Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Pírata fór í vett­vangs­ferð á fram­kvæmda­svæð­ið við Naut­hóls­veg

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - smj

100. Óhætt er að segja að framúr­keyrsla í kostn­aði og óhóf hafi vak­ið hörð við­brögð að und­an­förnu. Í for­grunni við Dóru Björt Guð­jóns­dótt­ur, odd­vita Pírata, eru hin marg­um­töl­uðu dönsku strá sem kostaði rúma millj­ón að kaupa og gróð­ur­setja.

Keypt­ar voru hönn­un­ar­ljósakrón­ur og lamp­ar af ís­lensku hönn­un­ar­fyr­ir­tæki í Dan­mörku fyr­ir bygg­ing­arn­ar við Naut­hóls­veg 100. Hönn­uð­ur­inn, Hrafn­kell Birg­is­son, seg­ir að keypt hafi ver­ið á bil­inu 40 til 50 ljós sem nú prýða hluta þeirra bygg­inga við bragg­ann um­tal­aða í Naut­hóls­vík sem til­bún­ar eru.

Í sund­urlið­un kostn­að­ar vegna fram­kvæmd­anna má sjá greiðslu í maí 2017 upp á 8.450 evr­ur til Berl­in­ord, sem er hönn­un­ar­stofa Hrafn­kels. Reikn­ing­ur­inn hljóð­ar upp á 956.619 krón­ur. Í heim­sókn borg­ar­stjórn­ar­flokks Pírata í bygg­ing­arn­ar mátti sjá hin glæsi­legu ljós prýða bygg­ing­arn­ar eins og með­fylgj­andi mynd sýn­ir.

Hrafn­kell hef­ur rætt hönn­un ljósalín­unn­ar í ís­lensk­um fjöl­miðl­um en í sam­tali við mbl.is fyr­ir rúmu ári greindi hann frá því ljósakrón­urn­ar hafi upp­haf­lega ver­ið hann­að­ar sem bök­un­ar­form en feng­ið nýtt líf nokkr­um ár­um síð­ar við góð­ar við­tök­ur.

Hrafn­kell seg­ir í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins að keypt hafi ver­ið á bil­inu 40-50 lamp­ar og ljós af hon­um vegna Naut­hóls­veg­ar. Út frá því má áætla að kostn­að­ur við hvert stykki sé á bil­inu 19-24 þús­und krón­ur.

Kostn­að­ur­inn við hina ýmsu þætti bragga­fram­kvæmd­ar­inn­ar hef­ur vak­ið hörð við­brögð að und­an­förnu, nú síð­ast voru það dönsk strá sem flutt voru inn með ærn­um til­kostn­aði. Strá sem lands­lags­arki­tekt­inn sagði við Fréttablaðið í gær að væri ætl­að að skapa strand­stemm­ingu.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Ljósakrón­ur Berl­in­ord prýða Naut­hóls­veg 100.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.