Bolt skor­aði sín fyrstu mörk

Fréttablaðið - - SPORT -

Usain Bolt, fót­frá­asti hlaup­ari sög­unn­ar, skor­aði sín fyrstu mörk fyr­ir ástr­alska lið­ið Central Co­ast Mar­in­ers þeg­ar það vann 4-0 sig­ur á Macarth­ur South West í æf­inga­leik í Syd­ney í gær. Þetta var fyrsti leik­ur átt­falda Ólymp­íu­meist­ar­ans í byrj­un­arliði Central Co­ast Mar­in­ers.

Bolt, sem á heims­met­ið í 100 og 200 metra hlaupi, dreym­ir um að verða at­vinnu­mað­ur í fót­bolta og hef­ur æft með Central Co­ast Mar­in­ers síð­an í ág­úst. Jamaíku­mað­ur­inn freist­ar þess að fá samn­ing hjá fé­lag­inu og lík­urn­ar á því minnk­uðu ekk­ert með frammi­stöð­unni í gær. Bæði mörk Bolts komu um miðj­an seinni hálfleik, það fyrra eft­ir að hann slapp í gegn­um vörn Macarth­ur South West og það síð­ara með skoti af stuttu færi.

Keppni í áströlsku úr­vals­deild­inni hefst næsta föstu­dag. For­ráða­menn Central Co­ast Mar­in­ers hafa gef­ið í skyn að Bolt fái allt að sex mán­uði til að sýna sig og sanna.

NORDICPHOTOS/GETTY

Usain Bolt fagn­ar að hætti húss­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.