Heim­ilt að birta skrána en óvíst með að­ferð­ina

Yfir­lit yf­ir tekj­ur allra full­orð­inna Ís­lend­inga fyr­ir ár­ið 2016 eru að­gengi­leg­ar á tekj­ur.is. Mál­ið er til skoð­un­ar bæði hjá Rík­is­skatt­stjóra og Persónuvernd. Áð­ur úr­skurð­að að óheim­ilt sé að miðla upp­lýs­ing­um úr skatt­skrá gegn greiðslu.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - joli@fretta­bla­did.is

Til skoð­un­ar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Rík­is­skatt­stjóra (RSK) hvort vef­síða sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um laun lands­manna starfi í sam­ræmi við lög og regl­ur. Sam­kvæmt lög­um um tekju­skatt er heim­ilt að birta op­in­ber­lega upp­lýs­ing­ar úr skatt­skrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki ligg­ur hins veg­ar fyr­ir hvort hver sem er hafi þá heim­ild.

Vef­síð­an tekj­ur.is fór í loft­ið í gær en þar er hægt að fletta upp upp­lýs­ing­um um laun allra Ís­lend­inga, sem náð hafa fjár­ræðis­aldri, fyr­ir ár­ið 2016. Upp­lýs­ing­arn­ar á síð­unni byggj­ast ekki á álagn­ing­ar­skrá RSK held­ur skatt­skrá en hún inni­held­ur álagð­an tekju­skatt hvers gjald­anda eft­ir að leyst hef­ur ver­ið úr öll­um kær­um sem ber­ast vegna álagn­ing­ar­skrár. Upp­lýs­ing­arn­ar á síð­unni sýna því ekki tekj­ur síð­asta árs held­ur árs­ins 2016.

„Þetta kom okk­ur jafn mik­ið á óvart og flest­um öðr­um. Þetta er ekki á veg­um RSK og okk­ur al­gjör­lega óvið­kom­andi,“seg­ir Sn­orri Ol­sen rík­is­skatt­stjóri. Hann seg­ir að starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar hafi feng­ið fregn­ir af mál­inu í fjöl­miðl­um líkt og flest­ir aðr­ir.

Að­spurð­ur hvort vinnsla sem þessi úr skatt­skrá sé heim­il seg­ir Sn­orri að það sé í skoð­un. Það liggi fyr­ir í tekju­skatts­lög­um að op­in­ber birt­ing á upp­lýs­ing­um um álagða skatta sam­kvæmt skatt­skrá sé heim­il en ekki liggi ljóst fyr­ir hvort hver sem er hafi þá heim­ild. Þá þurfi einnig að skoða mál­ið í sam­hengi við nýju per­sónu­vernd­ar­lög­in, GDPR, sem tóku gildi á ár­inu. Að auki þurfi að skoða birt­ing­ar­hátt­inn en net­ið var ekki í huga þings­ins ár­ið 1984 þeg­ar lög­in voru sett.

Mál er varða birt­ingu álagn­ing­ar- og skatt­skrár hafa bæði rat­að til eft­ir­lits­stofn­ana sem og dóm­stóla. Í áliti um­boðs­manns Al­þing­is frá 1995 kom með­al ann­ars fram að „ótví­rætt og óum­deilt“væri að heim­ilt væri að birta upp­lýs­ing­ar úr skatt­skrá. Aðr­ar regl­ur giltu hins veg­ar um álagn­ing­ar- skrár. Ár­ið 2013 komst PSV síð­an að þeirri nið­ur­stöðu að Cred­itIn­fo væri óheim­ilt að af­rita upp­lýs­ing­ar úr skatt­skrá með það að mark­miði að selja áskrif­end­um sín­um upp­lýs­ing­arn­ar. Í gegn­um tíð­ina hafa skatt­skrár síð­an ver­ið gefn­ar út á bókar­formi en téð­ir út­gef­end­ur hafa getað far­ið til RSK, feng­ið skrána af­henta, af­rit­að hana og gef­ið út.

„Við höf­um feng­ið ábend­ing­ar um þessa síðu og er kunn­ugt um hana. Það er í lög­um heim­ild til að gefa skatt­skrána út í heild sinni en spurn­ing­in er hvort ljóst sé hver hef­ur þá heim­ild. Það þurfa að vera til stað­ar skýr­ar heim­ild­ir fyr­ir vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga,“seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri PSV.

Fé­lag­ið Visku­brunn­ur ehf. stend­ur að baki síð­unni en fé­lag­ið var upp­haf­lega í eigu KPMG Legal, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is KPMG. Í svari frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að KPMG stofni fé­lög og selji þau við­skipta­vin­um og Visku­brunn­ur sé slíkt fé­lag. Eft­ir að söl­una beri KPMG enga ábyrgð.

Fréttablaðið reyndi ít­rek­að að ná í Jón Ragn­ar Arn­ar­son, stjórn­ar­mann Visku­brunns og starfs­mann A4, og Víði Pét­urs­son, vara­mann í stjórn, prókúru­hafa fé­lags­ins og út­gef­anda þing­eyska mið­ils­ins Skarps, bæði í síma og með tölvu­pósti. Eng­in svör feng­ust.

Það er í lög­um heim­ild til að gefa skatt­skrána út í heild sinni en spurn­ing­in er hvort ljóst sé hver hef­ur þá heim­ild.

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Sn­orri Ol­sen rík­is­skatt­stjóri seg­ir hina nýju og dul­ar­fullu tekju­síðu nú vera til skoð­un­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.