Hild­ur Björns­dótt­ir skrif­ar um skóla­mál.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Hild­ur Björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi

Ís­lenskt sam­fé­lag er í stöð­ugri þró­un. Íbúa­sam­setn­ing tek­ur reglu­leg­um breyt­ing­um. Hing­að flyst fólk af marg­vís­leg­um upp­runa, bak­grunn­ur­inn fjöl­breytt­ur og tungu­mál­in ólík. Ís­land er nú fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag. Sam­kvæmt mann­fjölda­töl­um Hag­stof­unn­ar eru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar nú 12% allra lands­manna. Inn­flytj­end­ur eru jafn­framt 18,6% allra starf­andi ein­stak­linga hér­lend­is. Fólk af er­lend­um upp­runa legg­ur sitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins. Það hef­ur sann­ar­lega auðg­að menn­ingu okk­ar og fjöl­breyti­leika. Þessu ber að fagna.

Staða barna af er­lend­um upp­runa er síð­ur fagn­að­ar­efni. Börn­in mæl­ast 23% lak­ar í ný­leg­um PISA-könn­un­um en börn af inn­lend­um upp­runa. Eins nýta börn­in síð­ur frí­stunda­styrki til tóm­stunda- og íþrótta­iðk­un­ar en tal­ið er að skipu­lagt frí­stund­astarf sé mik­il­vægt svo auka megi tíma barn­anna í ís­lensku mál­um­hverfi.

Hér­lend­is upp­lifa börn af er­lend­um upp­runa hvað mesta höfn­un inn­fæddra skóla­systkina sinna. Þetta kem­ur fram í ný­legri skýrslu um PISA könn­un­ina. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um má ætla að 15 ára ung­menni af fyrstu kyn­slóð inn­flytj­enda muni eiga erfitt með að upp­fylla per­sónu­leg­ar, náms­leg­ar og sam­fé­lags­leg­ar þarf­ir sín­ar hér­lend­is. Þetta er veru­legt áhyggju­efni. Nið­ur­stöð­urn­ar eru vís­bend­ing um að gera þurfi bet­ur og bæta þurfi að­lög­un barn­anna í skóla­kerf­inu.

Sam­fé­lags­breyt­ing­ar í átt að aukn­um menn­ing­ar­leg­um fjöl­breyti­leika kalla á breyt­ing­ar í skóla­starfi. Við verð­um að tryggja börn­um af er­lend­um upp­runa þá kennslu og þjón­ustu sem þeim reyn­ist nauð­syn­leg. Mik­il­vægt er að þeim séu veitt skil­yrði til að að­lag­ast sam­fé­lag­inu og njóta sams kon­ar gæða í mennt­un og skóla­starfi og önn­ur börn. Þeim þarf að tryggja ár­ang­urs­ríka ís­lensku­kennslu og sér­staka að­stoð við fé­lags­lega að­lög­un.

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi næsta þriðju­dag mun Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bera upp til­lögu um að­gerð­ir í þágu barna af er­lend­um upp­runa. Mál­ið er brýnt. Taka þarf stefnu­mark­andi ákvörð­un svo unnt verði að vinna mark­visst að jöfn­um tæki­fær­um til náms fyr­ir öll börn í borg­inni, óháð upp­runa.

Hér­lend­is upp­lifa börn af er­lend­um upp­runa hvað mesta höfn­un inn­fæddra skóla­systkina sinna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.