Ekki bendá mig

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­in@fretta­bla­did.is

Bragga­mál­ið er fyr­ir­ferð­ar­mik­ið í um­ræð­unni. Fólki blöskr­ar að með skatt­fé sé far­ið af slíkri van­virð­ingu. Mál­ið er birt­ing­ar­mynd stærri vanda. All­ir vita að ástands­skoð­un á ekki að kosta 30 millj­ón­ir og all­ir sjá fá­rán­leik­ann í því að flytja inn plönt­ur sem eru á hverju strái hér­lend­is. Fólk sér að borg­in er kom­in langt út fyr­ir hlut­verk sitt með að standa í fram­kvæmd­um af þessu tagi. Veit­inga­menn eiga ein­fald­lega að stand­setja hús­næði sitt sjálf­ir.

Þess vegna hef­ur bragg­inn snert streng í borg­ar­bú­um.

Áætlan­ir borg­ar­inn­ar virð­ast ít­rek­að að engu hafð­ar. Bragg­inn og Mat­höll­in við Hlemm eru ný­leg dæmi. Í því fyrra nem­ur kostn­að­ur hing­að til tæp­lega hálf­um millj­arði króna. Verk­inu er ekki lok­ið. Í báð­um til­vik­um er kostn­að­ur um þreföld upp­haf­leg áætl­un. Dæmi um óráðs­íu eru vafa­laust fleiri. Von­andi kem­ur þetta allt upp á yf­ir­borð­ið.

Í Reykjavík er inn­heimt hæsta lög­leyft út­svar. Eng­ar gjald­skrár­lækk­an­ir hafa orð­ið hjá Orku­veit­unni eft­ir for­dæma­laus­ar hækk­an­ir sem kynnt­ar voru sem tíma­bundn­ar neyð­ar­ráð­staf­an­ir á ár­un­um eft­ir hrun. Ný­leg fjár­hags­spá Orku­veit­unn­ar boð­ar að greidd­ur verði út arð­ur til borg­ar­inn­ar upp á 14 millj­arða næstu ár­in.

Borg­ar­yf­ir­völd láta sér með öðr­um orð­um ekki nægja hið hefð­bundna út­svar held­ur seil­ast þau líka í vasa út­svars­greið­enda gegn­um heim­il­is­reikn­ing­ana.

Einnig má halda því til haga að und­an­far­in ár hef­ur ríkt for­dæma­laust góðæri á Íslandi. Blik­ur eru á lofti í efna­hags­mál­um. Borg­ar­yf­ir­völd hafa hins veg­ar lát­ið hjá líða að búa í hag­inn fyr­ir mögru ár­in. Skuld­ir borg­ar­sjóðs juk­ust um 45% á síð­asta kjör­tíma­bili.

Bragg­inn virð­ist ekki vera und­an­tekn­ing held­ur hluti af stærri mynd – sem sýn­ir svart á hvítu að fjár­mála­stjórn hjá Reykja­vík­ur­borg er stór­lega ábóta­vant.

Meiri­hlut­inn reyndi lengst af að þegja Bragga­mál­ið í hel, þrátt fyr­ir að full­trú­ar minni­hlut­ans hefðu leit­að skýr­inga á óhóf­leg­um kostn­aði á mörg­um stig­um máls­ins, líkt og Örn Þórð­ar­son borg­ar­full­trúi benti á í grein í blað­inu í vik­unni.

Í því ljósi eru stöðu­upp­færsl­ur borg­ar­stjóra og koll­ega hans und­an­farna daga, þar sem þau koma af fjöll­um og boða að mál­ið verði rann­sak­að, aumk­un­ar­verð­ar.

Ekki var held­ur stór­mann­legt að senda full­trúa sam­starfs­flokks­ins í sjón­varps­sal til að svara fyr­ir mál­ið. Pín­legt var að sjá hana engj­ast á öngl­in­um, enda varla nokk­ur mað­ur sem tel­ur flokk sem ný­kom­inn er í meiri­hluta bera ábyrgð á mál­inu. Bragga­mál­ið er eldra en svo og vís­bend­ing­ar um fjár­hags­lega óstjórn sömu­leið­is.

Í venju­legu fyr­ir­tæki yrði það ekki lið­ið að ít­rek­að væri keyrt marg­falt fram úr áætl­un­um. Ef við­kom­andi fyr­ir­tæki lifði slíkt af myndu stjórn­end­ur fá að taka pok­ann sinn. Borg­ar­stjóri er fram­kvæmda­stjóri borg­ar­inn­ar og sá sem ber end­an­lega ábyrgð á rekstr­in­um. Hann hef­ur enga fjar­vist­ar­sönn­un – get­ur ekki sagt: Ekki bendá mig.

Þess vegna hef­ur bragg­inn snert streng í borg­ar­bú­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.