Heild­ar­brag­ur­inn á ís­lenska lið­inu allt ann­ar í þess­um leik

Fréttablaðið - - SPORT - NORDICPHOTOS/GETTY hjor­varo@fretta­bla­did.is

Ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu náði vopn­um sín­um á nýj­an leik eft­ir frem­ur slaka frammi­stöðu í tvígang þeg­ar lið­ið gerði jafn­tefli við ríkj­andi heims­meist­ara á fimmtu­dags­kvöld­ið. Fram und­an er seinni leik­ur liðs­ins gegn Sviss í Þjóða­deild UEFA sem leik­inn verð­ur á Laug­ar­dals­vell­in­um á mánu­dag­inn.

Það má með sanni segja að ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu hafi sýnt sitt rétta and­lit þeg­ar lið­ið gerði jafn­tefli við Frakk­land í vináttu­lands­leik lið­anna í Gu­inga­mp síð­ast­lið­ið fimmtu­dags­kvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjáns­son, þjálf­ara karla­liðs FH, til þess að meta frammi­stöðu ís­lenska liðs­ins í leikn­um gegn Frakklandi og spá í spil­in fyr­ir leik­inn gegn Sviss sem fram fer á Laug­ar­dals­vell­in­um á mánu­dags­kvöld­ið.

„Heild­ar­brag­ur­inn og holn­ing­in á lið­inu var allt önn­ur í þess­um leik en í síð­ustu tveim­ur leikj­um liðs­ins. Það verð­ur að taka það með í mynd­ina að Erik Hamrén hafði af­skap­lega stutt­an tíma til þess að und­ir­búa lið­ið fyr­ir fyrstu leiki sína í starfi og þá vant­aði fjöl­marga lyk­il­leik­menn í lið­ið í frum­raun­um hans. Verk­skipu­lag­ið og vinnu­fram­lag­ið var til fyr­ir­mynd­ar í leikn­um í gær og þarna þekkti mað­ur lið­ið á nýj­an leik,“seg­ir Ólaf­ur Helgi um mun­inn á leikj­un­um gegn Sviss og Belg­íu í Þjóða­deild UEFA í sept­em­ber og svo leikn­um gegn Frakklandi í gær.

„Við þétt­um rað­irn­ar inni á mið­svæð­inu og Alfreð Finn­boga­son lék einkar vel sem fremsti varn­ar­mað­ur og sam­vinna hans og Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar við að loka á send­inga­leið­ir í gegn­um miðju vall­ar­ins var með ein­dæm­um góð. Varn­ar­lín­an stóð sig frá­bær­lega og mér fannst Ragn­ar Sig­urðs­son og Kári Árna­son eiga einkar góð­an leik. Upp­still-

ing­in að hafa Birki Má [Sæv­ars­son] og Hólm­ar Örn [Eyj­ólfs­son] gekk vel upp og þeir stóðu sig báð­ir vel. Birk­ir Már ógn­aði með hraða sín­um og Hólm­ar Örn gerði hlut­ina ein­falt og vel,“seg­ir hafn­firski þjálf­ar­inn um varn­ar­vinnu liðs­ins.

„Það var svo of­boðs­lega gam­an að sjá hversu langt Rún­ar Al­ex [Rún­ars­son] er kom­inn í þroska­ferli sínu sem leik­mað­ur. Hann var eins og ávallt yf­ir­veg­að­ur í upp­spil­inu og öfl­ug­ur í að­gerð­um sín­um í víta­teign­um. Hann­es Þór [Hall­dórs­son]

Það sem gladdi mig eig­in­lega mest var þor­ið við að halda bolt­an­um og hversu vel upp­spil­ið var fram­kvæmt. Við þurf­um að spila á svip­að­an máta gegn Sviss og gegn Frakklandi til þess að ná í hag­stæð úr­slit. Ólaf­ur Helgi Kristjáns­son

kom svo vel inn í leik­inn og hon­um líð­ur aug­ljós­lega vel fyr­ir aft­an Kára og Ragn­ar. Ég hef orð­ið þess heið­urs að­njót­andi að þjálfa þá báða og það er gam­an að sjá hversu vel við er­um í sveitt sett­ir með mark­menn, bæði til skamms tíma og til fram­tíð­ar,“seg­ir Ólaf­ur Helgi um mark­manna­sveit ís­lenska liðs­ins.

„Það sem gladdi mig eig­in­lega mest var þor­ið við að halda bolt­an­um og hversu vel upp­spil­ið var fram­kvæmt. Fyrra mark­ið var svo eft­ir frá­bæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varn­ar­leikn­um og út­sjón­ar­sem­ina í sókn­ar­leikn­um með því að finna Birki [Bjarna­son] sem klár­aði fær­ið af stakri prýði. Við vor­um bún­ir að skapa fjöl­mörg góð færi eft­ir hálf­tíma leik og það er af­ar já­kvætt að sjá hvað sókn­ar leik­ur­inn gekk smurt,“seg­ir hann um sókn­ar­leik­inn.

„Við þurf­um að spila á svip­að­an máta gegn Sviss og við gerð­um gegn Frakklandi til þess að ná í hag­stæð úr­slit í þeim leik. Við vor­um frem­ur gisn­ir inni á mið­svæð­inu í fyrri leikn­um gegn Sviss, en það var allt ann­að uppi á ten­ingn­um á móti Frökk­um. Við þurf­um að halda áfram að beina þeim út á við þeg­ar við verj­umst og verja hjart­að í vörn­inni og á miðj­unni jafn vel og við gerð­um á fimmtu­dag­inn. Ef við ger­um það þá er ég bjart­sýnn á já­kvæða nið­ur­stöðu,“seg­ir pró­fess­or­inn um kom­andi verk­efni.

Gylfi Þór Sig­urðs­son, fyr­ir­liði ís­lenska liðs­ins, átti af­bragðs leik gegn Frökk­um bæði í vörn og sókn. Ólaf­ur Kristjáns­son seg­ir hann og Alfreð Finn­boga­son vera með­al lyk­ilmanna í góð­um varn­ar­leik hjá lið­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.