Skoða Twitt­ernjósn­ir

Sam­fé­lags­mið­ill­inn neit­ar að af­henda rann­sak­anda upp­lýs­ing­ar um vökt­un not­enda. Twitter gæti átt yf­ir höfði sér tug­millj­óna evra sekt vegna máls­ins.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR TÆKNI - thorgnyr@fretta­bla­did.is

Banda­ríski sam­fé­lags­mið­ill­inn Twitter sæt­ir nú rann­sókn per­sónu­vernd­ar­yf­ir­valda á Ír­landi vegna þess að mið­ill­inn neit­ar því að upp­lýsa not­end­ur um hvaða upp­lýs­ing­ar fyr­ir­tæk­ið skrá­ir þeg­ar not­and­inn smell­ir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vef­síðu Fortu­ne í gær.

Þeg­ar not­end­ur setja hlekki í tíst sín breyt­ir Twitter hlekkn­um með stytt­inga­kerfi sínu, t.co. Á hjálp­ar­síðu Twitter seg­ir að þetta sé gert svo fyr­ir­tæk­ið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berj­ast gegn dreif­ingu tölvu­veira á sam­fé­lags­miðl­in­um.

Michael Veale, netör­ygg­is­mál­a­rann­sak­andi hjá Uni­versity Col­l­e­ge í Lund­ún­um, sagði í sam­tali við Fortu­ne að hann grun­aði að Twitter safn­aði þó enn frek­ari upp­lýs­ing­um þeg­ar not­end­ur smella á hlekki. Mögu­lega nýtti sam­fé­lags­mið­ill­inn stytt­inga­kerfi sitt til þess að fylgja not­end­um á vafri þeirra og skilja eft­ir svo­kall­að­ar vafra­kök­ur (e. cookies).

Evr­ópu­sam­band­ið sam­þykkti nýja lög­gjöf um með­ferð per­sónu­legra gagna ár­ið 2016 og tók hún gildi í maí síð­ast­liðn­um. Með til­komu lög­gjaf­ar­inn­ar, sem kall­ast Al­menna per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­in, eða ein­fald­lega GDPR, get­ur hver not­andi kraf­ið vef­fyr­ir­tæki um all­ar þær upp­lýs­ing­ar sem vef­ur­inn hef­ur safn­að um not­and­ann. Þetta gerði Veale en Twitter neit­aði því að út­vega upp­lýs­ing­ar sem safn­að er við það þeg­ar smellt er á hlekki.

Bar því fyr­ir sig að söfn­un þeirra gagna væri flók­in og erf­ið og sagði að GDPR heim­il­aði neit­un á þeim grund­velli. Veale er hins veg­ar á þeirri skoð­un að Twitter rangtúlki lög­gjöf­ina.

Veale kvart­aði svo til írskra per­sónu­vernd­ar­yf­ir­valda og seg­ir Fortu­ne frá því að á fimmtu­dag­inn hafi rann­sókn á mál­inu haf­ist. Evr­ópsk­ar höf­uð­stöðv­ar Twitter, líkt og annarra tæknifyr­ir­tækja á borð við Google, Face­book, Microsoft og Paypal, eru á Ír­landi. Nán­ar til­tek­ið í Dyfl­inni. Þess vegna var kvört­un­in send inn þar í landi.

Kom­ist yf­ir­völd á Ír­landi að þeirri nið­ur­stöðu að Twitter hafi brot­ið gegn GDPR-lög­gjöf­inni gæti fyr­ir­tæk­ið átt yf­ir höfði sér allt að tutt-

ugu millj­óna evra sekt, eða sekt sem nem­ur fjór­um pró­sent­um ár­legr­ar veltu ef sú upp­hæð er hærri. Sé mið­að við veltu Twitter á síð­asta ári eru fjög­ur pró­sent um 83 millj­ón­ir evra, and­virði 11 millj­arða króna.

Áð­ur hafði Veale kvart­að yf­ir því að Face­book hafi neit­að að af­henda sam­bæri­leg gögn. Sama írska stofn­un­in hef­ur það mál nú til rann­sókn­ar.

Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera per­sónu­vernd­ar­mál­ið sem Face­book glím­ir nú við. Per­sónu­vernd­ar­yf­ir­völd á Ír­landi rann­saka til að mynda leka á upp­lýs­ing­um fimm­tíu millj­óna not­enda og gæti fyr­ir­tæk­ið átt yf­ir höfði sér 1,4 millj­arða evra sekt í mál­inu. Það sam­svar­ar um 190 millj­örð­um króna.

NORDICPHOTOS/AFP

Ef ásak­an­ir á hend­ur Twitter reyn­ast rétt­ar gæti fyr­ir­tæk­ið þurft að greiða him­in­háa sekt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.