Til­finn­ing­ar og eig­in­hags­mun­ir

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Lára G. Sig­urð­ar­dótt­ir lækn­ir og doktor í lýð­heilsu­vís­ind­um

Þeir eru þing­menn­irn­ir sem byggja vinnu­að­ferð­ir sín­ar á til­finn­ing­um eins og „[ég] ótt­ast ekki að allt fari á hlið­ina“og eig­in­hags­mun­um eins og „ég vil geta keypt hvít­vín á sunnu­degi þeg­ar mér dett­ur í hug að elda hum­ar.“

Nú gera þing­menn þess­ir enn aðra til­raun­ina til að koma vímu­efni í mat­vöru­búð­ir. Þá skipt­ir engu máli þótt Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in (WHO), Land­lækn­ir og aðr­ir heil­brigð­is­starfs­menn hvetji þá til að henda frum­varp­inu. Þá skipt­ir engu þótt Sam­göngu­stofa lýsi áhyggj­um af mik­illi aukn­ingu um­ferð­ar­slysa vegna vímu­efna­akst­urs. Þá skipt­ir engu þótt áfeng­isneysla sé al­geng­asta dánar­or­sök ungra karla í Evr­ópu. Og þá skipt­ir engu þótt meiri­hluti lands­manna vilji ekki áfengi í mat­vöru­versl­an­ir.

Þing­menn­irn­ir við­ur­kenna að áfeng­isneysla muni aukast en reyna að sann­færa okk­ur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á for­varn­ir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í áfeng­is- og vímu­efna­vörn­um til árs­ins 2020 kæm­ust þeir fljótt að því að tak­mörk­un á sölu áfeng­is (t.d. að selja áfengi í sér­versl­un­um en ekki mat­vöru­búð­um) er ár­ang­urs­rík­asta for­varn­ar­að­gerð­in! Sú stefna er ekki grip­in úr lausu lofti eins og til­finn­ing þing­mann­anna held­ur sam­rým-

Þing­menn­irn­ir við­ur­kenna að áfeng­isneysla muni aukast en reyna að sann­færa okk­ur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á for­varn­ir og fræðslu

ist vís­inda­leg­um stað­reynd­um sem unn­ið hef­ur ver­ið út frá í 40 ár hjá Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO).

Það er ógn­væn­legt til þess að hugsa að þing­menn kynni sér ekki nógu vel mál­efni sem þeir standa fyr­ir því eitt svona frum­varp get­ur vald­ið gríð­ar­legri aft­ur­för í lýð­heilsu lands­ins. Þing­menn eiga að afla þekk­ing­ar við vinnu sína líkt og aðr­ar stétt­ir sam­fé­lags­ins og gera grein­ar­mun á til­finn­ing­um og stað­reynd­um. Ef við vilj­um hafa um­hverfi okk­ar og sam­fé­lag sem heil­brigð­ast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skað­ann sem áfengi veld­ur sam­fé­lag­inu en ekki setja eig­in­hags­muni og til­finn­ing­ar fram fyr­ir hags­muni sam­fé­lags­ins og nið­ur­stöð­ur vís­inda­rann­sókna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.