Re­públi­kan­ar mæl­ast með öruggt for­skot í könn­un­um í Texas

Fréttablaðið - - HELGIN -

Demó­krat­ar hafa í und­an­förn­um kosn­ing­um ít­rek­að rennt hýru auga til Texas og dreymt um að snúa þessu næst­stærsta og næst­fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna á sitt band.

Stærstu borg­ir rík­is­ins, Hou­st­on, Aust­in, Dallas, San Ant­onio og El Pa­so, má nú þeg­ar flokka sem blá­ar [venju­lega er tal­að um svæði sem blá eða rauð með vís­an í ein­kenn­isliti flokk­anna tveggja]. En helsti þátt­ur­inn í því að Demó­krat­ar sjá fyr­ir sér sig­ur í Texas er sá að þar býr mik­ill fjöldi róm­an­skætt­aðra íbúa. Þeim fjölg­ar einnig ört og stefn­ir í að þeir verði fleiri en hvít­ir Texasbú­ar. Hins veg­ar ber að taka til­lit til þess að í síð­ustu kosn­ing­um kusu um fjöru­tíu pró­sent róm­an­skætt­aðra Ted Cruz.

Ekki er út­lit fyr­ir að draum­ur Demó­krata ræt­ist í þetta sinn enda eru um 16,9 pró­sentu­stig­um fleiri Re­públi­kan­ar í Texas en að með­al­tali í land­inu sem heild. Cruz vann góð­an sig­ur á Don­ald Trump for­seta í Texas í for­kosn­ing­un­um 2016 og stefna Re­públi­kana er vin­sæl í rík­inu. Sam­kvæmt spálíkani töl­fræðimið­ils­ins Fi­veThirtyEig­ht, sem bygg­ir á könn­un­um, svip­uð­um kosn­ing­um, sög­unni, fjár­öfl­un og mati sér­fræð­inga, hef­ur Demó­krat­inn Beto O’Rour­ke ein­ung­is 22 pró­senta sig­ur­lík­ur en Re­públi­kan­inn Ted Cruz 78 pró­senta lík­ur.

Sé ein­ung­is horft til skoð­anakann­ana mæl­ist Cruz með 51,9 pró­senta fylgi sam­kvæmt vegnu með­al­tali en O’Rour­ke 46,6 pró­sent. Bil­ið hef­ur breikk­að und­an­farna daga.

En Demó­krat­ar gera sér samt von­ir um að O’Rour­ke verði fyrsti öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur Demó­krata í Texas frá því að Bob Kru­e­ger tók við af Lloyd Bentsen í hálft ár fram að kosn­ing­um 1993 þeg­ar Bentsen varð fjár­mála­ráð­herra Bills Cl­int­on for­seta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.