Al­gjör lít­ilsvirð­ing

Stöðu­verð­ir segja frá of­beldi, hót­un­um og al­gjörri lít­ilsvirð­ingu sem þeir fá frá sam­borg­ur­um sín­um fyr­ir það eitt að sinna starfi sínu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Stöðu­verð­ir hafa eft­ir­lit með gjald­skyld­um bíla­stæð­um og leggja gjald á þau öku­tæki sem ekki hafa greitt fyr­ir bíla­stæði. Einnig hafa stöðu­verð­ir eft­ir­lit með öku­tækj­um sem lagt er ólög­lega og sinna eft­ir­liti með virkni gjald­mæla.

Starf stöðu­varða útheimt­ir mik­il sam­skipti við al­menn­ing en það er ekki endi­lega alltaf ein­falt. Frá því greina þrír stöðu­verð­ir sem bl­aða­mað­ur fær að hitta gegn nafn­leynd. Tvær kon­ur og einn karl. Sem við skul­um kalla Mar­gréti, Jó­hönnu og Ein­ar.

Mar­grét hef­ur unn­ið sem stöðu­vörð­ur í um fjög­ur ár. Jó­hanna hef­ur svip­að­an starfs­ald­ur. Ein­ar hef­ur lengst­an starfs­ald­ur og hef­ur unn­ið sem stöðu­vörð­ur í nærri því ára­tug.

Stöðu­verð­irn­ir geta ekki tal­að við blaða­mann nema gegn full­um trún­aði. Ástæð­an er sú að þeir verða fyr­ir stöð­ugri áreitni vegna vinnu sinn­ar, hót­un­um og jafn­vel of­beldi. Yfir­mað­ur þeirra leggst al­far­ið gegn því að þeir tali und­ir nafni.

Þau sjálf út­skýra að þótt þau vilji ræða hrein­skiln­is­lega um veru­leika sinn þá búi þau við svo mikla áreitni að þau treysti sér hrein­lega ekki til þess. Mar­grét glím­ir við kvíða í kjöl­far hót­ana og áreitni og hef­ur þurft að sækja sér að­stoð hjá sál­fræð­ingi vegna starfs síns.

Mar­grét: Ég held að flest­ir skilji hvers vegna við get­um ekki kom­ið fram und­ir nafni.

Ein­ar seg­ir margt hafa breyst frá því að hann hóf störf. Tækn­in dragi lít­il­lega úr áreitn­inni sem stöðu­verð­ir verða fyr­ir.

Ein­ar: Tækn­in og mæl­arn­ir hafa breyst mik­ið. Allt til hins betra og tækn­in styð­ur bet­ur við okk­ar störf. Þeg­ar við fór­um að nota sím­ana þá gat mað­ur út­skýrt fyr­ir fólki og sagt: Nei, ég get ekki tek­ið þetta til baka. Gjald­ið er far­ið í heima­bank­ann, ég get ekk­ert gert fyr­ir þig núna. Áð­ur þá bað fólk mann um að rífa mið­ana og það var allt reynt.

Jó­hanna: Eldri karl­ar sem muna gamla kerf­ið eru viss­ir í sinni sök. Þú get­ur víst tek­ið þetta til baka. Það er allt hægt. Þeir skilja ekki að þeir fá ekki leng­ur sínu fram­gengt en reyna samt.

Fékk ekki hjálp frá lög­reglu

Mar­grét: Einu sinni leit­aði ég til lög­reglu. Vegna manns sem greip í mig og hélt mér fastri. Öskr­aði á fé­laga sinn að ég væri nýja kær­ast­an sín. Ég ákvað að greina lög­reglu frá þessu því mér var mjög brugð­ið. Þar fékk ég að heyra að það væri ekki ólög­legt að snerta fólk. Ég fékk enga hjálp frá lög­regl­unni þó að þetta hafi ver­ið skráð í kerf­ið hjá þeim.

Ég hef líka feng­ið líf­láts­hót­un. Það var fyrstu vik­una í starfi. Ég bauð manni sem hafði lagt bíln­um þvert upp á gang­stétt góð­an dag­inn. Má bjóða þér að færa þig? spurði ég hann og benti á fjölda auðra bíla­stæða á móti. Þar voru svona fimm­tíu auð bíla­stæði. Hann fer út úr bíln­um og seg­ir við mig: Ef þú kem­ur við bíl­inn minn þá drep ég þig. Kær­ast­an hans brást öðru­vísi við, reidd­ist hon­um og færði bíl­inn.

