Dýr deila um eigna­fyr­ir­komu­lag lagna og frá­rennsl­is

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – jóe

Deila um eigna­fyr­ir­komu­lag á frá­rennsl­is- og skól­p­lögn­um Bústaða­vegs 99-101 end­aði með dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þess efn­is að um sam­eign hús­eig­enda væri að ræða. Mál­ið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 millj­ón­ir í máls­kostn­að.

Hús­ið sem um ræð­ir er tveggja hús­núm­era fjöleign­ar­hús, byggt ár­ið 1956, með fjór­um íbúð­um, tveim­ur íbúð­um á hvoru hús­núm­eri. Eig­end­ur aust­ur­hluta húss­ins töldu að lagn­ir húss­ins væru sér­eign hvers um sig en eig­end­ur vest­ur­hlut­ans að um sam­eign allra eig­end­anna fjög­urra væri að ræða.

Lagn­ir í aust­ur­hlut­an­um voru end­ur­nýj­að­ar að mestu ár­ið 2014 en ár­ið 2015 töldu eig­end­ur vest­ur- hlut­ans rétt að lag­færa þær sín meg­in. Aust­ur­hluta­eig­end­ur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostn­aði sem af því hlaust og var dómsmál því höfð­að.

Stefn­end­ur máls­ins, eig­end­ur vest­ur­hlut­ans, létu dóm­kveðja mats­mann til að meta ástand lagn­anna. Því mati vildu hinir eig­end­urn­ir ekki una og fóru fram á yf­ir­mat. Var það nær sam­hljóða því fyrra um að lagna­kerf­in væru að mestu að­skil­in, við­hald væri að­kallandi og að við­gerð aust­ur­hlut­ans ár­ið 2014 hefði ekki ver­ið full­nægj­andi.

Í nið­ur­stöðu dóms­ins sagði að þó kerf­in væru að mestu að­skil­in þá rynnu frá­rennsli regn­vatns og að­koma að stofn­lögn sam­an. Van­ræksla hluta kerf­is­ins væri til þess fall­in að raska hags­mun­um allra. Sann­gjarn­ast væri fyr­ir heild­ina að meta kerf­ið sem eina heild og að kostn­að­ur við við­gerð skipt­ist jafnt nið­ur á eig­end­ur eft­ir hlut­fallstölu eign­ar­hluta. Kröfu um að nauð­syn­legt væri að ráð­ast í við­gerð­ir var hins veg­ar vís­að frá dómi.

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Fjór­ar íbúð­ir eru í hús­inu á Bústaða­vegi 99 og 101.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.