Fór Bloo­dy í síð­ustu Sunday göng­una

Sól­veig Jóns­dótt­ir gaf ný­ver­ið út sína aðra skáld­sögu, Heið­ur. Þar flétt­ast ör­lög ís­lenskr­ar konu við átaka­sögu Norð­ur-Ír­lands. Hug­mynd­in að sögu­þræð­in­um kvikn­aði þeg­ar hún stund­aði nám við Ed­in­borg­ar­há­skóla.

Fréttablaðið - - HELGIN - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir kristjana@fretta­bla­did.is

Sól­veig Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur er með meist­ara­gráðu í þjóð­ern­is­hyggju og þjóð­ernisátök­um frá Ed­in­borg­ar­há­skóla í Skotlandi, það var ein­mitt á náms­ár­un­um sem hún fékk hug­mynd að nýrri skáld­sögu sinni, Heið­ur. Skáld­sag­an kom út í vik­unni og seg­ir af Heiði McC­arron sem hef­ur ekki séð Dyl­an bróð­ur sinn frá því að fað­ir þeirra fór með hann til Norð­urÍr­lands sjö ára gaml­an. Þeg­ar hann hef­ur sam­band eft­ir 28 ára þögn og bið­ur hana um hjálp hefst at­burða­rás­in. Í bak­grunni eru átök sem ára­tug­um sam­an héldu norð­ur-írsku sam­fé­lagi í helj­ar­greip­um.

„Ég flutti út til Skot­lands ár­ið 2007. Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á Norð­ur-Ír­landi og átaka­sögu þeirra. Ég fór að vinna á veit­inga­húsi með námi og þar voru marg­ir Norð­ur-Ír­ar að vinna. Við fór­um að spjalla, urð­um vin­ir og ég komst smám sam­an að því hvað átök­in þar hafa enn mik­il áhrif á þá og sam­fé­lag þeirra.

Þannig að veit­inga­hús­ið sem þú vannst á reynd­ist líka skóli í sjálfu sér?

„ Já, og ég fór stund­um með vinnu­fé­lög­un­um til Norð­ur-Ír­lands. Ég fór og hitti fjöl­skyld­ur þeirra og kynnt­ist þeim. Það sem kom mér mest á óvart er hvað venju­legt fólk sem vildi búa í friði þurfti samt að búa við mik­inn ófrið. Sprengj­ur og árás­ir á heim­ili þeirra. Þetta var í raun­inni bara stríðs­ástand, á versta tíma­bil­inu sem var frá 1968-1998, þá dóu fleiri en 3.500 manns. Föð­ur­bróð­ir góðs vin­ar míns var til dæm­is skot­inn á Bloo­dy Sunday. Þetta eru ekki bara dauð­ir staf­ir í sögu­bók­um.

Ég fór með vin­um mín­um í síð­ustu Bloo­dy Sunday göng­una ár­ið 2011. Á með­an ég gekk fór ég að hugsa um að skrifa þessa skáld­sögu.

Þessi saga hef­ur alltaf ver­ið í huga mér síð­an ég flutti heim,“seg­ir Sól­veig.

Ætl­ar hún að helga sig ritstörf­um?

„Ég hef hug á því að helga mig ritstörf­um í ná­inni fram­tíð. Ég hélt það væri of ein­angr­andi að sinna ritstörf­um í fullu starfi. Í seinni tíð finnst mér þetta eiga bet­ur við mig, kannski ég sé orð­inn meiri ein­fari. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög gam­an og gef­andi.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

Sól­veig ásamt Atla Ragn­ari eig­in­mani sín­um og dótt­ur þeirra Matt­hildi.

Góð­ir gest­ir fjöl­menntu í út­gáfu­hóf í Ey­munds­son, Aust­ur­stræti. Fyr­ir of­an til vinstri.Ása Ninna, Sig­ur­borg og Sól­veig.Til hægri. Ra­kel Ósk og Ólöf Hugrún.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.