Hrækja, öskra og æpa

Fékkstu stuðn­ing hér?

Mar­grét: Já, ég fékk stuðn­ing frá vinnu­fé­lög­um mín­um. Á það get ég alltaf treyst. En næst þeg­ar ég þarf að tala við rann­sókn­ar­lög­reglu­mann þá tek ég ein­hvern með mér. Ég fann að ég var greini­lega ekki nógu sterk til þess að deila við rann­sókn­ar­lög­reglu­mann um hvort hót­an­irn­ar og áreitn­in væru til­efni til þess láta lög­reglu vita.

Jó­hanna: Lög­regl­an ger­ir ekki neitt. Ég er að fara að skrifa á bíl sem hef­ur ver­ið lagt upp á miðja gang­stétt. Það er mað­ur hang­andi á glugga á ann­arri hæð að mála. Sér mig og byrj­ar að hrópa til mín hræði­leg fúkyrði. Ég læt sem ég

taki ekki eft­ir því og held áfram að bíln­um. Þá kem­ur hann hlaup­andi nið­ur til mín og byrj­ar að öskra og æpa. Þú ert alltaf að skrifa á bíl­inn minn. Þetta er einka­lóð­in mín og ég má al­veg leggja hér. Hann held­ur svona áfram og hræk­ir svo tvisvar á mig. Það eru tvö vitni að þessu sem koma samt ekki til mín fyrr en hann er far­inn. Þeim þyk­ir þetta mið­ur og biðja mig af­sök­un­ar fyr­ir hans hönd. All­an tím­ann hugsa ég: Af hverju kom­ið þið ekki út að að­stoða mig? Ég kom í vinn­una í sjokki og segi yf­ir­manni mín­um frá því hvað hafi skeð. Þau segja mér að fara heim. Það var samt ákveð­ið að ég skyldi kæra at­vik­ið.

Ég fékk svip­uð við­brögð og hún. Ég fékk hring­ingu frá lög­regl­unni dag­inn eft­ir. Og sagt að þar sem ég hefði eng­in vitni þá væri ekk­ert hægt að gera. Ertu ekki sátt? Er þetta ekki bara í fína lagi? spurði lög­reglu­mað­ur­inn. Ég var hissa og greindi yf­ir­manni mín­um frá sím­tal­inu. Yfir­mað­ur minn hafði strax sam­band við lög­regl­una og ég var þá boð­uð í skýrslu­töku dag­inn eft­ir.

Þá sagði hann enn og aft­ur að ég hefði ekki vitni. Ég ít­rek­aði að þarna hefðu ver­ið tvö vitni og hann sagð­ist reyna að tala við ann­að þeirra. Við­brögð­in sem við fá­um eru: Æi, byrja þau að væla. Mig lang­aði svo að benda þeim á að við vær­um í raun og veru að vinna þeirra vinnu. Létta þeim störf­in. En ég þagði.

Mar­grét: Við ber­um hins veg­ar fulla virð­ingu fyr­ir störf­um lög­reglu­manna og vilj­um hafa þá í góðu sam­bandi við okk­ur. Við þurf­um að geta treyst á þá. Það er mik­il­vægt að taka fram að það eru alls ekki all­ir lög­reglu­menn sem haga sér svona.

Hef­ur hræði­leg áhrif á sál­ar­líf­ið

ÞAÐ ER HRÆÐILEGT AÐ LÁTA HRÆKJA Á SIG. EN ÞAÐ ER LÍKA HRÆÐILEGT AÐ LÁTA ÖSKRA Á SIG UM HÁBJARTAN DAG. ÞÚ HEF­UR EKKI TILVERURÉTT, HELVÍTIÐ ÞITT. HÁLFVITI.

Jó­hanna: Það er hræðilegt að láta hrækja á sig. En það er líka hræðilegt að láta öskra á sig um hábjartan dag. Þú hef­ur ekki tilverurétt, helvítið þitt. Hálfviti. Ógeð. Þetta hef­ur hræði­leg áhrif á sál­ar­líf­ið.

Mar­grét: Ég held að stór hluti okk­ar sem er­um að vinna hér sé á kvíða­lyfj­um. Við er­um að glíma við ein­hvers kon­ar kvíða og stund­um þung­lyndi. Það er þannig séð tak­mark­að hvað við fá­um af að­stoð. Við fá­um einn til tvo sál­fræði­tíma eft­ir svona at­vik.

