Hægri­flokk­ur­inn vill stýra einn

Illa geng­ur að mynda rík­is­stjórn í Svíþjóð nú þeg­ar rúm­ur mán­uð­ur er lið­inn frá kosn­ing­um. Leið­togi stærsta flokks hægri­blokk­ar­inn­ar legg­ur til að flokk­ur­inn myndi minni­hluta­stjórn einn síns liðs.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP thorgnyr@fretta­bla­did.is

Ulf Kristers­son, leið­togi sænska Hægri­flokks­ins (Modera­terna), sagði í gær að flokk­ur hans væri til­bú­inn til þess að mynda einn minni­hluta­stjórn án að­komu hinna flokk­anna í hægri­blokk­inni. Kristers­son lagði til að hinir hægri­flokk­arn­ir gætu var­ið stjórn­ina van­trausti. Stjórn­mála­skýrend­ur í Svíþjóð töldu þetta út­spil Kristers­sons til þess gert að kom­ast hjá því að vinna með Sví­þjóð­ar­demó­kröt­um.

Rúm­ur mán­uð­ur er nú lið­inn frá kosn­ing­um og enn hef­ur ekki tek­ist að mynda stjórn. Ein­fald­asta út­skýr­ing­in er sú að hvorki hægriné vinstri­blokk­in náði meiri­hluta þar sem þjóð­ern­is­hyggju­flokk­ur­inn Sví­þjóð­ar­demó­krat­ar náði 62 þing­sæt­um.

„Hvorki Sví­þjóð­ar­demó­krat­ar né Vinstri­flokk­ur­inn ættu að hafa nokkra að­komu að rík­is­stjórn,“sagði Kristers­son í langri Face­book-færslu. Vinstri­flokk­ur­inn fékk 21 sæti og er hluti af vinstri­blokk­inni.

Nokkr­ir þing­menn og sitj­andi ráð­herr­ar í starfs­stjórn Jafn­að­ar­manna­flokks­ins, stærsta flokks vinstri­blokk­ar­inn­ar, höfn­uðu þess­ari til­lögu Kristers­sons í gær. „Með þess­ari til­lögu sýn­ir Kristers­son sitt rétta and­lit. Hann vill mynda hægri­stjórn með stuðn­ingi öfga­manna. Sú stjórn hefði minnsta um­boð nokk­urr­ar rík­is­stjórn­ar í fjöru­tíu ár og væri sú hægris­inn­að­asta í níu­tíu ár,“sagði Morg­an Johans­son inn­an­rík­is­ráð­herra í tísti.

Jimmie Åkes­son, leið­togi Sví­þjóð­ar­demó­krata, sagði að til­lag­an væri út í hött. „Það er al­gjör­lega órök­rétt að við mynd­um styðja mynd­un rík­is­stjórn­ar sem gef­ur það út að við fengj­um ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálf­sögðu ekki ger­ast.“

Þing­menn og leið­tog­ar hinna hægri­flokk­anna, Mið­flokks­ins, Frjáls­lynda flokks­ins og Kristi­legra demó­krata, höfðu lít­ið tjáð sig um til­lögu Kristers­sons þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un í gær.

Michael Arthurs­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, sagði þó við sænska rík­is­út­varp­ið, SVT, að það væri óheppi­legt að rætt væri um slík­ar til­lög­ur á op­in­ber­um vett­vangi. Þær ætti frek­ar að ræða inn­an hægri­blokk­ar­inn­ar.

Heim­ild­ar­mað­ur úr Frjáls­lynda flokkn­um sagði hins veg­ar við Expressen að til­laga Kristers­sons ylli flokks­mönn­um áhyggj­um. Færsla Kristers­sons hefði kom­ið Jan Björk- lund for­manni á óvart og að það væri und­ar­leg taktík að ræða ekki við for­mann­inn áð­ur en slík færsla væri birt.

Andreas Nor­lén, for­seti þings­ins og þing­mað­ur Hægri­flokks­ins, gaf Kristers­son stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið þann 2. októ­ber síð­ast­lið­inn. Um­boð­ið gild­ir til tveggja vikna og hef­ur Kristers­son því frest fram á þriðju­dag til að mynda rík­is­stjórn.

Til­lögu Ulfs Kristers­son hef­ur ekki ver­ið vel tek­ið en illa geng­ur að mynda rík­is­stjórn í Svíþjóð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.