Hild­ur vill fleiri kven­kyns laga­smiði og held­ur nám­skeið.

Tón­list­ar­kon­an Hild­ur hef­ur snú­ið sér í aukn­um mæli að laga­smíð­um fyr­ir aðra tón­list­ar­menn. Henni hafa borist ótal fyr­ir­spurn­ir um starf­ið og því brá hún á það ráð að halda nám­skeið í fag­inu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Stef­ant­hor@ fretta­bla­did.is

Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir seg­ir að á síð­ustu ár­um hafi líf henn­ar og vinna tek­ið tölu­verð­um breyt­ing­um en hún hef­ur snú­ið sér meira að laga­smíð­um. „Líf mitt sem tón­list­ar­kona er bú­ið að breyt­ast svo­lít­ið – ég er bú­in að vera að semja svo­lít­ið mik­ið fyr­ir aðra lista­menn. Ég skrif­aði und­ir samn­ing sem laga­höf­und­ur við er­lent fyr­ir­tæki þannig að ég er bú­in að vera að ferð­ast svo­lít­ið mik­ið út í verk­efni og „writ­ing camps“. Á ferð­um mín­um hef ég ver­ið að setja inn mynd­ir og story á Insta­gram og fæ rosa­lega mik­ið af spurn­ing­um frá fólki í kjöl­far­ið: fólk vill vita hvað ég er að gera, hvernig mað­ur get­ur kom­ist í þetta og orð­ið laga­höf­und­ur. Ég tók eft­ir að þetta kom mik­ið frá stelp­um í tónlist og hugs­aði með mér að það væri rosa­leg­ur áhugi og ákvað í stað­inn fyr­ir að vera alltaf að svara þess­um spurn­ing­um aft­ur og aft­ur að halda nám­skeið í laga­smíð­um,“seg­ir Hild­ur en hún hef­ur nú hald­ið tvö nám­skeið í laga­smíð­um fyr­ir kon­ur í tónlist. Hún seg­ir hugs­un­ina á bak við það að hafa nám­skeið­in fyr­ir kon­ur hafa til dæm­is sprott­ið af því að þeg­ar tölur frá STEF séu skoð­að­ar megi sjá að kon­ur fái inn­an við 10% af greidd­um stef­gjöld­um.

„Ég held að kon­ur þurfi smá spark í rassinn sem lagahöfundar og að það þurfi að breyta þess­um töl­um að­eins. Það er mjög mik­ið af hæfi­leika­rík­um kon­um þarna úti – en ég held að ástæð­an

ÉG HELD AÐ KON­UR ÞURFI SMÁ SPARK Í RASSINN SEM LAGAHÖFUNDAR OG AÐ ÞAÐ ÞURFI AÐ BREYTA ÞESS­UM TÖL­UM AЭEINS.

fyr­ir þess­um lágu töl­um sé oft sú að þær eru að­eins hrædd­ari við að mistak­ast en strák­arn­ir. Ég er ekki að al­hæfa, þetta er bara eitt­hvað sem ég hef tek­ið eft­ir; mjög klár­ar stelp­ur sem þora ekki að setja efn­ið sitt út.“

Hild­ur seg­ir að eft­ir að hún hafi ákveð­ið að halda nám­skeið og sett út aug­lýs­ingu hafi mjög fljót­lega selst upp á það, því sé al­veg klárt mál að áhug­inn sé fyr­ir hendi.

„Ég er að fara að byrja að bóka næsta nám­skeið og þetta hef­ur vak­ið góða at­hygli. Strák­ar eru líka bún­ir að senda mér skila­boð og segja að þeir vilji líka svona nám­skeið – það er al­veg pæl­ing. Ég meina, það er ekki eins og ég hati karla,“seg­ir Hild­ur hlæj­andi, „held­ur vildi ég bara reyna að leið­rétta þenn­an halla.“

Ekki eru nein­ar al­gild­ar regl­ur þeg­ar kem­ur að góð­um laga­smíð­um að sögn Hild­ar en hún seg­ist að­al­lega vera að kenna hvernig eigi að gera popp­lag.

„Lag­ið þarf að vera gríp­andi, það þarf að vera frek­ar ein­falt og eitt­hvað sem fólk fær á heil­ann, mað­ur þarf að átta sig á hvaða hljóð­heim mað­ur er að vinna með – mörg eiga erfitt með átta sig á hvernig tónlist þau vilja gera og eru svo­lít­ið „lost“í því og það stopp­ar þau. Svo er það mjög mik­il­vægt að gera hug­mynda­ríka hluti svo mað­ur sé ekki að gera al­veg eins og all­ir hinir.“

Þó að Hild­ur sé mik­ið í laga­smíð­um fyr­ir aðra þessa dag­ana er hún þó ekki hætt að taka upp tónlist sjálf, þvert á móti. Fyr­ir stuttu kom út lag­ið Pict­ure Per­fect frá henni og næsta lag kem­ur í nóv­em­ber.

„Ég er ný­bú­in að gefa út fyrsta lag af nýrri EP-plötu sem er á leið­inni. Ég er að fara í það að dæla út lög­um á næst­unni. Það er mjög gam­an því að það er langt síð­an ég gaf út síð­ast. Þetta er að­eins öðru­vísi en það sem ég hef ver­ið að gera en við­tök­ur við fyrsta lag­inu hafa ve rið góð­ar.“

Hild­ur tek­ur við skrán­ingu á næstu nám­skeið á tölvup ó stf ang­ið hi­hild­ur@gmail. com.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Hild­ur vill að fleiri kon­ur dembi sér út í laga­smíð­ar og held­ur því nám­skeið í fag­inu fyr­ir kon­ur.

Nokkr­ar af bestu laga­höf­und­um kvenna. Svala, Ragga Gísla, Dolly Part­on og Tayl­or Swift.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.