Stigi í Hörpu svign­aði und­an hópi stjórn­enda

Örygg­is­gler sprakk und­ir stig­an­um í and­dyri tón­list­ar­húss­ins Hörpu þeg­ar hundruð stjórn­enda inn­an Reykja­vík­ur­borg­ar stilltu sér upp fyr­ir mynd. For­stjóri Hörpu seg­ir ekki ástæðu til að hafa áhyggj­ur og eng­in hætta skap­að­ist.

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR mika­el@fretta­bla­did.is

„Að mati fast­eigna­stjóra Hörpu voru nokkr­ir sam­verk­andi þætt­ir sem or­sök­uðu þetta óhapp,“seg­ir Svan­hild­ur Kon­ráðs­dótt­ir, for­stjóri Hörpu, að­spurð um at­vik­ið sem átti sér stað þeg­ar stjórn­enda­dag­ur Reykja­vík­ur­borg­ar var hald­inn í tón­list­ar- og ráð­stefnu­höll­inni á föstu­dag.

Að fund­in­um lokn­um var mynda­taka af stjórn­enda­hópn­um í stig­an­um en við það sprakk gler sem ligg­ur ut­an í og und­ir stig­an­um stóra.

„Mik­ill fjöldi fólks stóð í stig­an­um í drjúga stund og er ekki óeðli­legt að stig­inn svigni ör­lít­ið und­an slík­um fjölda sem var lík­lega meira en 300 manns. En hreyf­ing­in er af­skap­lega lít­il og eng­in ástæða til að hafa áhyggj­ur af því,“seg­ir Svan­hild­ur.

Að sögn Svan­hild­ar er burð­ar­kerfi stig­ans sam­an­sett úr fjór­um 50 sentí­metra há­um stál­bit­um. Því sé burð­ar­hæfni hans mjög mik­il.

Svan­hild­ur bæt­ir við að burð­ar­virki Hörpu sé þannig að skil eru í hús­inu fyr­ir hreyf­ing­ar sem þar eiga sér stað. Stig­inn stend­ur yf­ir ein­um slík­um skil­um.

„Þetta eru mjög litl­ar hreyf­ing­ar en eru til stað­ar og geta haft þau áhrif að gler­hand­rið­ið stóð óvenju nærri stiga­kjálk­an­um á þess­um tíma­punkti.“

Svan­hild­ur bend­ir á að eng­in hætta hafi skap­ast þar sem um sé að ræða tvö­falt örygg­is­gler með filmu á milli og að­eins ann­að gler­ið sprakk. Gler­ið sem um ræð­ir um­lyk­ur rúllu­stig­ana sem liggja nið­ur á kjall­ara­hæð húss­ins. Stig­inn stóri sem stjórn­end­ur stóðu á ligg­ur upp á aðra hæð Hörpu.

Mik­ill fjöldi fólks stóð í stig­an­um í drjúga stund og er ekki óeðli­legt að stig­inn svigni ör­lít­ið.

Svan­hild­ur Kon­ráðs­dótt­ir, for­stjóri Hörpu

„Örygg­is­gler er mjög högg­þol­ið en veik­leiki þess er að fá hart efni í glerkant­inn. Því þarf mjög litla snert­ingu frá stáli á gler­brún­ina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna ein­hverra milli­metra færslu á gleri eða stiga og mikl­um fólks­fjölda í stig­an­um,“seg­ir Svan­hild­ur.

Ekki hef­ur ver­ið skipt um gler­ið sem brotn­aði og svæð­ið und­ir stig­an­um hafði ver­ið girt af í gær þeg­ar Frétta­blað­ið bar að garði.

Gler­ið sem sprakk er næst stiga upp frá jarð­hæð Hörpu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.