Úkraínu­kirkja sjálf­stæð frá þeirri rúss­nesku

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Kirkju­þing rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar und­ir stjórn patrí­ark­ans í Ist­an­búl, trú­ar­leið­toga um 300 millj­óna safn­að­ar­barna og eig­in­legs æðsta manns rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar, ákvað í gær að úkraínska rétt­trún­að­ar­kirkj­an fengi sjálf­stæði frá hinni rúss­nesku. Mál­ið á sér langa sögu en kirkj­an í Rússlandi hef­ur alltaf lagst gegn að­skiln­að­in­um. Hald­ið því fram að um yrði að ræða stærsta klofn­ing kristn­inn­ar í þús­und ár eða allt frá því rétt­trún­að­ar­kirkj­an klauf sig frá hinni kaþólsku.

En þótt Úkraínu­menn hafi marg­ir hverj­ir vilj­að kljúfa sig frá rúss­nesku kirkj­unni hef­ur deil­an harðn­að til muna frá því að Rúss­ar inn­lim­uðu Krímskaga ár­ið 2014 og átök brut­ust út í Aust­ur-Úkraínu. Hafa Úkraínu­menn til að mynda sak­að rúss­nesku rétt­trún­að­ar­kirkj­una um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja að­skiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta Úkraínu.

Petró Póró­sj­en­kó, for­seti Úkraínu, sagði í gær að ákvörð­un patrí­ark­ans og kirkju­þings­ins væri til þess fall­in að vekja yf­ir­völd í Moskvu af al­ræð­is­draum­um sín­um. „Þetta snýst um sjálf­stæði okk­ar, þjóðarör­yggi og al­þjóða­stjórn­mál­in eins og þau leggja sig,“sagði for­set­inn.

NORDICPHOTOS/AFP

Ákvörð­un­inni var inni­lega fagn­að í Úkraínu í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.