir eft­ir­grennsl­an seg­ir Árni að koll­eg­ar hans í Brus­sel fylg­ist ná­ið með rann­sókn­inni á morði Victoriu.

Við vinn­um ekki við að hafa áhyggj­ur af lík­am­legu ör­yggi held­ur að afla og segja frétt­ir og það ét­ur upp bæði tíma og orku að hafa áhyggj­ur af ör­yggi okk­ar.

At­an­as Tchobanov, rit­stjóri Bi­vol.bg

Al­menn­ir borg­ar­ar minnt­ust fjöl­miðla­kon­unn­ar Vict­oríu Mar­in­ovu með blóm­um og kert­um í Sofiu, höf­uð­borg Búlgaríu, síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.