Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Thor­ar­inn@fretta­bla­did.is

Eld­islax í olíu

St­inn eru þau stál sem mæt­ast í lax­eld­is­deil­unni á Vest­fjörð­um. Þeir sem ákaf­ast tala fyr­ir því að eld­islax fái að sprikla í sjókví­um í fjörð­um fyr­ir vest­an benda á já­kvæð áhrif á byggða­þró­un. And­mæl­end­ur vísa á nei­kvæð áhrif á nátt­úr­una og líf­rík­ið. Ár­ið 2007 þótti snilld­ar­hug­mynd að reisa olíu­hreins­un­ar­stöð í Arnar­firði til þess að stemma stigu við at­gervis­flótta frá Vest­fjörð­um. Þessi sér­kenni­lega björg­un­ar­að­gerð fjar­aði út, eins og svo marg­ar aðr­ar snilld­ar­hug­mynd­ir þessa tíma­bils. Enn þrífst þó mann­líf á Vest­fjörð­um og mun að öll­um lík­ind­um halda því áfram þótt eld­islax­inn verði soð­inn nið­ur í olíu og send­ur upp á þurrt land.

USB-lyk­ill að hand­járn­um?

Sindri Þór Stef­áns­son hef­ur ver­ið lát­inn laus gegn trygg­ingu. Sjald­gæft og trygg­ing­ar­upp­hæð­in fæst ekki upp­gef­in en sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins kost­ar slíkt frelsi með tak­mörk­un­um allt frá einni millj­ón króna upp í rúm­lega þrjár. Sindri er ákærð­ur í gagna­vers­mál­inu svo­kall­aða fyr­ir þjófn­að á 600 tölv­um sem hermt er að hafi ver­ið not­að­ar til þess að grafa eft­ir raf­mynt­inni Bitco­in. Sann­kall­að­ar sta­f­ræn­ar gull­gerð­ar­vél­ar og spurn­ing hvort Sindri hafi keypt sig laus­an með raf­klink­inu. Jafn­vel ein­fald­lega með því að leggja fram hand­fylli af USB-lykl­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.