Fóst­bræð­ur flugu af stað

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Fyrsti grín­þátt­ur Fóst­bræðra fór í loft­ið þenn­an mán­að­ar­dag ár­ið 1997. Upp­haf­leg­ir með­lim­ir þess grín­geng­is voru Jón Gn­arr, Sig­ur­jón Kjart­ans­son, Helga Braga Jóns­dótt­ir, Hilm­ir Snær Guðna­son og Bene­dikt Erlings­son. Hilm­ir Snær var að­eins með í einni seríu en þá kom Þor­steinn Guð­munds­son í hans stað. Í þriðju seríu bætt­ist Gunn­ar Jóns­son í hóp­inn.

Fóst­bræð­ur slógu strax í gegn og eru reglu­lega end­ur­sýnd­ir, auk þess sem bú­ið er að horfa á mörg at­riði úr þátt­un­um mörg þús­und sinn­um á YouTu­be. Marg­ir ódauð­leg­ir karakt­er­ar urðu til í þátt­un­um, til dæm­is Júlli, Gyða Sól og Helgi, per­sónu­legi trúba­dor­inn.

Þeir hrifs­uðu líka til sín verð­laun. Þátt­ur­inn var val­inn besta leik­ið sjón­varps­efni árs­ins 1999 á Eddu­verð­launa­há­tíð­inni og ári síð­ar var hann val­inn skemmti­þátt­ur árs­ins. Þá hlaut Jón Gn­arr verð­laun sem leik­ari árs­ins í að­al­hlut­verki fyr­ir frammi­stöðu sína í þátt­un­um ár­ið 2001 og það ár var Ragn­ar Braga­son til­nefnd­ur sem leik­stjóri árs­ins fyr­ir Fóst­bræð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.