Jó­hanna: Mér hef­ur aldrei ver­ið boð­ið það en kannski ég at­hugi mál­ið. Að fá á sig svona sví­virð­ing­ar og fá svo svona lág laun.

Ein­ar: Ég held að það sé verra að vera kona í þessu starfi. En mér var einu sinni hót­að líf­láti. Þetta var ein­hver fast­eigna­sali sem öskr­aði á eft­ir mér að hann ætl­aði að stúta mér. Einu sinni vor­um við tveir sam­an á bíl. Einn þeirra sem fengu á sig gjald elti okk­ur og keyrði í veg fyr­ir bíl­inn okk­ar til að stöðva okk­ur. Fólk geng­ur svo ótrú­lega langt. Við fór­um til lög­regl­unn­ar og gáf­um skýrslu þar sem skil­aði auð­vit­að engu.

Mar­grét: Það hef­ur bara einu sinni að ég held ver­ið sak­fellt fyr­ir árás á stöðu­vörð. Þetta er erfitt. Mað­ur er í sam­skipt­um við ein­hvern og mað­ur sér það ekki fyr­ir hvenær mann­eskja er að fara að snappa.

Jó­hanna: Í Bretlandi var gerð til­raun og lög­reglu­mönn­um á götu­vakt út­hlut­að mynda­vél­um. Það dró stór­lega úr árás­um og áreitni. En við meg­um ekki vera með mynda­vél­ar, Persónuvernd bann­ar það al­far­ið.

Minni áreitni á vet­urna

Stöðu­verð­ir eru úti í öll­um veðr­um og leggja ekki nið­ur störf nema að gef­in hafi ver­ið út storm­við­vör­un og al­menn­ing­ur var­að­ur við að vera á ferð.

Jó­hanna: Við er­um mjög vel út­bú­in og fá­um hlýj­an fatn­að þannig að við kipp­um okk­ur ekki upp við vond veð­ur. Ég man reynd­ar eft­ir því þeg­ar ég var að byrja að eitt haust­ið lögð­ust marg­ar lægð­ir yf­ir land­ið trekk í trekk. Held þær hafi orð­ið 27. Þá vor­um við tvisvar eða þrisvar heima við. Þótt við hefð­um sett miða á bíl­rúð­ur þá hefðu þeir bara fok­ið af.

Mar­grét: Mér finnst vet­urn­ir betri árs­tími. Ég get ver­ið meira klædd, þá sést minna í lík­ama minn. Þá hríð­fell­ur kyn­ferð­is­leg áreitni í minn garð.

Tvær mín­út­ur eru teygj­an­legt hug­tak

Hver er frum­leg­asta af­sök­un­in sem þið hafi heyrt?

Jó­hanna: Það er allt und­ir sól­inni. Mann lang­ar stund­um að segja: Fyr­ir­gefðu, en heyr­ir þú í sjálf­um þér?

Mar­grét: Mér finnst stund­um eins og fólk sé ekk­ert frum­legt. Mað­ur fær að heyra það sama aft­ur og aft­ur. Ég var bara í burtu í tvær mín­út­ur. Ég var að sækja pen­ing.

Jó­hanna: Tvær mín­út­ur eru teygj­an­legt hug­tak í okk­ar starfi. Fólk veit ekki að við göng­um

stund­um fram hjá, tök­um mynd. Svo kom­um við til baka 10 mín­út­um seinna og þá skrif­um við gjald. Þá kem­ur fólk öskr­andi og seg­ir, ég var að leggja hér og var bara að ná í pen­ing.

Mar­grét: En stund­um er fólk ósköp ein­lægt. Sér­stak­lega yngra fólk. Ég man eft­ir strák sem hafði lagt bíln­um hálf­um upp á stétt. Ég var kom­in til að sekta og hann horfði á mig hvolpa­aug­um og sagð­ist vera ný­bú­inn að fá bíl­próf­ið. Hann væri hrika­lega lé­leg­ur í að leggja. Þá kenndi ég hon­um að leggja bíln­um, bakka í stæð­ið. Sem hann og gerði og fékk ekki gjald.

