Jarð­gerð­ar­stöð­in mun breyta miklu

Fréttablaðið - - HELGIN -

Fram­kvæmd­ir standa nú yf­ir við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar Sorpu í Álfs­nesi. Ráð­gert er að stöð­in taki til starfa ár­ið 2020 en þá verð­ur urð­un úr­gangs hætt á svæð­inu. Með til­komu henn­ar er stefnt að því að 95 pró­sent heim­il­isúr­gangs verði end­ur­nýtt.

Óflokk­að­ur heim­il­isúr­gang­ur verð­ur flokk­að­ur vél­rænt en leggja verð­ur áherslu á að fólk flokki enn bet­ur raf­tæki, spilli­efni, lyf og gler frá öðr­um úr­gangi. Áhersla verð­ur sem fyrr á flokk­un á papp­ír, plasti og tex­tíl. Stöð­in mun fyrst og fremst taka við líf­ræn­um úr­gangi en er þannig hönn­uð að unnt verð­ur að ná frá plasti og málm­um.

Með því að nýta þá orku sem verð­ur til við nið­ur­brot úr­gangs­ins verð­ur hægt að fram­leiða me­tangas sem get­ur nýst sem eldsneyti á bíla og jarð­vegs­bæt­ir fyr­ir land­græðslu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.