Hvaða sví­virð­ing­ar segja menn um keis­ar­ann á fylle­ríi? Sögu­svið Góða dát­ans Svejk er ann­ar ára­tug­ur tutt­ug­ustu

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Góði dát­inn Svejk var ekki lengi að koma sér í vand­ræði gagn­vart leyni­lög­reglu­mann­in­um Bretschnei­der þeg­ar þeir hitt­ust á kaffi­hús­inu Bik­ar­inn í Vín­ar­borg. Það þurfti held­ur ekki mik­ið til. Sú ein­falda stað­hæf­ing Svejks, að fólk ætti það til að tala af van­virð­ingu um keis­ar­ann á fylle­rí­um, dugði til þess að leyni­lög­reglu­mað­ur­inn hand­tók hann—og lét sér ekki nægja það held­ur greip líka hinn orð­vara veit­inga­mann Pa­vi­lec og dró báða á lög­reglu­stöð­ina. Jafn­vel þótt Svejk hafi sjálf­ur tek­ið skil­merki­lega fram að hon­um fynd­ist keis­ar­inn alls ekki eiga það skil­ið að sagð­ar væru um hann sví­virð­ing­ar þá var hann auð­vit­að að storka ör­lög­un­um með því að gefa í skyn að hann hefði sam­úð með því að ann­að fólk væri svo óvand­að að virð­ingu sinni.

Borg­ar­leg mann­rétt­indi

ald­ar­inn­ar, sem er auð­vit­að löngu eft­ir að tján­ing­ar­frels­ið var fund­ið upp—en lengi fram­eft­ir öld­um gat fólk þó átt von á því að vera refs­að sér­stak­lega ef upp komst að það tal­aði illa um þjóð­ar­leið­toga og stjórn­völd. Slíkt er auð­vit­að ekki uppi á ten­ingn­um í dag á Vest­ur­lönd­um þar sem fólk er vernd­að í bak og fyr­ir af alls kon­ar mann­rétt­ind­um sem var­in eru í stjórn­ar­skrám og al­þjóð­leg­um sátt­mál­um. Það myndi því eng­um manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera hand­tek­inn ár­ið 2018 í Vín­ar­borg fyr­ir að segja við lög­reglu­mann að til sé fólk sem segi sví­virð­ing­ar um keis­ar­ann á fylle­rí­um.

Og það er líka eins gott. Ef það er ein­hver risa­stór lær­dóm­ur sem draga má af sög­unni—og ætti að vera til­tölu­lega óum­deild­ur—þá er það sá sann­leik­ur að hin svo­köll­uðu borg­ara­legu mann­rétt­indi eru mik­il­væg­ustu stoð­ir mann­væn­legs, frið­sams og sið­aðs sam­fé­lags. Þessi rétt­indi eru meira að segja mik­il­væg­ari held­ur en lýð­ræð­ið, þótt nán­ast sé óhugs­andi að ann­að geti þrif­ist til langs tíma án hins.

Kúg­un í þögn­inni

Af þess­um borg­ara­legu mann­rétt­ind­um er tján­ing­ar­frels­ið oft­ast tal­ið mik­il­væg­ast. Þeg­ar stjórn­völd ákveða að hefta með vald­boði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæm­is með sví­virð­ing­um um keis­ar­ann á fylle­rí­um—þá er tómt mál að tala um raun­veru­legt lýð­ræði, og býsna hætt er við að öll gagn­rýni á stjórn­völd og við­tekn­ar skoð­an­ir koðni fljótt nið­ur. Með því er skrúf­að fyr­ir upp­sprett­ur nýrra strauma í stjórn­mál­um, vís­ind­um og menn­ing­ar­lífi. Það er líka þannig í öll­um bók­mennt­um sem fjalla um harð­stjórn­ir og hörm­ung­ar­heima að þar er fólki refs­að harka­lega fyr­ir að tjá sig frjálst; og jafn­vel fyr­ir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meg­in­þema í bók­mennt­um á borð við 1984, Bra­ve New World og Far­en­heit 451—held­ur kveikti JK Rowl­ing á sömu peru þeg­ar hún ákvað að ill­menn­ið Voldemort væri svo mátt­ugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafn­ið hans upp­hátt held­ur tal­aði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefni­lega heil­mik­il kúg­un í því að þagga nið­ur í fólki; hvort sem kúg­ar­inn kem­ur fram í formi ref­sigl­aðra stjórn­valda, of­stopa­fulls múgs eða— sem oft­ast er—í óskil­greind­um ótta og sjálfs­rit­skoð­un.

Þetta veit fólk í harð­stjórn­ar­ríkj­um mæta­vel. Ef mað­ur hitt­ir unga stúd­enta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög var­lega um þar­lend stjórn­völd þang­að til þeir telja sig full­vissa um að hægt sé að treysta við­mæl­and­an­um. Þar vill eng­inn láta spyrj­ast um sig að hann segi sví­virð­ing­ar um keis­ar­ann á fylle­ríi.

Í Norð­ur-Kór­eu fæst ekki nokk­ur mað­ur til þess að láta í ljós ann­að en djúp­stæða lotn­ingu gagn­vart ein­vald­in­um. Og hvað má þá segja um Sá­di-Arab­íu? Þar beita stjórn­völd mis­kunn­ar­lausri kúg­un gegn öll­um þeim sem með sann­fær­andi mál­flutn­ingi geta ógn­að valdi kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Nú síð­ast hvarf Jamal Khashoggi, nafn­tog­að­ur gagn­rýn­andi stjórn­valda, eft­ir að hafa ver­ið ginnt­ur inn í ræð­is­manns­skrif­stofu Sá­di-Arab­íu í Ist­an­búl. Tyrk­nesk stjórn­völd þykj­ast full­viss um að þar hafi fimmtán manna hóp­ur frá sádi­ar­ab­ísk­um yf­ir­völd­um drep­ið mann­inn og bútað hann nið­ur. Þetta hef­ur ekki ver­ið sann­að, en flest bend­ir til þess að stjórn­völd í Riya­hd séu ekki bara sek um glæp­inn held­ur vilji gjarn­an aug­lýsa hann; öðr­um til varn­að­ar.

Tján­inga­frelsi fyr­ir fá­vita

Þótt all­ir geti lík­lega tek­ið und­ir mik­il­vægi tján­ing­ar­frels­is fyr­ir gagn­rýn­end­ur í harð­stjórn­ar­ríkj­um þá leyf­um við sam­bæri­legu frelsi stund­um að fara í taug­arn­ar á okk­ur þeg­ar okk­ur finnst illa far­ið með það. Þá læt­ur fólk sér ekki nægja að segja um þvælu­kennd­ar og heimsku­leg­ar deler­ing­ar á Face­book að mál­flutn­ing­ur­inn dæmi sig sjálf­ur—held­ur eru gerð­ar kröf­ur um refs­ing­ar og at­vinnum­issi. Þess­ar kröf­ur heyr­ast, og nást jafn­vel fram, þótt eng­in leið sé að líta á slíkt þrugl sem al­var­legt inn­legg í um­ræð­una held­ur eigi miklu meira skylt við óvar­legt og heimsku­legt tuð á fylle­rí­um á krám og kaffi­hús­um.

Tján­ing­ar­frels­ið er nefni­lega ekki mik­il­vægt af því það vernd­ar rétt sjón­ar­mið og kurt­eis­lega tján­ingu—held­ur af því það vernd­ar öll sjón­ar­mið og alla tján­ingu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.