Áreita og ógna

Jó­hanna: Sið­ferði fólks er stund­um mjög ábóta­vant og allra leið­in­leg­ast í okk­ar starfi er að grípa full­frískt fólk í stæði fyr­ir fatl­aða. Ég man sér­stak­lega eft­ir manni sem lagði í stæði fyr­ir fatl­aða við Laug­ar­dals­höll. Hann var með dótt­ur sína í fram­sæt­inu. Fyr­ir aft­an voru um það bil 200 laus stæði á bíla­plani. Þessi mað­ur rök­ræddi hins veg­ar við mig þeg­ar ég sagð­ist myndu þurfa að skrifa á hann gjald og sagð­ist samt ætla að leggja bíln­um í stæð­ið. Hvað var þessi fað­ir að kenna dótt­ur sinni? Mað­ur spyr sig.

Það er líka bann­að að stöðva í stæði fyr­ir fatl­aða. Fólk stöðv­ar oft bíl­inn uppi á stétt eða í stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða og held­ur að það sé í full­um rétti. En það er bæði bann­að að stöðva og leggja.

Ein­ar: Nei, ég þekki minn rétt, hef­ur fólk stund­um sagt við mann þega það hef­ur stöðv­að bíl­inn í stæði fyr­ir fatl­aða.

Mar­grét: Og sum­ir juða bíln­um fram og til baka og þræta fyr­ir. Segj­ast þá hvorki hafa lagt bíln­um né stöðv­að. En það gild­ir ekki.

Jó­hanna: Þá hugs­ar mað­ur auð­vit­að, ertu fimm ára? Allt þetta rugl til að sleppa við að setja fimm­tíukall í stöðu­mæli eða ganga stutta vega­lengd? Mað­ur hrist­ir bara haus­inn. Ég hef oft ver­ið að velta því fyr­ir mér að ef fólk myndi beita þess­ari orku og hug­viti, sem það not­ar að finna þess­ar smugur til að kom­ast hjá því að setja í stöðu­mæli eða sleppa við sekt, til að gera eitt­hvað gagn­legt þá væri þjóð­fé­lag­ið í góð­um mál­um.

Við er­um öll sam­mála um það hér að það eru helst karl­ar á aldr­in­um fimm­tíu til sjö­tugs sem áreita og ógna. Þeir eru mestu dón­arn­ir. En því mið­ur eru stund­um eldri kon­ur líka dóna­leg­ar við okk­ur.

Mar­grét: Já, þetta eru eig­in­lega alltaf karl­ar á þess­um aldri og mað­ur finn­ur fyr­ir því hvað þeir líta nið­ur á mann. En ég hef líka lent í leið­ind­um við eldri kon­ur. Okk­ur finnst eldri kyn­slóð­in sýna meiri lít­ilsvirð­ingu. Og oft al­gjöra lít­ilsvirð­ingu.

Und­an­tekn­ing­in

Að minnsta kosti á ein­um stað í Reykjavík gera stöðu­verð­ir ekk­ert veð­ur út af því þeg­ar fólk öskr­ar á þá. Það er við Land­spít­al­ann við Hr­ing­braut.

Mar­grét: Þetta er erf­ið­asta hverf­ið í Reykjavík. Ég hef oft lent í því að fólk verð­ur reitt og þarf að fá út­rás. Þá tek ég því bara og leyfi fólki að öskra á mig. Við skilj­um hvernig fólki líð­ur. En þetta er sárt.

Jó­hanna: Þarna er fólk að fara í geislameð­ferð við lífs­hættu­leg­um sjúk­dómi og þarna er­um við góð­ir boxpúð­ar. Það er lít­ið sem mað­ur get­ur sagt og fólk vill ekki hlusta. Þetta eru til­finn­ing­ar fólks og það þarf að fá út­rás.

Vinátta og frelsi

Hvað er gott við að vera stöðu­vörð­ur? Það er ekki nema eðli­legt að bl­aða­mað­ur spyrji að því.

Jó­hanna: Mér finnst gott að ganga um Reykjavík. Ég sé alltaf eitt­hvað áhuga­vert og tek oft mynd­ir af skemmti­leg­um hlut­um sem ég sé. Það eru svo marg­ir fald­ir gim­stein­ar í borg­inni sem eng­inn veit um.

