Stöðu­verð­ir þurfa að bera neyð­ar­hnapp

Fréttablaðið - - HELGIN -

„Mér finnst frá­sagn­ir stöðu­varð­anna vera raun­sæj­ar, því mið­ur er starfs­um­hverfi þeirra mun erf­ið­ara en margra annarra, með­al ann­ars vegna fram­komu al­menn­ings í þeirra garð,“seg­ir Kol­brún Jónatans­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíla­stæða­sjóðs. „Það er mik­il starfs­manna­velta hjá okk­ur, það eru ekki all­ir sem eru til í að sætta sig við svona fram­komu við vinnu sína. Það er í raun ótrú­legt að segja frá því að það eru nokkr­ir stöðu­verð­ir með um og yf­ir 10 ára starfs­reynslu,“seg­ir Kol­brún sem seg­ir að þótt frá­sögn stöðu­varð­anna sé af­ar slá­andi telji hún að það hafi dreg­ið úr áreitni og hót­un­um síð­ustu ár. „Það er að segja, það eru ekki eins marg­ir í þess­um hópi. Við­horf til gjald­skyldu og lagn­ing­ar öku­tækja er að breyt­ast til batn­að­ar.“

Stöðu­verð­ir bera neyð­ar­hnapp. Þeir sem hóta stöðu­vörð­um geta hins veg­ar gert ráð fyr­ir því að allt sem þeir hafa í frammi sé tek­ið upp. Þá geta stöðu­verð­ir kom­ist beint í sam­band við neyð­ar­lín­una með því að nota hnapp­inn. Hnapp­ur­inn hef­ur þó ekki nýst þeim nógu vel. „Neyð­ar­hnapp­ur­inn hef­ur ekki ver­ið not­að­ur til að kalla eft­ir að­stoð lengi, í ein­hverj­um til­fell­um er það vegna þess að sá sem lend­ir í þessu fer í panikk og hugs­ar ekki rök­rétt fyrr en eft­ir á. Það eru þó haldn­ar skrár yf­ir öll svona til­vik. Sönn­un­ar­byrð­in get­ur ver­ið erf­ið í svona mál­um þeg­ar um al­var­leg­ar hót­an­ir er að ræða, vörð­ur­inn oft­ar en ekki einn á ferð á með­an sá sem hót­ar er jafn­vel með ein­hverj­um sem bakka hann upp. Í svona til­vik­um stend­ur þeim til boða sál­fræði­með­ferð, fjöldi skipta fer eft­ir að­stæð­um hverju sinni. Þau ræða mál­in líka sín á milli og við yf­ir­menn og aðra sam­starfs­menn,“seg­ir Kol­brún.

Kol­brún Jónatans­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíla­stæða­sjóðs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.