Gríð­ar­leg vinna að taka stöð­una á leik­mönn­un­um

Fréttablaðið - - SPORT - – iþs

Tals­verð­ar breyt­ing­ar eru á ís­lenska karla­lands­lið­inu í hand­bolta sem mæt­ir Grikklandi og Tyrklandi í undan­keppni EM 2020 síð­ar í mán­uð­in­um.

Guð­jón Val­ur Sig­urðs­son gaf ekki kost á sér af per­sónu­leg­um ástæð­um og sömu sögu er að segja af Theo­dóri Sig­ur­björns­syni. Þá hef­ur Vign­ir Svavars­son lagt lands­liðs­skóna á hill­una.

Þrír korn­ung­ir leik­stjórn­end­ur eru í hópn­um; Hauk­ur Þr­ast­ar­son (17 ára), Gísli Þor­geir Kristjáns­son (19 ára) og Elv­ar Örn Jóns­son (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörð­ur Vikt­or Gísli Hall­gríms­son er einnig í hópn­um.

„Flest­ir leik­mann­anna eru í mjög góðu standi. Ég hef ver­ið í per­sónu­legu sam­bandi við suma þeirra og þjálf­ara þeirra. Svo fylgj­umst við með þeim. Það er gríð­ar­leg vinna að taka stöð­una á þeim,“sagði Guð- mund­ur í sam­tali við Fréttablaðið í gær en leik­menn ís­lenska liðs­ins eru dreifð­ir víðs veg­ar um Evr­ópu.

Sig­valdi Guð­jóns­son fær tæki­færi í ís­lenska hópn­um en þessi örv­henti horna­mað­ur hef­ur gert góða hluti með norska lið­inu El­ver­um.

„Hann var fyrst hjá Bjerr­ing­bro/ Sil­ke­borg og mað­ur sá hann þar þótt hann hafi ekki ver­ið í stóru hlut­verki. Síð­an flutti hann sig yf­ir til År­hus. Þar sá ég meira af hon­um og hreifst af ýms­um þátt­um í hans leik. Hann hef­ur spil­að af­skap­lega vel með El­ver­um í Meist­ara­deild­inni. Við vild­um skoða hann að þessu sinni,“sagði Guð­mund­ur.

Línu­menn­irn­ir sem hann valdi í hóp­inn að þessu sinni, Ág­úst Birg­is­son, Arn­ar Freyr Arn­ars­son og Ým­ir Örn Gísla­son, hafa litla lands­liðs­reynslu og Guð­mund­ur seg­ir að kyn­slóða­skipti séu að eiga sér stað í þess­ari stöðu. „Það er ný­ir menn að taka við kefl­inu í þess­ari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“sagði Guð­mund­ur.

Fyr­ir ut­an að vinna leik­ina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guð­mund­ur að ís­lenska lið­ið taki skref fram á við í þeim, enda stytt­ist óð­fluga í heims­meist­ara­mót­ið.

„Ég vil sjá okk­ur þróa leik okk­ar og bæta okk­ur á öll­um svið­um. Við þurf­um að ná betri tök­um á varn­ar­leikn­um og fá meira ör­yggi í hann,“sagði Guð­mund­ur. Hann hef­ur greint um­spils­leik­ina gegn Lit­há­en síð­asta haust í þaula og seg­ir ís­lenska lið­ið geta bætt ým­is­legt í sín­um leik. „Leik­irn­ir gegn Lit­há­en voru mjög erf­ið­ir. Hluti af þeim var mjög góð­ur en síð­an komu kafl­ar sem ég var mjög óhress með,“sagði Guð­mund­ur.

Ís­lenska hóp­inn má sjá í heild sinni á vef Frétta­blaðs­ins, fretta­bla­did.is.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Guð­mund­ur á blaða­manna­fund­in­um í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.