Mar­grét: Það sem held­ur mér í þessu starfi er fólk­ið sem er að vinna hér. Við er­um öll góð­ir vin­ir. Ég held að ástæð­an sé sú að við upp­lif­um stund­um að sam­fé­lag­ið sé á móti okk­ur. Við þurf­um oft að tala um það sem ger­ist. Við er­um sam­held­inn hóp­ur.

Ég gæti held­ur ekki ver­ið í vinnu þar sem ég þyrfti að vera inni á sama stað á hverj­um degi. Ég vil hafa frelsi, ég er líka mik­ill dýra­vin­ur og klappa öll­um kis­um sem verða á vegi mín­um. Dýr­in dæma ekki.

Jó­hanna: Það er líka ákveð­ið frelsi og sveigj­an­leiki sem fæst í starf­inu þrátt fyr­ir að vinnu­dag­ur­inn sé lang­ur, frá 9-18. Ef þú þarft að skreppa til lækn­is, ekk­ert mál. Tann­lækn­is, ekk­ert mál. Það get­ur kom­ið sér vel.

Ein­ar: Það er gott að ráða sér sjálf­ur. Við fá­um út­hlut­að hverfi í hverri viku sem við sjá­um svo um. Það er eng­inn yfir­mað­ur að horfa yf­ir öxl­ina á okk­ur. Við er­um alltaf á ró­legu rölti og ég nýti tím­ann og hlusta á góð hlað­vörp. Sum­ir hlusta á hljóð­bæk­ur.

Þannig að það eru marg­ir víð­lesn­ir stöðu­verð­ir á ferð?

Ein­ar: Já, held­ur bet­ur.

Lyk­ill­inn sem gleymd­ist

Eig­ið þið ein­hverja skemmti­lega sögu úr starf­inu?

Ein­ar: Alla vega eina áhuga­verða. Einu sinni gleymdi stöðu­mæla­vörð­ur sem var að tæma kass­ana lykl­in­um í. Ein­hver tók hann og gekk svo á milli stöðu­mæla í borg­inni í ein­hvern tíma á eft­ir. Það var nú smá has­ar á skrif­stof­unni þá.

Mar­grét: Og ekki má gleyma fólk­inu sem kem­ur okk­ur til að­stoð­ar. Ég var að skrifa stöðu­brota­gjald á bíl uppi á miðri gang­stétt þeg­ar eig­andi bíls­ins ógn­aði mér. Hellti sér yf­ir mig og öskr­aði há­stöf­um. Þá kom kona á hjóli og hvessti sig við mann­inn: Hættu að áreita fólk í vinn­unni. Hon­um var mjög brugð­ið.

Dugði þetta?

Mar­grét: Nei, hann hélt áfram þeg­ar hún var far­in, elti mig nið­ur göt­una og hélt áfram að drulla yf­ir mig. En ég er svo þakk­lát henni. Það lin­ar áfall­ið og dreg­ur úr lít­ilsvirð­ing­unni þeg­ar fólk kem­ur manni svona til hjálp­ar.

Og hverj­ir eru í upp­á­haldi hjá ykk­ur?

Mar­grét: Það er hressa fólk­ið sem tek­ur því sem við segj­um. Rífst ekki. Mest yngra fólk á milli tví­tugs og þrí­tugs. Það not­ar oft húm­or­inn og veit upp á sig sök­ina.

Ein­ar: Það er líka ein­staka sinn­um sem fólk hrós­ar eða heils­ar vina­lega. Það er fínt.

Jó­hanna: Fólk sem býr við göt­ur þar sem er mik­ill átroðn­ing­ur bíla er vana­lega bara af­ar glatt að sjá okk­ur mæta á vett­vang.

Jó­hanna: Við höf­um oft velt því fyr­ir okk­ur af hverju stöðu­verð­ir eru ekki hluti af lög­reglu­liði. Þannig er það víða. Við fengj­um meiri virð­ingu. Við er­um stund­um spurð: Af hverju færðu þér ekki al­menni­lega vinnu.

Hverju svar­ið þið þá? Jó­hanna: Ég svara alltaf því til að ég sé í al­menni­legri vinnu þótt starf okk­ar væri betra ef fólk kæmi vel fram við okk­ur og ef laun­in væru hærri.

Ef þú kem­ur við bíl­inn minn þá drep ég þig.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Mað­ur sér ekki fram á það hvenær mann­eskja er að fara að snappa.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Allt þetta rugl til að sleppa því að setja fimm­tíukall í stöðu­mæli eða ganga stutta vega­lengd?“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.