Gústi guðs­mað­ur á stall

Stytta af Gústa guðs­manni verð­ur af­hjúp­uð á Ráð­hús­torg­inu á Siglu­firði í dag af Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra. Séra Vig­fús Þór Árna­son fer þar líka með gott orð.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - gun@fretta­bla­did.is

Það er bara eins og Gústi sé kom­inn. Hann stóð þarna á torg­inu í yf­ir 40 ár, pre­dik­aði og söng og gaf öll­um miða með ritn­ing­ar­orð­um,“seg­ir séra Vig­fús Þór Árna­son um styttu þá sem bú­ið er að koma fyr­ir á Ráð­hús­torg­inu á Siglu­firði og af­hjúp­uð verð­ur klukk­an 14 í dag og vígð.

Ág­úst Gísla­son hét hann, fædd­ist 1897 og dó 1985. „Móð­ir hans dó þeg­ar hann var ung­ur en amma hans tók hann að sér og ól hann upp í góð­um sið­um, lét hann til dæm­is lesa einn pass­íusálm á dag á föst­unni, þannig sköp­uð­ust trú­ar­stef­in,“seg­ir séra Vig­fús og held­ur áfram. „Svo hitti Gústi guð sinn á Akur­eyri og gerði samn­ing, keypti bát­inn Sig­ur­vin, reri á hon­um í 40 ár og varði öllu sem hann þén­aði til kristni­boðs og góð­verka. Studdi til dæm­is 50 indí­ána­börn í Bóli­víu frá því þau voru korn­ung, þeg­ar hann dó höfðu mörg þeirra lok­ið stúd­ents­prófi.“

Stytt­an er steypt í brons af Ragn­hildi Stef­áns­dótt­ur. Auk Vig­fús­ar stóðu þeir Kristján L. Möller, fyrr­ver­andi ráð­herra, og Her­mann Jónas­son fram­kvæmda­stjóri fyr­ir gerð minn­is­varð­ans. „Við eig­um góða vild­ar­vini,“seg­ir séra Vig­fús. „Í fjöl­mennri Siglu­fjarð­ar­messu í Grafar­vogs­kirkju fyr­ir nokkr­um ár­um var hug­mynd­inni hreyft og all­ir stóðu upp og klöpp­uðu. Mað­ur fann strax mik­inn byr.“

Hann nefn­ir með­al ann­ars Birki Bald­vins­son og Pál Samú­els­son sem hafi styrkt fram­tak­ið. „Þeir eru báð­ir Sigl­firð­ing­ar sem misstu mæð­ur sín­ar, þá voru ekki fé­lags­leg­ar stofn­an­ir eins og núna, fólk stóð bara á klak­an­um kalda, þeir eru að þakka Sigl- firð­ing­um gaml­ar vel­gjörð­ir við sig.“

Séra Vig­fús rifjar upp þeg­ar Gústi guðs­mað­ur týnd­ist á sjón­um, einu sinni sem oft­ar. „All­ur sigl­firski flot­inn fór að leita og ég með, hann hafði ver­ið týnd­ur í þrjá daga. Við fund­um hann ut­an við Siglu­nes­ið þar sem öld­urn­ar voru eins og fimm hæða blokk­ir og hann hvarf of­an í dal­ina en skaust upp aft­ur. Þeg­ar hann sá okk­ur stóð hann upp og söng Hærra minn Guð til þín, sama lag og sung­ið var um borð í Tit­anic. Hann vildi ekki hjálp. Nokkru síð­ar lygndi og þá kom hann í land og sagði: Guð sér um sína.“

MYND/KRISTJÁN MÖLLER

Stytt­an af Gústa guðs­manni að lesa upp úr Nýja testa­ment­inu.

FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

Séra Vig­fús Þór Árna­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.