Seg­ir rík­ið vera að skapa sér sjálf­krafa skaða­bóta­skyldu

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir að bregð­ist stjórn­völd ekki strax við dómi Hæsta­rétt­ar um inn­flutn­ing á fersku kjöti sé rík­ið að skapa sér skaða­bóta­skyldu. Í síð­ustu viku var hol­lenskt nauta­kjöt gert upp­tækt í tolli

Fréttablaðið - - +PLÚS - NORDICPHOTOS/GETTY sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

„Það hef­ur leg­ið fyr­ir mörg und­an­far­in ár að það væru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að nið­ur­staða máls­ins yrði á þann hátt sem síð­ar varð. Sú af­sök­un að stjórn­völd hafi ekki haft næg­an tíma er bara ekki gild,“seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, um þá stöðu sem upp er kom­in varð­andi inn­flutn­ing á fersku kjöti.

Í síð­ustu viku voru um 200 kíló af líf­rænu hol­lensku nauta­kjöti gerð upp­tæk í tolli. Var það fyrsta send­ing­in til lands­ins frá því að dóm­ur féll í Hæsta­rétti í síð­asta mán­uði þess efn­is að bann við inn­flutn­ingi á fersku kjöti væri ólög­mætt.

Ingi­björn Sig­ur­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Ferskra kjötv­ara, sem flutti inn kjöt­ið seg­ir að Mat­væla­stofn­un hafi veitt fyr­ir­tæk­inu and­mæla­rétt. End­an­leg nið­ur­staða átti jafn­vel að liggja fyr­ir í gær.

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ít­rek­ar að von sé á frum­varpi vegna máls­ins í fe­brú­ar. Það hafi ver­ið í for­gangi hjá stjórn­völd­um frá því að EFTA­dóm­stól­inn komst að nið­ur­stöðu fyr­ir um ári að um­rætt inn­flutn­ings­bann bryti gegn EES-samn­ingn­um.

„Stjórn­völd sendu í júlí um­sókn til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA um heim­ild til að beita regl­um um við­bót­ar­trygg­ing­ar vegna salmo­nellu sem önn­ur Norð­ur­lönd hafa feng­ið. Við höf­um líka ver­ið í við­ræð­um við fram­kvæmda­stjórn ESB og Eft­ir­lits­stofn­un EFTA varð­andi næstu skref stjórn­valda í mál­inu,“seg­ir Kristján Þór.

Andrés seg­ir fyr­ir­tæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allr­ar áhættu.

„Við vit­um að það eru fleiri send­ing­ar á leið­inni. Ef stjórn­völd bregð­ast ekki við í tíma eiga þessi fyr­ir­tæki sjálf­krafa hreina skaða­bóta­kröfu á rík­ið. Frá og með upp­kvaðn­ingu Hæsta­rétt­ar­dóms­ins er það laga­brot af hálfu op­in­berra að­ila að gera svona vöru upp­tæka við inn­flutn­ing til lands­ins. Það er al­ger­lega haf­ið yf­ir vafa. Stóra spurn­ing­in í okk­ar huga nú er hvort það sé meiri­hluti fyr­ir þess­um laga­breyt­ing­um á Alþingi,“seg­ir Andrés

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, birti grein í Morg­un­blað­inu í gær. Þar seg­ir hann að flokk­ur sinn muni leita allra leiða með sam­starfs­flokk­um sín­um í rík­is­stjórn og á vett­vangi Norð­ur­landa til að koma í veg fyr­ir að heilsu lands­manna verði fórn­að fyr­ir þá skamm­tíma­hags­muni að heim­ila inn­flutn­ing á fersku kjöti.

Kristján Þór seg­ir að stjórn­völd hafi í kjöl­far dóma EFTA-dóm­stóls­ins og Hæsta­rétt­ar ekk­ert val um ann­að en að bregð­ast við:

„Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stönd­um við þær al­þjóð­legu skuld­bind­ing­ar sem Ís­land hef­ur und­ir­geng­ist en tryggj­um á sama tíma ör­yggi mat­væla og vernd búfjár­stofna.“

Í síð­ustu viku voru um 200 kíló af líf­rænu hol­lensku nauta­kjöti gerð upp­tæk í toll­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.