Hljóm­sveit­in 13 tungl held­ur sína fyrstu tón­leika.

Hljóm­sveit­in 13 tungl held­ur sína fyrstu tón­leika í kvöld, í Eld­borg í Hörpu. Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi slökkvi­liðs­stjóri Reykja­vík­ur, hef­ur feng­ið eð­al­l­ista­fólk til liðs við sig.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - gun@fretta­bla­did.is

Við höf­um ver­ið að und­ir­búa þessa tón­leika frá því í fe­brú­ar. Nú er kom­ið að þeim,“seg­ir Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi slökkvi­liðs­stjóri Reykja­vík­ur, sem stofn­aði hljóm­sveit­ina 13 tungl. Hún held­ur tón­leika í Eld­borg­ar­sal Hörpu í kvöld sem hefjast klukk­an 20.30. Þar verða flutt lög og text­ar eft­ir Hrólf, Ragn­ar Jón son hans og Kristján Kristjáns­son, bet­ur þekkt­an sem KK, sem er einn af gest­um tón­leik­anna.

Hrólf­ur er sjálf­ur söngv­ari með band­inu og kveðst hafa feng­ið til liðs við sig úr­vals fólk, há­mennt­að í tónlist. „Þetta fólk er bú­ið að búa til ótrú­leg­an hljóð­heim í kring­um lög­in okk­ar,“seg­ir hann hrif­inn. Við vor­um með Jakob Frím­ann á æf­ingu í fyrra­dag og hann keyrði mig heim. Hann sagði: „Þetta er nú miklu betra en ég hafði gert mér grein fyr­ir, spurn­ing hvort ég geti ekki kom­ið meira inn í þetta hjá ykk­ur úr því ég er þarna hvort sem er,“og það er bú­ið að bæta einu pí­anósólói á hann. – En hann fær ekk­ert að segja fyrr en í rest­ina, ég er bú­inn að stilla því þannig upp!“seg­ir

hann prakk­ara­lega og bæt­ir við: „Við er­um sko góð­ir vin­ir og eins ég og KK.“

Hrólf­ur var 24 ár í Slökkvi­liði Reykja­vík­ur, þar af 13 ár sem stjórn­andi. Hann kveðst hafa feng­ist við laga- og texta­smíð­ar í frí­stund­um seinni ár­in. „Ég sem allt á gít­ar. Grín­ast stund­um með það að ég sé svo ómús­ík­alsk­ur að ég geti ekki lært hljóma eft­ir aðra, held­ur verði alltaf að hafa þá á blaði fyr­ir fram­an mig. Þess vegna hafi ég far­ið út í það að búa til eig­in lög. Þá bara spila ég lag­ið eins og það var sam­ið og þeir hljóm­ar sem þar koma fyr­ir hafa al­veg geng­ið upp, því ég hef spil­að með at­vinnu­tón­list­ar­mönn­um.“

Þó að þetta séu fyrstu tón­leik­ar 13 tungla þá hef­ur Hrólf­ur áð­ur kom­ið fram sem tón­list­ar­mað­ur. „Í gegn­um tíð­ina hef ég alltaf ver­ið að leika mér. Við vor­um með hljóm­sveit í Slökkvi­lið­inu sem hét Eld­band­ið, það kom fram ann­að slag­ið. Svo gaf ég út plötu 2010, þá setti ég sam­an hljóm­sveit og við héld­um tón­leika í Tjarn­ar­bíói sem tók­ust ágæt­lega. 2014 gerði ég disk með syni mín­um og þá varð til band sem var með út­gáfu­tón­leika í Sögusafn­inu.“

Hann seg­ir þörf­ina fyr­ir að semja hafa far­ið vax­andi eft­ir alda­mót­in „Ég flutti til Dan­merk­ur og bjó þar í eitt ár, þá urðu til mörg lög því þar skap­að­ist svig­rúm til að semja. Ég hjól­aði mik­ið þar og hef kom­ist að því að það hef­ur mjög góð áhrif á heila­bú­ið. Ég er að lesa núna bók sem heit­ir Ein­stein and the Art of Mind­ful Cycl­ing. Ein­stein hæl­ir hjól­reið­um mik­ið og seg­ir að þar fái hann sín­ar bestu hug­mynd­ir. Þeg­ar mað­ur hjól­ar ryðst öll vit­leys­an út úr heil­an­um og heil­mik­ið rými verð­ur til fyr­ir skap­andi hugs­an­ir.“

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Hrólf­ur með hluta hóps­ins sem kem­ur fram á tón­leik­un­um í Hörpu í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.