Hvað verð­ur um rusl­ið sem við hend­um?

Stór hluti heim­il­iss­orps ekki end­urunn­inn.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Sig­hvat­ur Arn­munds­son sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

83%

plasts af heim­il­um höf­uð­borg­ar­svæð­is óflokk­uð.

Heild­ar­magn úr­gangs á Íslandi ár­ið 2016 var rúm­lega millj­ón tonn. Tæp­lega 229 þús­und tonn­um var farg­að en óflokk­að heim­il­iss­orp var meira en helm­ing­ur þess magns. Sorpa sem rek­in er af sex sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tók á móti rúm­lega 233 þús­und tonn­um af úr­gangi á síð­asta ári sem var tæp­lega 12 pró­senta aukn­ing milli ára og var um helm­ing­ur úr­gangs­ins urð­að­ur.

Á síð­asta ári var magn heim­il­iss­orps á hvern íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tæp 240 kg. Lang­stærst­ur hluti þess eða tæp 190 kg var óflokk­að sorp, flokk­að­ur papp­ír var 44,5 kg og flokk­að plast rúm 5 kg. Inni í þess­um töl­um er það sorp sem skil­að er í grennd­argáma og á end­ur­vinnslu­stöðv­ar.

Sorpa fram­kvæm­ir ár­lega svo­kall­aða húsasorps­rann­sókn þar sem óflokk­að heim­il­iss­orp er greint eft­ir mis­mun­andi efn­um. Sam­kvæmt rann­sókn síð­asta árs var eld­húsúr­gang­ur tæp­lega helm­ing­ur óflokk­aðs heim­il­iss­orps eða um 70 kg á íbúa. Plast var tæp­ur fimmt­ung­ur óflokk­aðs heim­il­iss­orps eða rúm 26 kg á íbúa og papp­ír um 11 pró­sent eða 16 kg á íbúa.

Af þessu má sjá að hlut­fall af plasti sem skil­ar sér frá heim­il­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til end­ur­vinnslu, ann­að­hvort í græn­ar tunn­ur, end­ur­vinnslu­stöðv­ar eða grennd­argáma, er að­eins um 17 pró­sent. Skýrt skal tek­ið fram að hér eru und­an­skild­ar plast­umbúð­ir sem bera skila­gjald en á því sviði hef­ur náðst mik­ill ár­ang­ur og er hlut­fall­ið sem skil­ar sér til end­ur­vinnslu um 85 pró­sent.

Sé lit­ið til þró­un­ar­inn­ar síð­ustu ár hef­ur hlut­fall plasts sem skil­ar sér til end­ur­vinnslu þó auk­ist. Ár­ið 2015 fór tæpt 31 kg af plasti á íbúa óflokk­að í rusl­ið en að­eins 1,7 kg á íbúa skil­aði sér í end­ur­vinnslu. Ár­ið eft­ir fóru um 28 kg af plasti á íbúa óflokk­að í rusl­ið en 3,7 kg skil­uðu sér í end­ur­vinnslu.

Þessi þró­un virð­ist ætla að halda áfram á yf­ir­stand­andi ári þótt það sé enn of snemmt að stað­festa það. Húsasorps­rann­sókn Sorpu mun fara fram í næsta mán­uði og þá mun stað­an skýr­ast.

Gyða S. Björns­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð hjá Sorpu, seg­ir að það sem af er ári hafi söfn­un plasts til end­ur­vinnslu auk­ist um 50 pró­sent og nem­ur magn­ið um 1.355 tonn­um. Á sama tíma hef­ur bland­að­ur úr­gang­ur frá heim­il­um sem fer í urð­un dreg­ist sam­an um þrjú pró­sent.

„Það má hugs­an­lega túlka það sem svo að um aukna um­hverfis­vit­und sé að ræða en það er í raun erfitt að meta það ein­göngu út frá heild­ar­magn­töl­um. Það er margt sem get­ur spil­að inn í að bland­að­ur úr­gang­ur dregst sam­an. Það get­ur ver­ið auk­in flokk­un, minni neysla vegna auk­inn­ar um­hverfis­vit­und­ar eða minni neysla vegna verri efna­hags.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Á síð­asta ári voru rúm­lega 130 þús­und tonn af sorpi urð­uð á urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.