Ósátt við að jarð­streng­ur verði ónýtt­ur

Jarð­streng­ur Landsnets um Dýra­fjarð­ar­göng verð­ur ekki tek­inn í notk­un fyrr en fimm ár­um eft­ir að hann er til­bú­inn til notk­un­ar. Vest­firð­ing­ar af­ar ósátt­ir við til­hög­un­ina. Af­hend­ingarör­yggi raf­magms er verst á Vest­fjörð­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR sveinn@fretta­bla­did.is

Óánægju gæt­ir á Vest­fjörð­um með áætl­un Landsnets um að taka í notk­un jarð­streng í gegn­um Dýra­fjarð­ar­göng fimm ár­um eft­ir að hann hef­ur ver­ið lagð­ur í jörð. Gísli Ei­ríks­son verk­fræð­ing­ur vek­ur máls á þessu í pistli sín­um á vef Bæj­ar­ins besta og skor­ar á Landsnet að hefjast þeg­ar handa þannig að teng­ing verði virk ár­ið 2020. Landsnet seg­ir nokkr­ar ástæð­ur liggja að baki því að jarð­streng­ur­inn verði ekki tek­inn strax í notk­un.

„Það er með ólík­ind­um að streng­ur­inn verði ekki tek­inn í notk­un um leið og hann er til­bú­inn til notk­un­ar. Á með­an þurf­um við að búa við ótryggt ástand þeg­ar kem­ur að af­hend­ingarör­yggi raf­orku. Við er­um undr­andi á þess­um áform­um og skor­um á Landsnet að breyta af­stöðu sinni,“seg­ir Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða.

Dýra­fjarð­ar­göng munu liggja á milli Arn­ar­fjarð­ar og Dýra­fjarð­ar og koma í stað nú­ver­andi veg­ar yf­ir Hrafns­eyr­ar­heiði og rjúfa þannig vetr­arein­angr­un norð­an­verðs Arn­ar­fjarð­ar. Vest­fjarða­veg­ur mun Vest­firð­ing­ar furða sig á því að þurfa að bíða fimm ár til að geta tek­ið til­bú­inn jarð­streng í Dýra­fjarð­ar­göng­um í notk­un.

stytt­ast um 27,4 kíló­metra. Sam­hliða á að leggja jarð­streng í gegn­um göng­in til að auka af­hend­ingarör­yggi í fjórð­ungn­um. Ra­f­orku­ör­yggi á svæð­inu er það minnsta á Íslandi. Fram­kvæmd­um lýk­ur 2020. Streng­ur­inn verð­ur ekki tek­inn í notk­un fyrr en fimm ár­um síð­ar.

Jarð­streng­ur í Dýra­fjarð­ar­göng­um leys­ir af veð­ur­fars­lega erf­ið­an kafla flutn­ings­línu Breiða­dals­línu 1 um Flata­fjall. At­huga­semd barst frá Vest-

fjörð­um vegna máls­ins: „Ósk­að er að þessu verk­efni verði hrað­að þannig að úr­bæt­ur í flutn­ings­kerfi nýt­ist strax og þær liggja fyr­ir.“

Landsnet seg­ir hins veg­ar að þeir ætli ekki í mál­ið fyrr en að af­skrift­ar­tíma Breiða­dals­línu 1 lýk­ur 2025. „Breiða­dals­lína 1 er frá ár­inu 1975 og er því 42 ára göm­ul, en hlut­ar henn­ar yngri. Afskrift­ar­tími loftlína er 50 ár. Það eru nokkr­ar megin­á­stæð­ur fyr­ir því að ekki stend­ur til að taka jarð­streng­inn í notk­un um leið og jarð­göng­in á milli Dýra­fjarð­ar og Arn­ar­fjarð­ar verða til­bú­in,“seg­ir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráð­ist var í verk­efn­ið á þess­um tíma­punkti. Hún er ein­göngu sú að nýta þann glugga sem opn­að­ist við fram­kvæmd Vega­gerð­ar­inn­ar við jarð­göng­in, en verk­efn­ið hefði ann­ars ekki ver­ið á áætl­un Landsnets á þess­um tíma­punkti.“

Það er með ólík­ind­um að streng­ur­inn verði ekki tek­inn í notk­un um leið og hann er til­bú­inn.

Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.