Lít­ið eft­ir en allt stopp í bragga

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

„Það er fram­kvæmda­stopp. Hins veg­ar er ekki mik­ið eft­ir,“seg­ir Bjarni Brynj­ólfs­son, upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, um stöðu fram­kvæmd­anna við Naut­hóls­veg 100.

Hin end­ur­byggðu hús við Naut­hóls­veg hafa í dag­legu tali ver­ið köll­uð „bragg­inn“en hann er þó að­eins þriðj­ung­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar. Um er að ræða bragga, skemmu og svo­kall­að náð­hús auk nýrr­ar tengi­bygg­ing­ar.

„Að­eins á eft­ir að ljúka frá­gangi við fyr­ir­lestra­sal­inn eða náð­hús­ið svo­kall­aða,“seg­ir Bjarni um hverju sé ólok­ið. Að­spurð­ur hvenær áætl­uð verklok séu virð­ist það óljóst. „Fram­hald­ið er ekki klárt.“

Upp­haf­leg kostn­að­ar­áætl­un verk­efn­is­ins hljóð­aði upp á 158 millj­ón­ir en fram­kvæmt hef­ur ver­ið fyr­ir 415 millj­ón­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.