Bridge

Fréttablaðið - - KROSSGÁTA ÞRAUTIR - Ísak Örn Sig­urðs­son

BRJÓTA VARNARREGLU

Spil­ar­ar eru yf­ir­leitt með þá „reglu“að þeg­ar spil­að er út gegn grandi og spila­fé­lagi út­spil­ar­ans á 3 spil eft­ir, þá spil­ar hann lægsta spil­inu af 3 til baka, en hærra ef 2 eru eft­ir. Þessi regla er ágæt en þarf að brjóta af og til þeg­ar nauð­syn er. Þetta spil er ágætt dæmi um það. Það kom fyr­ir í úr­slita­leik sveita Zimmerm­ans og La­vazza í Or­landó í lok sept­em­ber (Rosen­bl­um). Á báð­um borð­um í leikn­um end­uðu sagn­ir í 3 grönd­um í AV. Vest­ur var sagn­hafi í bæði skipt­in og út­spil norð­urs (Denn­is Bilde úr sveit La­vazza og Fr­anck Mult­on úr sveit Zimmerm­an) var laufa­fjarki. Aust­ur var gjaf­ari og AV á hættu: Í bæði skipt­in fékk suð­ur fyrsta slag­inn á kóng. Zimmerm­an var í sæti suð­urs og hann fylgdi regl­unni og spil­aði lægsta spil­inu af 3 til baka, laufafimmu. Sagn­hafi (Ma­dala) dúkk­aði það ein­fald­lega og norð­ur neydd­ist til að taka þann slag og sagn­hafi henti spaða. Sp­aða­ás­inn var tek­inn af vörn­inni og Ma­dala henti kóngn­um und­ir til að búa til auka inn­komu fyr­ir tíg­ul­svín­ingu og vörn­in spil­aði sig út á hjarta. Ma­dala fékk ró­lega 10 slagi með tíg­ul­svín­ing­unni og skráði 630 í dálk sinn. Á hinu borð­inu var Du­bo­in vak­andi fyr­ir þess­ari hættu í suð­ur og braut regl­una og spil­aði laufa­tíu til baka. Sagn­hafi (Klu­kowski í sveit Zimmerm­ans) átti eng­an mögu­leika og missti 5 slagi (4 á lauf og spaða­ás) og tap­aði 12 imp­um á þessu spili. Denn­is Bilde, sem var í norð­ur, var fljót­ur að þakka Du­bo­in fyr­ir að brjóta regl­una – sem var nauð­syn­legt í þessu spili.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.