Þá sjald­an að gagn hefði ver­ið af smá íhalds­semi

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Pawel Bartoszek borg­ar­full­trúi

Stund­um fer sam­fé­lag­ið fram úr sjálfu sér. Í ein­hverju hug­ar­ástandi fara menn að breyta lög­um og regl­um sem eru ekki vin­sæl en þjóna samt ein­hverj­um til­gangi. Á þannig stund­um ættu góð­ir íhalds­menn að biðja fólk um að telja á sér tærn­ar og hægja á.

Hvað sem menn vilja segja um upp­reist æru og óflekk­að mann­orð þá var þarna ákveð­ið kerfi sem gaf jafn­vel morð­ingj­um og verstu níð­ing­um færi á að setja ákveð­inn enda­punkt við for­tíð sína og end­ur­heimta öll sín borg­ara­legu rétt­indi. Það kann að vera óvin­sæl skoðun en sam­fé­lög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í hönd­un­um.

En þar sem nýt­ing kerf­is­ins of­bauð, að mörgu leyti rétti­lega, rétt­ar­vit­und þorra fólks þá var þetta kerfi af­num­ið. Það var gert með hraði án þess að nokk­uð ann­að væri sett í stað­inn. Rétt­ar­rík­ið, stjórn­ar­skrá­in, bann við aft­ur­virkni refs­inga, al­þjóð­leg­ar mann­rétt­inda­kröf­ur. Allt þetta var und­ir, og allt varð að ein­hverju leyti und­ir.

Ætli skoð­un­um Sig­ríð­ar And­er­sen sé nokk­ur grikk­ur gerð­ur með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dóms­mála­ráð­herra, vörð um klass­íska íhalds­semi í þess­um mál­um? Tal­aði hún um nauð­syn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á brems­unni? Ó, nei. Ekki að­eins var Sig­ríð­ur And­er­sen með í þess­ari lest­ar­ferð held­ur var hún sjálf í eim­reið­inni að hlaða kol­um í.

Lét semja hálft frum­varp

Svo lá henni á að af­nema upp­reist æru úr ís­lensku laga­safni að hún lét ráðu­neyt­ið sitt semja hálft frum­varp, þar sem tæk­in til að end­ur­heimta ým­is rétt­indi, t.d. kjörgengi í kosn­ing­um, voru af­num­in, án þess að ann­að fyr­ir­komu­lag kæmi í stað­inn.

Sjálf grein­ar­gerð­in með lög­un­um sem af­námu upp­reist æru sagði:

„Í dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu hef­ur ver­ið fjall­að um rétt ein­stak­linga til að bjóða sig fram í kosn­ing­um. Dóm­arn­ir veita leið­bein­ingu um að heim­ilt sé að mæla fyr­ir um viss­ar tak­mark­an­ir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé með­al­hófs við slík­ar tak­mark­an­ir og að þær séu ekki ótíma­bundn­ar. Í a.m.k. ein­um dómi frá 1991 var tal­ið að við­kom­andi þjóð­þingi bæri skylda til að hafa sér­staka ótíma­bundna tak­mörk­un til stöð­ugr­ar end­ur­skoð­un­ar. Verði frum­varp þetta sam­þykkt er því af­ar mik­il­vægt að stað­ið verði við áform um end­ur­skoð­un þeirra ákvæða sem mæla fyr­ir um tak­mark­an­ir á kjörgengi svo að ekki skap­ist hætta á því að geng­ið verði of nærri þeim rétt­ind­um manna sem hér eru til um­fjöll­un­ar.“

Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem grein­ar­gerð­ir frum­varpa úr ráðu­neyt­um bein­lín­is við­ur­kenna að sam­þykkt þeirra feli í sér brot á mann­rétt­ind­um.

Áhyggj­ur grein­ar­gerð­ar­inn­ar af eig­in frum­varps­texta reynd­ust ekki inni­stæðu­laus­ar. Ár er lið­ið,

Ráð­herr­ann flýtti sér eins og hún gat þeg­ar kom að því að af­nema ákveð­in rétt­indi fyrr­ver­andi saka­manna. En þeg­ar kom að því að veita þau aft­ur, þá virt­ist ekki liggja jafn­mik­ið á.

heilt lög­gjaf­ar­þing er lið­ið, heil­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar af­staðn­ar án þess að nokk­ur ný lög hafi lit­ið dags­ins ljós. Frum­varp­ið var ekki einu sinni lagt fram á sein­asta þingi. Þetta þýð­ir að eng­inn Ís­lend­ing­ur með meira en eins árs dóm á bak­inu gat boð­ið sig fram í kosn­ing­un­um. Þetta gerð­ist þrátt fyr­ir lof­orð um að ný lög um hvernig megi öðl­ast þessi rétt­indi aft­ur yrðu sam­þykkt í snatri.

Í með­för­um þings­ins var sett inn ákvæði um að laga­bálk­ur­inn um upp­reist æru tæki aft­ur gildi um ára­mót­in 2019 ef ekki verð­ur bú­ið að laga lög­in. Lík­leg­ast hefði líka átt að kippa því inn að all­ir fyrr­ver­andi fang­ar hefðu öðl­ast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráð­herr­ann myndi græja það en af því varð ekki. Ráð­herr­ann flýtti sér eins og hún gat þeg­ar kom að því að af­nema ákveð­in rétt­indi fyrr­ver­andi saka­manna. En þeg­ar kom að því að veita þau aft­ur, þá virt­ist ekki liggja jafn­mik­ið á.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.