Seg­ir marg­ar áhersl­ur hjá SGS ríma við stefnu stjórn­valda

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir stjórn­völd til­bú­in til að liðka fyr­ir kjara­samn­ing­um. Marg­ar af kröf­um SGS gagn­vart stjórn­völd­um rími við stefn­una en heild­ar­mynd­in liggi ekki fyr­ir þar sem ekki séu all­ar kröf­ur komn­ar fram. Fram­kvæmda­stjóri Norð­lenska seg­ir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

„Kjara­samn­ing­ar eru auð­vit­að á milli verka­lýðs­fé­laga og at­vinnu­rek­enda en við höf­um sagt að við sé­um reiðu­bú­in til þess að liðka fyr­ir þeim. Þarna eru á ferð­inni kröf­ur frá einu fé­lagi og fleiri eiga eft­ir að koma með sín­ar kröf­ur þannig að heild­ar­mynd­in ligg­ur ekki fyr­ir,“seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra um kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) gagn­vart stjórn­völd­um vegna kom­andi kjara­við­ræðna.

Katrín seg­ir að marg­ar af áhersl­un­um sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórn­völd hafi ver­ið að gera. „Þarna er tölu­verð áhersla lögð á skatt- og bóta­kerf­ið og þær áhersl­ur ríma að ein­hverju leyti við að­gerð­ir okk­ar sem fram koma í fjár­laga­frum­varp­inu. Þar er hægt að nefna hækk­un barna­bóta fyr­ir þá tekju­lægstu og hækk­un per­sónu­afslátt­ar um­fram neyslu­vísi­tölu.“

Þá hafi stjórn­völd boð­að heild­ar­end­ur­skoð­un á skatt- og bóta­kerf­inu og sam­spili þeirra.

„Svo legg­ur Starfs­greina­sam­band­ið áherslu á laga­legt um­hverfi vinnu­mark­að­ar­ins. Það er sömu­leið­is eitt­hvað sem við höf­um þeg­ar grip­ið til að­gerða vegna. Fé­lags­mála­ráð­herra hef­ur tek­ið þessi mál upp á sína arma og far­ið í sam­ráð við að­ila vinnu­mark­að­ar um hvað þurfi að gera.“

Katrín seg­ir að hús­næð­is­mál­in hafi ver­ið lyk­il­þátt­ur við gerð síð­ustu samn­inga og stjórn­völd séu áfram op­in fyr­ir því sam­tali. „Ég get líka nefnt kostn­að­ar­þátt­töku al­menn­ings í heil­brigðis­kerf­inu. Það rím­ar við það sem við er­um að gera og sést með­al ann­ars í fjár­mála­áætl­un.“

Eins og fram hef­ur kom­ið eru helstu kröf­ur SGS gagn­vart at­vinnu­rek­end­um hækk­un lægstu launa í 425 þús­und á mán­uði við lok samn- ings­ins og að al­menn­ar hækk­an­ir verði krónu­tölu­hækk­an­ir.

Ág­úst Torfi Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri kjötvinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Norð­lenska á Akur­eyri, seg­ir ekki raun­hæft að fyr­ir­tæki geti stað­ið und­ir mik­illi við­bót­ar­aukn­ingu á kaup­mætti launa­fólks. Ger­ist það verði af­leið­ing­arn­ar fyr­ir sam­fé­lag­ið ekki endi­lega góð­ar. Störf gæti tap­ast þar sem of dýrt verði að fram­leiða vör­ur hér.

„Launa­kostn­að­ur er mjög hár í okk­ar geira og launa­hlut­fall­ið hjá fyr­ir­tæki eins og okk­ar sem á í sam­keppni við er­lenda vöru hef­ur hækk­að mjög mik­ið und­an­far­in ár. Nú er svo kom­ið, og ég held það eigi við um mörg fyr­ir­tæki, að sam­keppn­is­hæfn­in hef­ur skerst mjög mik­ið og auk­inn launa­kostn­að­ur er stór þátt­ur í því sem hef­ur rýrt hana.“

Hann seg­ist að sama skapi vilja laun­þeg­um allt það besta en hlut­irn­ir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lif­að mann­sæm­andi lífi af laun­un­um sín­um. Kaup­mátt­ar­aukn­ing­in hef­ur ver­ið mjög mik­il en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“

Þarna eru á ferð­inni kröf­ur frá einu fé­lagi og fleiri eiga eft­ir að koma með sín­ar kröf­ur þannig að heild­ar­mynd­in ligg­ur ekki fyr­ir.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

SGS legg­ur áherslu á hækk­un lægstu launa og set­ur fram kröf­ur um að­gerð­ir stjórn­valda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.