Með kind­ur í bak­garð­in­um

Frí­stunda­bænd­ur í borg­inni fagna níu­tíu ára af­mæli Fjár­eig­enda­fé­lags Reykja­vík­ur í kvöld með góðri veislu, gam­an­mál­um og dansi. Árni Inga­son er formað­ur fé­lags­ins.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - gun@fretta­bla­did.is

Þeg­ar fé­lag­ið var stofn­að fyr­ir um það bil 90 ár­um voru fjár­bænd­ur úti um alla borg. Fólk var með sjálfs­þurft­ar­bú­skap og átti kind­ur í bak­garð­in­um,“seg­ir Árni Inga­son, formað­ur Fjár­eig­enda­fé­lags Reykja­vík­ur. Það er fé­lags­skap­ur þeirra sem stunda bú­skap í frí­tíma sín­um í Reykjavík og hald­ið verð­ur upp á níu­tíu ára af­mæli hans með heil­miklu hófi í kvöld í sal Garð­yrkju­fé­lags­ins.

Sauð­fjár­bænd­urn­ir í borg­inni hafa lang­flest­ir að­stöðu í svo­kall­aðri Fjár­borg sem til­heyr­ir Hólms­heiði. En þannig hef­ur það ekki alltaf ver­ið eins og Árni lýs­ir: „Gamla Fjár­borg var þar sem Tengi við Smiðju­veg er núna og þá var rétt­in þar sem Staldr­ið er (nú hinum meg­in við Reykja­nes­braut­ina) en féð gekk með­al ann­ars í Breið­holt­inu. Svo hófst upp­bygg­ing þar og um 1970 var gert sam­komu­lag við þá­ver­andi borg­ar­stjóra, Geir Hall­gríms­son, um land og upp­bygg­ingu fjár­húsa á Hólms­heiði, þar sem við er­um núna. Svo eft­ir tvö ár verð­ur nýja Fjár­borg­in 50 ára. Þar hef­ur byggst upp hverfi, upp­haf­lega mátti bara vera fé þar en svo fékkst heim­ild til að hafa þar smala­hesta. Þá komust hest­ar inn í Fjár­borg­ina og þeir eru orðn­ir marg­ir í dag.“

En hversu margt fé eiga Reyk­vík­ing­ar?

„Það eru um 150 vetr­ar­fóðr­að­ar kind­ur í Fjár­borg, í 10 eða 11 hús­um, og þær eru í eigu margra, því oft eru fleiri en einn eig­andi á bak við hvert hús. Menn sam­ein­ast um þenn­an bú­skap. Fólk er með fimm ær og upp í 25. Fénu er alltaf að fækka enda borg­ar sig fyr­ir okk­ur sem þurf­um að kaupa öll að­föng að fara út í búð og kaupa okk­ur kjöt. En þetta er fyr­ir gaman­ið gert.“

Afrétt­ur­inn er á Sand­skeiði, norð­an Suð­ur­lands­veg­ar, að sögn Árna, og fjár­eign­inni til­heyra tölu­verð­ar smala­mennsk­ur, eins og vænta má, með­al ann­ars um Hengils­svæð­ið. „En það er alltaf vel mann­að í leit­um, jafn­vel um 40 manns sem mæta í þær og nán­ast smal­að öxl við öxl í seinni tíð,“seg­ir hann.

Árni seg­ir á ann­að hundrað manns í fé­lag­inu. Þar af bara einn sem er ein­ung­is með kind­ur, aðr­ir bæði með hesta og kind­ur en meiri­hluti fé­lags­manna er ein­göngu hesta­menn. „Þátt­taka í fé­lag­inu er skil­yrði fyr­ir því að fá hús í Fjár­borg,“út­skýr­ir hann. „Fjár­eig­enda­fé­lag­ið virk­ar þannig líka sem hús­fé­lag. Svo er einn fé­lags­mað­ur með fé ut­an Fjár­borg­ar. Það er Ólaf­ur Dýr­munds­son, fyrr­ver­andi ráðu­naut­ur Bænda­sam­tak­anna, sem hýs­ir sín­ar kind­ur uppi í Jóru­seli í Breið­holti.“Inn­an fé­lags­ins eru marg­ir sér­stak­ir

það er alltaf vel mann­að í leit­um, jafn­vel um 40 manns sem mæta í þær og nán­ast smal­að öxl við öxl í seinni tíð.

karakt­er­ar, að sögn Árna. „Marg­ir þess­ir eldri eru upp­al­d­ir í sveit og van­ir skepnu­haldi. Svo hef­ur orð­ið ný­lið­un, það hef­ur kom­ið inn ungt fólk sem finnst gam­an að vera með kind­ur og það er vel.“

Hvernig verð­ur þetta hóf hjá ykk­ur í kvöld?

„Bara hefð­bund­ið. Við ætl­um að hitt­ast og borða góð­an mat, Ari El­d­járn ætl­ar að skemmta okk­ur og svo kem­ur hljóm­sveit að spila fyr­ir dansi.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Árni Inga­son seg­ir marga sér­staka karakt­era inn­an Fjár­eig­enda­fé­lags­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.