Cruz seg­ist harð­gerð­ur sem Texas

Re­públi­kan­inn Ted Cruz nýt­ur vin­sælda í heimaríki sínu en er ekki al­veg jafn­vin­sæll á vinnu­staðn­um. Þekkt­ur fyr­ir að standa fast á skoð­un­um sín­um og gagn­rýn­ir O’Rour­ke fyr­ir meinta öfga­vinstri­mennsku.

Fréttablaðið - - HELGIN -

Rafa­el Edw­ard Cruz, kall­að­ur Ted, er öllu þekkt­ari en O’Rour­ke. Enda var hann sá mað­ur sem komst næst því að veita Trump raun­veru­lega sam­keppni í for­kosn­ing­um Re­públi­kana ár­ið 2016. Cruz er harð­ur íhalds­mað­ur, heit­trú­að­ur og klók­ur. Hann hef­ur jafn­vel stað­ið svo fast á skoð­un­um sín­um að Linds­ey Gra­ham, sam­flokks­mað­ur hans í öld­unga­deild­inni, sagði eitt sinn að þing­mað­ur gæti myrt Cruz á gólfi öld­unga­deild­ar­inn­ar fyr­ir fram­an alla en samt myndi eng­inn greiða at­kvæði með sak­fell­ingu morð­ingj­ans.

Cruz fædd­ist banda­rískri konu og kúbversk­um föð­ur í Kan­ada. Hann hef­ur set­ið í öld­unga­deild­inni fyr­ir Texas frá ár­inu 2013 og er kennd­ur við Te­boðs­hreyf­ing­una svo­köll­uðu. Áð­ur var hann rík­is­sak­sókn­ari Texas í fimm ár.

Ekk­ert frjáls­lyndi í Texas

„Ef þú vilt bjóða þig fram í Texas, get­urðu ekki ver­ið frjáls­lynd­ur,“mátti heyra í stuttu lagi sem fram­boð Cruz gaf út snemma í kosn­inga­bar­átt­unni. Þótt lag­ið hafi kannski ekki ver­ið sér­stak­lega gott er mik­ið til í þess­um mál­flutn­ingi og lit­ast boð­skap­ur Cruz af því.

Cruz er and­víg­ur rétt­in­um til þung­un­ar­rofs, vill lækka skatta tölu­vert og halda heil­brigðis­kerf­inu í hönd­um einka­að­ila. Hann hef­ur sagst op­inn fyr­ir lög­leið­ingu kanna­bis­efna og hlynnt­ur dauðarefs­ingu. Vill ekki herða byssu­lög­gjöf­ina og er harð­ur and­stæð­ing­ur þess að heim­ila ólög­leg­um inn­flytj­end­um að vera áfram í Banda­ríkj­un­um eða gefa þeim færi á því að fá rík­is­borg­ara­rétt.

Seg­ir O’Rour­ke of rót­tæk­an

Cruz kom því skýrt frá sér í kapp­ræð­um fram­bjóð­enda að hon­um þætti O’Rour­ke rót­tæk­ur öfga­mað­ur.

„Öfga­vinstri­menn eru full­ir af orku, reið­ir og jafn­vel hat­urs­full­ir. Nú er­um við að sjá millj­ón­ir Banda­ríkja­dala streyma til O’Rour­kes frá fólki ut­an rík­is­ins. Hann hef­ur öfga­vinst­ris­inn­aða stefnu, er lengra til vinstri en Eliza­beth War­ren og Bernie Sand­ers,“sagði Cruz til að mynda og bætti því við að O’Rour­ke væri op­inn fyr­ir því að leggja út­lend­inga­eft­ir­lit­ið nið­ur og ákæra Trump til emb­ætt­ismissis.

Einnig hef­ur Cruz gert grín að því að O’Rour­ke kalli sig Beto, til að mynda í lag­inu sem áð­ur var nefnt. O’Rour­ke er af írsk­um ætt­um, alls ekki rómönsk­um, og hef­ur það því kom­ið spánskt fyr­ir sjón­ir að hann noti róm­anskt gælu­nafn.

Sjálf­ur seg­ir O’Rour­ke að nafn­ið hafi hann feng­ið á barns­aldri í borg­inni El Pa­so, þar sem flest­ir vin­ir hans voru af rómönsk­um upp­runa.

Chris Cu­omo, frétta­mað­ur á CNN, spurði Cruz í við­tali hver mun­ur­inn væri á því að O’Rour­ke kall­aði sig Beto og Cruz kall­aði sig Ted. Svar­aði Cruz því þá að að lag­ið væri bara grín, menn þyrftu að hafa húm­or fyr­ir svona lög­uðu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.