Sam­an­brot­inn sími

Samsung kynnti síma sem hægt er að brjóta sam­an. Er í raun spjald­tölva og snjallsími í sama tæk­inu. Þessi nýi sími er ekki sá fyrsti sinn­ar teg­und­ar en hann er bæði sá þró­að­asti og sá lík­leg­asti til þess að ná al­menni­legri út­breiðslu.

Fréttablaðið - - TÆKNI - MYND/SAMSUNG thorgnyr@fretta­bla­did.is

Samsung sýndi á spil­in í vik­unni og kynnti loks­ins, eft­ir að orð­róm­ur hafði lengi ver­ið á kreiki, sam­an­brjót­an­leg­an snjallsíma sinn. Fyr­ir­tæk­ið sýndi sím­ann á fjöl­sóttri kynn­ingu og þótt sýn­ing­in hafi bæði ver­ið stutt og af­ar tak­mörk­uð hafa banda­rísku tækni­miðl­arn­ir var­ið heilu dálka­metr­un­um í um­fjöll­un um græj­una.

Tími sam­an­brjót­an­legra síma er kom­inn, sagði í um­fjöll­un CNet. Hvort sú stað­hæf­ing reyn­ist rétt velt­ur á við­tök­um neyt­enda og því hvort neyt­end­ur sjái raun­veru­legt nota­gildi í því að geta brot­ið síma sinn sam­an eða opn­að hann eins og bók og þannig ver­ið með bæði síma og spjald­tölvu í einu og sama tæk­inu.

Það sem ger­ir síma Samsung, sem tal­ið er að fái nafn­ið Galaxy X eða Galaxy F, spenn­andi er það að ut­an á hon­um er minni 4,5 tommu skjár en þeg­ar sím­inn er opn­að­ur eins og bók eða veski þá birt­ist 7,3 tommu skjár. Mið­að við það sem sást á kynn­ingu Samsung, þar sem sím­inn var sýnd­ur í greip­um kynn­is­ins og bak­lýs­ing tak­mark­aði hversu vel sím­inn sást, eru eng­ar hjar­ir sem skipta stærri skján­um í tvennt.

Sam­kvæmt Samsung er það hin nýja In­finity Fl­ex Display tækni sem ger­ir þetta mögu­legt. Skjár­inn er mun þynnri en venju­leg­ir skjá­ir og lög­un­um er hald­ið sam­an með nýju lími sem á að koma í veg fyr­ir að skjár­inn brotni þótt hann sé beygð­ur eða brot­inn sam­an „þús­und sinn­um“.

Samsung Galaxy X eða F eða eitt­hvað allt ann­að er þó ekki fyrsti sam­an­brjót­an­legi snjallsím­inn sem sést hef­ur. Í síð­ustu viku kynnti Royole síma að nafni Fl­exPai. Sá sími mun trú­lega aldrei ná við­líka út­breiðslu og sím­ar Samsung en er þó byggð­ur á sömu hug­mynd. Stóri skjár­inn var reynd­ar ut­an á.

Þá er vert að nefna Axon M, síma sem ZTE setti á mark­að í fyrra. Hann var þó öllu ein­fald­ari út­gáfa af sam­an­brjót­an­leg­um síma og sam­an­stóð af tveim­ur venju­leg­um skjá­um og voru hjar­irn­ar á milli einkar vel sýni­leg­ar.

Sam­kvæmt því sem kom fram á kynn­ingu Samsung verð­ur sím­inn sett­ur í fjölda­fram­leiðslu á næstu mán­uð­um og má bú­ast við því að hann verði sett­ur á mark­að ár­ið 2019. Að auki kom fram að í vænd­um væru til að mynda upp­rúll­an­leg­ir og teygj­an­leg­ir skjá­ir.

Samsung sýndi þenn­an ný­stár­lega síma á kynn­ingu í vik­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.