Heið­urskonsúll okk­ar og spill­ing­in í Búlgaríu

Fréttablaðið - - NEWS -

Um mitt síð­asta ár fjall­aði Fréttablaðið um spill­ingu í Búlgaríu og konu sem gerð var að heið­urs­ræð­is­manni fyr­ir Ís­land ár­ið 2006, Tsvetel­inu Boris­lavovu. Hún er fyrr­ver­andi unn­usta for­sæt­is­ráð­herra lands­ins og hef­ur ít­rek­að ver­ið orð­uð við pen­inga­þvætti og skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Rætt var við At­an­as af því til­efni og hann hafði þetta að segja: „Boris­lavova er klass­ískt dæmi um það sem gerð­ist hér eft­ir að komm­ún­ism­inn leið und­ir lok. Þá var land­ið í raun­inni tek­ið yf­ir af skipu­lögð­um glæpaklík­um. Við­skiptaelít­an auðg­að­ist gríð­ar­lega á þess­um ár­um með ólög­leg­um að­ferð­um og keypti sér svo frið­helgi. Spill­ing­in í Búlgaríu er mjög mik­il og dóms­kerf­ið er í mol­um vegna þess.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.